Page 1 of 1
Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 12:08
by Feðgar
Jæja nú standa yfir enn meiri breytingar á græjunum okkar.
Kallinn er að smíða PID og solid state, stjórnborð og tengikassa, flottur á því að vanda.
En ég er að velta því fyrir mér hvað maður á að gera næst. Er að spá í árstíðinni, er of snemmt að leggja í sumarbrugg.
Maður er eiginlega alveg dottinn úr gírnum, hugmyndasnauður með öllu.
Spurning um að taka lager, eigum wYeast Danish lager bréf sem þarf að fara að nota og frystikistu sem fer að verða klár.
Einhverjar hugmyndir?
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 12:28
by sigurdur
American India Pale Lager?
Cascadian Dark Lager?
Steam Beer?
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 12:51
by hrafnkell
Líklega í fyrra lagi fyrir sumarbjóra, margir hverjir léttir og drekkast frekar fljótt eftir bruggun. Það væri þó alveg pæling að taka léttan saison til dæmis.
Ég er sjálfur búinn að brugga 3 bjóra úr
Brewing Classic Styles upp á síðkastið (með smávægilegum breytingum). Það er nokkuð þægilegt þegar manni langar að brugga eitthvað nýtt, til dæmis nýjan stíl. En manni langar kannski að vera nokkuð viss um að uppskriftin sé góð. Mæli sterklega með þessari bók ef manni vantar innblástur

Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 13:16
by gunnarolis
Þið feðgar eruð hrifnir af bjórum sem eru ekki langt útfyrir boxið, eruð komnir með græjurnar ykkar nokkuð á hreint og eruð komnir með góða tækni.
Ég held að þið ættuð að fara að reyna ykkur við mjög hreina þýska bjóra. Þið eruð nánast þýskir í hugarfari og ég hefði virkilega gaman af því að smakka Dusseldorf Alt frá ykkur.
Hér er uppskrift.
Mæli einnig með að þið takið fleiri uppskriftir frá braukaisernum sjálfum. Sjá
Hér
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 13:44
by Feðgar
Ég er svo oft búinn að kíkja á Kaiser Alt bjórinn.
Það væri mjög sniðugt að gera hann þar sem við eigum fullt af Munich I
Við eigum reyndar ekki wy1007 en það yrði eflaust lítið mál að redda því.
Svo er spurning með Spalter, við eigum Saaz og Hersbrucker sem ættu að geta komið í staðinn ef ég man rétt.
En... við eigum líka bunka af humlum. Spurning hvort maður eigi að gera eina litla IPA lögun?
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 14:21
by bergrisi
Fékkstu engar hugmyndir í Tælandi? Annars velkominn heim.
Sama hvað þið bruggið, komið bara með það á einn af mánudagsfundunum.
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 17:08
by gunnarolis
Saaz og Hallertauer virka örugglega fínt sem substitute fyrir Spalt humlana. Verður ekki nákvæmlega eins, en það skiptir engu í þessu tilfelli.
Hefði reyndar lúmskt gaman af því að sjá þig sannfæra gamla um að taka einn IPA.
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 18:39
by helgibelgi
Ég var einmitt að pæla í að gera Keiser alt. Er með smá spurningar varðandi hann:
1. Wyeast 1007, hvar get ég fengið það? virkar us-05 í staðinn? (sá það á internetunum)
2. Saaz í staðinn fyrir Spalter?
3. Skrefið þar sem Wyeast 1056 er leyft að gerjast smá í virtinum sem tekinn var frá: er þetta nauðsynlegt? Get ég sleppt því að bæta við nýju geri ef ég sleppi gelatín aðferðinni? þeas notað virtinn bara beint eins og ég myndi nota sykurlausn venjulega..
4. Er þessi bjór ekki geðveikt góður?
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 21:08
by Benni
ég á 1-2 krukkur af wy1007 slurry í ísskápnum ef þið viljið, er reyndar búið að vera þar í smá tíma þannig að það myndi borga sig að gera starter
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 11. Feb 2012 21:38
by Feðgar
gunnarolis wrote:Saaz og Hallertauer virka örugglega fínt sem substitute fyrir Spalt humlana. Verður ekki nákvæmlega eins, en það skiptir engu í þessu tilfelli.
Hefði reyndar lúmskt gaman af því að sjá þig sannfæra gamla um að taka einn IPA.
En er einhver séns að fá Spalter hérna heima?
Sko það vill svo skemmtilega til að ef honum langar í einn bjór og mig annan þá gerum við bara báða

Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 12. Feb 2012 13:34
by gunnarolis
Benni reddar ykkur gerinu og þá eruð þið í góðum málum, us-05 gengur alveg sem ger í þetta, en 1007 eða wlp036 eða wlp029 væri mest authentic.
Það sem hann er að gera með því að taka frá virt og frysta er að fylgja reinheitsgebot, þeas að bæta engum hvítum sykri við. Þetta er bara nördapervertisminn í honum og þú getur alveg bætt sykri eins og venjulega.
Saaz og flestir hallertauer humlar ganga fínt sem skipti fyrir spaltinn.
Jú, þessi bjór er sennilega geggjaður.
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 12. Feb 2012 16:11
by Feðgar
Takk fyrir það Benni, við mundum þiggja það, við eigum líka einhvað af krukkum, gætum skipt
Þar sem við eftirgerjum ekki þá notum við aldrei sykur, force carb hérna megin
Ég held að það verði einn lítill IPA eða RyePA og svo Altbier. sándar eins og plan.
Maður verður að fara að koma sér í gírinn aftur, ekki búinn að leggja í í marga mánuðu
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 16. Feb 2012 23:47
by Benni
það má alveg skoða eitthvað svoleiðis en það er svosem ekkert must, þurfum bara að fynna einhvern tíma þegar þið eruð á ferðinni í bænum
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 17. Feb 2012 20:30
by Feðgar
Jæja þá er WY1007 kominn í hús. Kærar þakkir Benni.

Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 24. Feb 2012 23:39
by Feðgar
Og svo núna er komnar tvær fullar fötur af Altbier

Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 25. Feb 2012 00:19
by gunnarolis
Vantar tilfinnanlega like takka á þessa síðu.
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 25. Feb 2012 13:05
by Feðgar
Like á það hehe
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 4. Apr 2012 19:45
by helgibelgi
Eruð þið búnir að smakka Altbjórinn, Feðgar?
Minn er kominn viku á flöskur og ég smakkaði hann í gær og hann var bara mjög ljúfur og góður. Hef lítið smakkað af bjór sem er eingöngu Munich/caraMunich malt en er að fíla þennan.
Notuðuð þið Carafa 2 í ykkar? Ég sleppti því hjá mér...
Re: Hvað á maður að brugga næst?
Posted: 4. Apr 2012 21:37
by Feðgar
Heyrðu nei þessi situr bara enn í secondary við sirka 1°c Eflaust löngu orðinn tilbúinn í kolsýringu en við höfum bara ekki gefið okkur tíma til að sinna honum neitt.
Uppskriftin breyttist mikið frá Kaiser Alt. Ég er bara ekki með hana í þessari tölvu til að pósta henni, annars hefði ég látið hana fylgja með.
Það var í henni hveiti, caramunich einhvað, aroma 120 og einhvað carafa, I eða III man það ekki alveg.
Ég reyndi svolítið að nota það sem við áttum til.
Stefnan er samt að smakka hann á morgun og jafnvel setja á keg ef við verðum duglegir.