Page 1 of 1

Flotger - lifandi eða ekki

Posted: 16. Feb 2012 14:00
by gugguson
Sælir herramenn.

Ég er með flotger sem ég pantaði að utan og tók lengri tíma en ég gerði ráð fyrir að fá pakkann. Klakinn sem var utanum gerið var því löngu bráðnaður. Hvernig getur maður vitað hvort gerið er lifandi? Ég geri yfirleitt gerstarter með snúningsplötu og síðast þegar ég bjó þannig til sá ég engan mun á sykurmælingu eftir um 20 klukkutíma. Ég prófaði samt að pitcha þessu og þá byrjaði allt að bubbla og skaut vatnslásnum af eftir um sólarhring, þannig að gerið var sprelllifandi.

Einhverjar góðar hugmyndir?
Jói

Re: Flotger - lifandi eða ekki

Posted: 16. Feb 2012 15:11
by hrafnkell
Líklega í fínu lagi með gerið. Gerðu samt starter, ef hann verður ekki mjólkurlitaður þá er gerið eitthvað lasið.

Re: Flotger - lifandi eða ekki

Posted: 16. Feb 2012 20:14
by gunnarolis
Starterinn ætti að vera búinn að klára að gerjast á ekki meira en 24 tímum, ef gerið var í slæmu standi þá mögulega 48 tímum. Mikið lengra en það á stirplate-inu er ekki gott. Mér finnst best að miða við að horfa á litinn, ef starterinn er orðinn ljós á litinn þá er hann góður.

Ef þú vilt raunverulega vita hvernig staðan á gerinu er, þá þarftu smásjá og fleiri tól. Það er almennt ekkert svakalega praktískt.

Hér talar maður frá Wyeast um mál þessu tengd.