Page 1 of 1

90g í þurrhumlun

Posted: 17. Feb 2012 12:20
by Hekk
ég lagði í þennan fyrir nokkrum dögum og er að undirbúa mig fyrir að þurrhumla kvikindið.

Recipe Type: All Grain
Yeast: Nottingham or S04
Batch Size (Gallons): 5
Original Gravity: 1.070
Final Gravity: 1.010
IBU: 50.8
Boiling Time (Minutes): 60
Color: 8.3
Primary Fermentation (# of Days & Temp): 14 at 64-65
Secondary Fermentation (# of Days & Temp): 7 days at 65 (dryhopping)
Tasting Notes: "Clean" hoppy IPA with citrusy notes that are inviting and the taste is great!

12 lbs 12.0 oz Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 91.07 %
12.0 oz Caramel/Crystal Malt - 20L (20.0 SRM) Grain 5.36 %
8.0 oz Caramel/Crystal Malt - 40L (40.0 SRM) Grain 3.57 %

1.25 oz Chinook [11.50 %] (60 min) Hops 43.5 IBU
1.00 oz Cascade (homegrown) [5.00 %] (5 min) Hops 2.7 IBU
1.00 oz Cascade (homegrown) [5.00 %] (0 min) Hops -

1 Pkgs SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04) Yeast-Ale

1.00 oz Simcoe [12.20 %] (Dry Hop 7 days) Hops -
1.00 oz Cascade (homegrown) [5.00 %] (Dry Hop 7 days) Hops -
1.00 oz Chinook (homegrown) [10.00 %] (Dry Hop 7 days) Hops -

OG var þó ekki nema 1.064 hjá mér
og fyrir þremur dögum mældi ég 1.020 (ágætis biturleiki í sýninu).

Getið þið ýmindaði ykkur hverju ég má eiga von á með 90g of humlum í seinni gerjun. Verður þetta nokkuð of mikið fyrir "óvana" IPA drekkendur?

Hvað ætli hann þurfi langan tíma á flösku til að verða almennilegur svo?

kv. Einn spenntur!

Re: 90g í þurrhumlun

Posted: 17. Feb 2012 13:20
by hrafnkell
Láttu bara vaða, ég setti rúm 200gr í þurrhumlun um daginn :) Ef þér finnst humallinn vera of mikill þá bara geyma flöskurnar, það dofnar með tímanum.

Fyrsta smakk er tilvalið þegar hann er búinn að vera 7-10 daga á flöskum. Svo smakkar maður bara reglulega ef maður er ekki að fíla hlutina.

Re: 90g í þurrhumlun

Posted: 17. Feb 2012 22:59
by Hekk
Ég skellti þessu öllu í, verður spennandi að smakka.

Re: 90g í þurrhumlun

Posted: 29. Feb 2012 08:00
by Hekk
ég stalst til að smakka eina flösku af þessum í gær, (ekki nema 5 dagar á flösku samt) hann var orðin vel kolsýrður, góð beiskja en ég saknaði svolítið meiri humla lyktar.

Þegar ég þurrhumlaði þá setti ég ekkert til að þyngja humlapokann minn, hann flaut því ofaná.

Getur það haft áhrif?

Re: 90g í þurrhumlun

Posted: 29. Feb 2012 11:38
by gunnarolis
Það hefur klár áhrif, minna af humlum í snertingu við vökva.

Ég set humlana mína í humlapoka/nælonsokk sem ég sýð með marmarakúlum í nokkrar mínútur. Marmarakúlurnar halda pokanum í kafi og þær er auðvelt að sótthreinsa.

Einnig hef ég notað stálkúlur sem eru ætlaðar fyrir te, fyllt þær til tæplega hálfs af humlum og sett í fötuna. Að sjálfsögðu sótthreinsaðar.
Passa þarf vel að rúmmál pellet humla eykst gríðarlega þegar þeir blotna og því er betra að eiga margar kúlur og setja lítið í hverja. Þær kosta undir 500kr stykkið.

Báðar aðferðir virka mjög vel til þess að fá hærra effektíft flatarmál humla í snertingu við bjórinn.

Re: 90g í þurrhumlun

Posted: 29. Feb 2012 13:52
by Hekk
Já ég tók eftir því að humlarnir juku rúmmál sitt svakalega.

Athuga þetta með tekúlurnar eða einhverja aðra þyngingu næst.

Takk fyrir