Page 1 of 1

Nýir

Posted: 10. Feb 2012 17:27
by Weihenstephaner
Sælt veri fólkið

Erum hér nokkrir félagar byrjaðir að brugga saman, alveg stórskemmtilegt áhugamál. Þetta byrjaði sem einhver grín uppástunga í nóvember eftir að hafa séð hann Craig á craigtube:) en svo fórum við að lesa þessa síðu og þá var fljótt ákveðið að byrja. Hefðum örugglega byrjað í dósabruggi úr ámunni ef þessi síða hefði ekki verið fyrir hendi þar sem all grain virkaði eitthvað svo flókið.

Erum núna búnir að leggja í tvo (bee cave og hvíta sloppinn af brew.is), bee cave-inn heppnaðist mjög vel og kláraðist alltof fljótt og erum við núna að bíða meðan hveitibjórinn gerjast. Verðum að hrósa Hrafnkeli fyrir sína síðu, alveg frábært fyrir byrjendur að fá byrjenda pakkann hjá honum og öll hráefnin í hverja uppskrift, gerir þetta mun einfaldara hobbí til að komast inn í.

Við ætlum að reyna taka virkan þátt í spjalli hér, mjög flott framlag.

bjórkveðjur
Kalli, Dagur, Birkir og Siggi

Re: Nýir

Posted: 10. Feb 2012 17:57
by halldor
Innilega velkomnir strákar. Hér munið þið vonandi finna allt sem þið leitið af í tengslum við bjórgerðarkunnáttu.
Verið endilega duglegir við að fylgjast með spjallinu og látið sjá ykkur sem fyrst á mánudagsfundi fljótt (fyrsta mánudag í mánuði).

Re: Nýir

Posted: 10. Feb 2012 21:03
by helgibelgi
Velkomnir í hópinn! :skal:

Re: Nýir

Posted: 11. Feb 2012 00:32
by bergrisi
Velkomnir. Þetta er frábært sport sem ég líki við golf. Auðvelt að byrja og hægt að bæta sig endalaust.

Re: Nýir

Posted: 11. Feb 2012 09:40
by sigurdur
Velkomnir.
Endilega leyfið okkur að fylgjast með hvernig hvíti sloppurinn heppnast! :-)