Page 1 of 1

Austurrískur Dunkelweizen

Posted: 26. Feb 2012 10:44
by arnarb
Fékk þennan úr bók sem ég fjárfesti í sumar. Breytti þónokkru enda átti ég ekki allt hráefnið skv. uppskrift.

Wheat Malt 2,1 kg
Pale Malt 2,4 kg
Cara-aroma 250g
Vienna Malt 125 g
Munich TYPE I 200 g
Melanoidin Malt 200 g

Hallertau Hersbruck 25 g 90 min
Hunang 55 g 10 min
Orange Peel 2 tsk 5 min

BrewFerm Blanche ger (notaði tvo pakka þar sem þeir eru orðnir gamlir)

IBU 13
ABV 5,1%
Color 14 SRM

Mesking 90 mínútur við 65 gráður. Mash-out í 75 gráðum. Suða í 90 mínútur. Fékk 22 lítra með OG 1.052. Lyktaði afar vel og byrjaði að bubbla í morgun.

Langt síðan maður hefur lagt í síðast og dálítið ryðgaður í handtökunum. Allt tókst þó nokkuð vel þrátt fyrir smáóhapp við kælinguna en slangan losnaði eitt augnablik af spíralnum en sem betur fer fór nánast ekkert vatn í pottinn.

Arnar

Re: Austurrískur Dunkelweizen

Posted: 26. Feb 2012 11:23
by sigurdur
Skemmtilegt .. :)
Endilega láttu vita hvernig bjórinn heppnast (og jafnvel að kíkja á fund með smakk ;-) )

Re: Austurrískur Dunkelweizen

Posted: 26. Feb 2012 12:22
by arnarb
Já, ætli það sé ekki rétt að fara að mæta á fundi aftur :skal:

Re: Austurrískur Dunkelweizen

Posted: 26. Feb 2012 12:51
by hrafnkell
Langt síðan þú hefur látið sjá þig hérna :) Kominn tími til!

Þetta lítur frekar tasty út. Ætli hunangið skili sér eitthvað í svona litlu magni?

Re: Austurrískur Dunkelweizen

Posted: 26. Feb 2012 14:52
by arnarb
Ég hugsa að hunangið komið ekki mikið inní í þessu magni. Það átti að vera hunangsmalt en það á ég ekki og ákvað að setja örlítið að hunangi til að fá einhvern keim og sætu af því.

og já kominn tími til að kíkja hérna aftur inn. Stefni á að fara að mæta á mánudagsfundi.