Page 1 of 1

Varðandði notkun á geri

Posted: 26. Feb 2012 20:29
by Proximo
Góða kvöldið öll

Ætla að leita til ykkar gúrúanna sem vita ótrúlega mikið, enda gaman að lesa hér póstana frá ykkur.

Ég var að velta einu fyrir mér. Nú er ég tiltölulega nýr í brugginu og hef bruggað einhverjar 5 lögur úr kittum, 3 ágæt en 2 alveg niðurhellanlega vondar, enda örugglega ágætt að byrja á þessum kittum til að læra á ákveðna factora varðandi bæði mismunandi ger og svo auðvita hreinlæti í kringum bjórgerð.

Ég komst að því eftir spjall við annan sem hefur bruggað þessa 2 sömu bjóra og "mistókust" hjá mér, að það væri gerið sem fylgdi kittinu sem orsakaði það óbragð sem mínir bragðlaukar bara gátu engan veginn sætt sig við; eins og súrt eplabragð, erfitt að lýsa því í orðum.

Var að velta því fyrir mér, nú gerjast lager bjórinn við lægra hitastig en ölinn... hvað ef ég nota t.d. Windsor ale ger eða ágætt ger sem gerjast við hærra hitastig en lagergerið, þar sem ég get ekki lækkað hitastigið hjá mér mikið meira en 18-20°C...
(Ef ég er að misskilja, þá reikna ég með að það sé gerið sjálft sem gerjast best við ákveðið hátt eða lágt hitastig, endilega leiðréttið mig ef það er rangt hjá mér)

Og svo auðvitað, ef bjór sýkist, verður það þá ekki mjög áberandi vont bragð af bjórnum eða? Nánast eins og þegar maður smakkar, hvað skal maður segja, mjólk sem er orðin súr og vond? Eða er þetta hulið bragð í byrjun, sem versnar bara með tímanum?

Takk fyrir mig annars :D bara að reyna að læra af ykkur meisturunum öllum :)

Re: Varðandði notkun á geri

Posted: 26. Feb 2012 21:05
by hrafnkell
Súra eplabragðið er líklega útaf sykrinum sem þú bætir við frekar en gerinu. Gerpakkar sem fylgja kittunum eru venjulega of litlir og oft orðnir gamlir (of gamlir). Það er því oft sterkur leikur að nota annan gerpakka til að gera slæman bjór skárri. Allir dósabjórar sem ég veit af eru með ölgeri, þótt bjórstíllin sem þeir eiga að covera geri ráð fyrir lagergeri. Öll kitt er því æskilegt að gerja við 18-20 gráður, ef maður ætlar að nota gerið sem fylgir.

Sýktur bjór verður venjulega súr með tímanum, en einnig getur komið edikbragð og ýmislegt annað spennandi.

Re: Varðandði notkun á geri

Posted: 27. Feb 2012 21:13
by Proximo
Takk kærlega fyrir innlögnina Hrafnkell. Ég hélt bókað þetta væri gerið en ekki sykurinn. Meiriháttar að fá svona ráð :)

Ætla að halda áfram að prófa mig áfram með mismunandi aðferðir með sykur og ger og sjá hver munurinn á bragði verður.

En mér datt allt í einu í hug um daginn, ef maður tekur upp á því í kittunum að nota strásykur (ég veit það er mælt með dextrose eða drymalt og dextrose), að sjóða hann með vatninu sem þarf í lögunina? Ætti það að hafa einhver áhrif?

Svo datt mér annað í hug, hefur einhver prufað að brúna sykur á pönnu og bæta því út í? Ef svo, hvernig hefur það komið út?

Og eitt enn!? :D ég var að brjóta flotvogsmæli númer tvö, áður en ég náði OG ... er hægt að fá hann úr plasti hér á landi? ('Eg verð bara að treysta á að það sé nægt sykur innihald í dökku liquid malt extract :D)

Re: Varðandði notkun á geri

Posted: 27. Feb 2012 22:28
by hrafnkell
Það skiptir litlu hvernig sykur þú notar, það kemur alltaf óæskilegt bragð af honum í bjórinn. Besta sem maður getur gert með kittin er að gera helmingi minna af bjór og nota bara dósina (engan sykur) eða nota tvær dósir í heila lögn. Drymalt væri líklega í lagi líka. Það kostar þó slatta, hugsanlega nálægt því sem dósin kostar.

Það er ekkert að því að nota brúnaðan sykur í tilraunastarfsemi. Það þyrfti þó líklega slatta af honum til að það fari eitthvað að telja.

Ég veit ekki til þess að það séu til plast sykurflotvogir.