Enskur bitter úr extrakti
Posted: 11. Feb 2012 01:36
Smá "premature" afgangabrugg. Langaði að gera lítinn bjór þar sem minn síðasti var í stærra lagi. Átti afgang af Carapils síðan guð-má-vita-hvenær, og eftir miklar vangaveltur yfir framtíðarplönum bæði í Excel og Brewtarget, og þrjár viktanir á kornlagernum til að vera viss, sá ég fram á að geta mætt því með sama magni af súkkulaðimalti, og 40 grömmum af Fuggles og Celeia. Sennilega ekki alveg trúr stílnum, en þó innan marka í öllum tölum og ég hef góða reynslu af því að brugga úr "afgöngum", svo ég ákvað bara að láta slag standa.
Uppskriftin segir 25l, en ég endaði í um 27, og samt aðeins yfir í OG, 1,035.
Ég veit að miðarnir eru skemmtilegasti þátturinn í "Hvað er verið að brugga"-þráðum frá mér, en ég hef bara ekki fengið andann yfir mig þegar kemur að nafni eða miðahönnun (er opinn fyrir uppástungum), svo ég verð að hryggja ykkur með því að slíkt bíður betri tíma...
Code: Select all
Nafnlaus bitter - Standard/Ordinary Bitter
================================================================================
Batch Size: 25.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.034
FG: 1.009
ABV: 3.4%
Bitterness: 27.2 IBUs (Rager)
Color: 9 SRM (Morey)
Fermentables
================================================================================
Name Type Amount Mashed Late Yield Color
Light Dry Extract Dry Extract 1.000 kg No No 97% 8 L
Cara-Pils/Dextrine Grain 55.000 g No No 72% 2 L
Chocolate Malt (UK) Grain 55.000 g No No 73% 450 L
Light Dry Extract Dry Extract 1.000 kg No Yes 97% 8 L
Amber Dry Extract Dry Extract 250.000 g No Yes 95% 13 L
Total grain: 2.360 kg
Hops
================================================================================
Name Alpha Amount Use Time Form IBU
Styrian Goldings 4.6% 40.000 g Boil 1.000 hr Pellet 22.7
Fuggles 4.7% 20.000 g Boil 10.000 min Pellet 2.5
Fuggles 4.7% 20.000 g Boil 1.000 min Pellet 2.0
Misc
================================================================================
Name Type Use Amount Time
Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min
Yeast
================================================================================
Name Type Form Amount Stage
Safale S-04 Ale Dry 11.000 g Primary
Ég veit að miðarnir eru skemmtilegasti þátturinn í "Hvað er verið að brugga"-þráðum frá mér, en ég hef bara ekki fengið andann yfir mig þegar kemur að nafni eða miðahönnun (er opinn fyrir uppástungum), svo ég verð að hryggja ykkur með því að slíkt bíður betri tíma...