Sigurður hér - og þar
Posted: 5. Jul 2009 22:58
Heil og sæl, öllsömul.
Þetta er lofsverður umræðuvefur sem hér hefur verið komið á laggirnar - eða í gerjun, ef vill. Hér má þegar finna margvíslegan fróðleik og hið vænsta fólk, að því er mér virðist.
Ég á enn eftir að þreyta frumraunina í ölbruggun, en er þó búinn að velja viðfangsefnið og kaupa megnið af hráefnunum. Sem mat- og ölgæðingi finnst mér ekki rétt (bragðlaukanna vegna) að byrja á tilbúinni duft og vatn lausn, og gróf því upp áhugaverða uppskrift af Braggot; velskur hunangsmjöður sem þó nýtir malt og humla líkt og góð öl.
Mun eflaust láta ljós mitt skína frekar þegar ég byrja að sjóða og hræra.
Þetta er lofsverður umræðuvefur sem hér hefur verið komið á laggirnar - eða í gerjun, ef vill. Hér má þegar finna margvíslegan fróðleik og hið vænsta fólk, að því er mér virðist.
Ég á enn eftir að þreyta frumraunina í ölbruggun, en er þó búinn að velja viðfangsefnið og kaupa megnið af hráefnunum. Sem mat- og ölgæðingi finnst mér ekki rétt (bragðlaukanna vegna) að byrja á tilbúinni duft og vatn lausn, og gróf því upp áhugaverða uppskrift af Braggot; velskur hunangsmjöður sem þó nýtir malt og humla líkt og góð öl.
Mun eflaust láta ljós mitt skína frekar þegar ég byrja að sjóða og hræra.