Page 1 of 1

Mættur

Posted: 15. Feb 2012 22:17
by litligerill
Sælir gerjarar. Frábært að geta komið hingað inn og lesið allan þann fróðleik sem þið hafið póstað :beer:

Nú er loksins komið að því að ég og félagi minn hendum í fyrstu gerjun. Ætlum að henda í BIAB og kaupa startpakkann frá Brew.is. Eftir að hafa skoðað óteljandi myndbönd og lesið þræðina hérna fram og til baka hef ég á tilfinningunni að það sé góð fjárfesting. Kannski örlítið dýrari en sparar manni tíma og fyrirhöfn við að keyra bæinn endilangann eftir tæki og tólum.

Það vafðist lengi fyrir okkur að finna hentugt húsnæði undir þetta en fengum loks inn í bílskúr hjá vini okkar. Veldur mér samt áhyggjum að hann er að gera við mótorhjól og svona í skúrnum. Velti fyrir mér hvort það geti skapast óþarfa óhreinindi við það?

Eina langar mig að vita hvort mikill umgangur um skúrinn geti gert það að verkum að hitinn inn í honum sé alltaf að breytast og komi þarafleiðandi til með að hafa áhrif á gerjunina?

Re: Mættur

Posted: 15. Feb 2012 22:42
by sigurdur
Velkominn.

Það getur breytt einhverju ef fólk er alltaf að koma inn og fara út úr gerjunaraðstöðu.

Besta leiðin til að stjórna því er með því að útbúa gerjunarskáp (t.d. ísskáp) þar sem hitastiginu er stýrt. Þá skiptir ekki það miklu máli þó að það sé umgangur í rýminu.

Re: Mættur

Posted: 28. Feb 2012 17:56
by halldor
Velkominn

Rétt hjá Hrafnkeli, en ef þetta eru hitabreytingar í skamman tíma þá ætti það ekki að hafa of mikil áhrif á hitann á vökvanum.

Re: Mættur

Posted: 28. Feb 2012 19:04
by sigurdur
halldor wrote:Rétt hjá Hrafnkeli, en ef þetta eru hitabreytingar í skamman tíma þá ætti það ekki að hafa of mikil áhrif á hitann á vökvanum.
Hvar kom hann inn í þennan þráð?

Re: Mættur

Posted: 28. Feb 2012 20:07
by hrafnkell
Ég er allsstaðar!

Þú ættir að vera í góðum gír með bruggun í skúrnum - Ef hitabreytingarnar eru miklar gæti verið nóg að hafa gerjunina inn í einhversskonar skáp.

Re: Mættur

Posted: 28. Feb 2012 21:38
by halldor
sigurdur wrote:
halldor wrote:Rétt hjá Hrafnkeli, en ef þetta eru hitabreytingar í skamman tíma þá ætti það ekki að hafa of mikil áhrif á hitann á vökvanum.
Hvar kom hann inn í þennan þráð?
Hver er þessi Sigurður? Síðast þegar ég vissi hét hann Erlingur (í Fréttatímanum)
hehe sorrí ég var að sjálfsögðu að vitna í þig Sigurður minn :)

Re: Mættur

Posted: 28. Feb 2012 22:57
by sigurdur
Hehe, ekkert mál Halldór .. og jú, ég heiti í dag Erlingur og ber það nafn með prýði!