Page 1 of 1

Krummi

Posted: 17. Feb 2012 03:27
by bergrisi
Var að smakka "Krumma". Bjórinn sem er framleiddur í Lettlandi. http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=11841" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Hann er 5,3% lagerbjór sem er með smá malt bragði.

Fínasti bjór og gæti ég alveg hugsað mér að smakka hann aftur. Reyndar finnst mér skrítið að hafa hann í líters umbúðum sem gerir það að verkum að ég myndi ekki drekka einn yfir sjónvarpinu. Hann væri orðinn hálf flatur í restina. Kannski meiri fjölmennis-bjór sem hægt er að hella í glös fyrir fleiri strax.

Fyrir utan umbúðir þá er þetta flottur bjór.

Re: Krummi

Posted: 17. Feb 2012 10:54
by gunnarolis
Það er eitthvað svo off putting við bjór í plastflöskum að ég hef ekki lagt í þennan ennþá. Ég man ennþá eftir Pilsner frá Egils í plasti og ég get ekki hrist þá minningu af mér.

Að því sögðu kaupi ég kannski einn Krumma og prófa við tækifæri.

Re: Krummi

Posted: 17. Feb 2012 12:44
by AndriTK
Sammála því! Ég smakka nú nánast alla bjóra sem koma en það er eitthvað aðeins of ógirnilegt við þennan 1 líters pilsner frá Lettlandi í plastflösku :S -- Ætli maður verði ekki samt að smakka hann einhvertíman, samt ekkert alltof spenntur.

Re: Krummi

Posted: 27. Feb 2012 23:39
by halldor
gunnarolis wrote:Það er eitthvað svo off putting við bjór í plastflöskum að ég hef ekki lagt í þennan ennþá. Ég man ennþá eftir Pilsner frá Egils í plasti og ég get ekki hrist þá minningu af mér.

Að því sögðu kaupi ég kannski einn Krumma og prófa við tækifæri.
Ég skal deila honum með þér þó ég sé ekkert að springa úr spenningi. Sammála með umbúðirnar.

Re: Krummi

Posted: 28. Feb 2012 08:26
by bergrisi
Ég keypti einn Krumma í gær og ætla að fara með á hljómsveitaræfingu í kvöld. Fínt að deila honum með tveim öðrum. Það er líka hefð á okkar æfingum að fá sér 2-3 bjóra og oft komið með einn í prufu þó svo Viking Gull sé drukkinn í 99% tilvika.

Þegar ég smakkaði hann þá var ég ekkert spenntur en bjórinn kom mér á óvart.

Er reyndar vanur að drekka beint úr plastflöskum því á námsárum mínum í danmörku þá keypti ég oft tvo carlsberg eða tuborg í plasti þegar ég fór í lestina eftir vinnudag. Léttari og glömruðu ekki í bakpokanum mínum. En nota reyndar alltaf glas í dag.

Mér finnst gott ef menn eru að reyna að bæta eitthvað við flóruna hérna og vonandi kemur innflytjandinn með eitthvað meira.

Lifi fjölbreytnin.

Re: Krummi

Posted: 29. Feb 2012 11:14
by haukur_heidar
Tek mér bessaleyfi að dæma þennan fyrirfram enda lager bjórar frá austur evrópu ekki eitthvað sem vekur áhuga minn :mrgreen:

Re: Krummi

Posted: 29. Feb 2012 13:59
by sigurdur
haukur_heidar wrote:Tek mér bessaleyfi að dæma þennan fyrirfram enda lager bjórar frá austur evrópu ekki eitthvað sem vekur áhuga minn :mrgreen:
Það hafa komið mjög spennandi bjórar frá austur evrópu (lager), t.d. eins og Pilsner Urquell og Budvar.

Ég mun einn daginn gefa bjórnum séns, en um leið og hann er opnaður þá fer hann allur í glas/glös.

Re: Krummi

Posted: 6. Mar 2012 10:49
by haukur_heidar
sigurdur wrote:
haukur_heidar wrote:Tek mér bessaleyfi að dæma þennan fyrirfram enda lager bjórar frá austur evrópu ekki eitthvað sem vekur áhuga minn :mrgreen:
Það hafa komið mjög spennandi bjórar frá austur evrópu (lager), t.d. eins og Pilsner Urquell og Budvar.

Ég mun einn daginn gefa bjórnum séns, en um leið og hann er opnaður þá fer hann allur í glas/glös.

ég skal umorða:

Ef bjórinn er frá Eystrasaltsríkjunum og heitir ekki Porter að þá læt ég hann vera :mrgreen:

Re: Krummi

Posted: 7. Mar 2012 23:10
by bergrisi
Fannst reyndar bjórinn vera hálf flatur þegar ég smakkaði hann á æfingunni í síðustu viku. Getur verið að mér hafi þótt hann betri þegar ég fékk pínulítinn smakk af honum en þegar ég var með fullt glas þá var ég farinn að hugsa um næsta bjór og rembdist við að klára þennan.

Bara til upplýsinga.

Ps. en eru engar athugasemdir við þessar umbúðir fyrst páskaunganum hjá Agli var slátrað. Krumminn gæti mynnt á goðsögnina sem var í stundinni okkar á áttunda áratugnum. Ætti að banna umbúðirnar?

Re: Krummi

Posted: 13. Sep 2012 14:33
by haukur_heidar
bergrisi wrote:
Ps. en eru engar athugasemdir við þessar umbúðir fyrst páskaunganum hjá Agli var slátrað. Krumminn gæti mynnt á goðsögnina sem var í stundinni okkar á áttunda áratugnum. Ætti að banna umbúðirnar?
nei, það ætti einfaldlega að banna svona piss

Re: Krummi

Posted: 16. Sep 2012 01:46
by noname
ættla að laga aðeins tengilinn fyrir þig http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... n%20false; ;)