Page 1 of 1
Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 1. Mar 2012 10:09
by halldor
Tíminn flýgur og nú styttist í næsta mánudagsfund. Eins og síðustu skipti verður fundurinn haldinn í gymminu (stóri salurinn) á KEX hostel. Mönnum er frjálst að hita upp næstu þrjá daga á Hinni árlegu bjórhátíð KEX, sjá nánar
hér.
Að vanda eru menn hvattir til að taka með sér eigin framleiðslu til að gefa með sér og fá álit.
Fágun mun bjóða upp á ljúffengar veitingar með bjórnum.
Staður: KEX
Tími: Mánudagurinn 5. mars kl. 20:00 - 23:00
Atriði fundar: Bjórgerðarkeppnin 2012, smakk, almenn umræða
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 1. Mar 2012 11:26
by andrimar
Mæti
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 1. Mar 2012 11:36
by sigurdur
Ég stefni á að mæta

Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 1. Mar 2012 12:25
by halldor
Ég mæti sko alveg pottþétt

Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 5. Mar 2012 14:42
by halldor
Djöfull verður gaman hjá okkur þremur.
Eru ekki fleiri hér sem ætla að mæta?
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 5. Mar 2012 14:50
by sigurdur
Ég er að spá í að prófa að henda í einn mozzarella fyrir fundinn í kvöld .. ef hann heppnast, þá geta þeir sem koma fengið sér ..

Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 5. Mar 2012 15:40
by helgibelgi
Ég mæti. Spurning: ætti ég að mæta með 4 daga gamlan
hafraporter?
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 5. Mar 2012 16:59
by halldor
Koma svooo...
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 5. Mar 2012 17:40
by bjarkith
Aetla ad reyna ad maeta en gaeti to maett i seinni kantinum
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 5. Mar 2012 18:42
by Classic
Mæti, með vikugamla prufu sem lofar þrusugóðu.
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 5. Mar 2012 18:51
by hrafnkell
Ég var búinn að steingleyma fundinum og er byrjaður að meskja. Mæti ekki.
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 5. Mar 2012 23:16
by Benni
Þú ert þó með betri afsökun en ég, rétt lagðist í sófann þegar ég kom heim og rotaðist þar
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 6. Mar 2012 00:01
by halldor
Þetta var fínn fundur að vanda. Fengum að smakka gæðabjór frá fáguðum einstaklingum. Ræddum lauslega fyrirkomulag bjórgerðarkeppninnar, sem verður kynnt hér síðar í vikunni.
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 6. Mar 2012 00:25
by sigurdur
Ekki gleyma gæðaost

Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 6. Mar 2012 20:13
by ulfar
Já það var boðið upp á 15 min gamlan mozzarella og 15 ára gamlan gouda. Þetta var mjög gaman eins og æfinlega.
P.s. til hamingju með ostagerd.is Sigurður
Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 6. Mar 2012 22:11
by sigurdur
Þakka þér fyrir Úlfar.

Re: Mánudagsfundur marsmánaðar 5. mars kl. 20.00 á KEX
Posted: 23. Mar 2012 12:45
by Andri
Flott framtak með síðuna. Vonandi gengur þetta vel, það er vissulega markaður fyrir þessu. Þarf bara að auglýsa rétt.