Page 1 of 1

Simcoe IPA

Posted: 5. Jul 2009 12:02
by Eyvindur
Ég gerði smá IPA tilraun í gærkvöldi, með misjöfnum árangri...

Ég ákvað með stuttum fyrirvara að gera svolítið svakalegan IPA með gommu af Simcoe og engum öðrum humlum. Fínt, þar sem ég átti pund af Simcoe í frystinum. Uppskriftin var eitthvað á þessa leið:

4 kg American 2-row grunnmalt
1.5 kg Munich malt úr Ölvisholti
250 gr Crystal 40°L
200 gr Crystal 60°L
200 gr hveiti (bara venjulegt, hvítt bökunarhveiti)

20 gr Simcoe í meskikerið
10 gr Simcoe First Wort
Svo setti ég 5 gr af Simcoe á fimm mínútna fresti alla suðuna og endaði á 30 gr þegar ég slökkti á hitanum. Allt í allt 120 gr.

Ég notaði smá gips í meskinguna, og setti Irish moss út í þegar 15 mínútur voru eftir.

Þetta leit allt saman vel út framan af, og ég náði sirka réttu pre-boil gravity (ég miða oftast frekar við það en vökvamagn). Hins vegar komst ég að því eftir suðuna að nýtnin var ekki upp á marga fiska. Ég endaði aðeins undir réttu OG (1.065 í stað 1.070), en hins vegar með rúmlega 2 lítrum of lítinn vökva (átti að vera 20 lítrar, endaði í tæplega 18). Ég veit ekki hvað klikkaði... Ég hef aldrei notað Munich malt áður, en hélt að svona mikið af venjulegu grunnmalti ætti að sjá til þess að nýtnin félli ekki of mikið við Munich viðbótina... Það kann að vera vitleysa. Annars hallast ég helst að möluninni, þar sem ég var að nota aðra myllu en ég er vanur að nota. Það er eiginlega það eina sem mér dettur í hug til að skýra þetta. Eða þá að vatnið hafi orðið of súrt, en ég er vanur að bæta gipsi við þegar ég geri vel humlaða bjóra til að sýra vatnið. En þessi bjór var hins vegar töluvert dekkri en ég átti von á, þannig að kannski hefur sýrustigið á vatninu í meskingunni verið að stríða mér... Annars eru þetta bara vangaveltur til að reyna að skýra þetta undarlega fall á nýtni, en ég er vanalega yfir 80% - var núna undir 70%. Hvað sem því líður verður þetta eflaust mjög ljúffengur bjór. Allavega smakkaðist flotvogarsýnið undursamlega.

Ég er ekki með neinar tölur á hreinu núna. Þær eru heima, ég er í vinnu. Setti uppskriftina inn eftir minni.

Re: Simcoe IPA

Posted: 5. Jul 2009 13:56
by arnilong
Gríðarlega leitt að heyra með nýtnina, sérstaklega vegna þess að þú varst að nota BarleyCrusherinn minn, það er líklegt að mölunin hafi spilað inn í þetta hjá þér. Nýtnin hjá mér fer aldrei yfir 80%. Samt hef ég alltaf verið á milli 75-80, þannig að það hefur kannski eitthvað annað spilað inní. Varstu með sömu stillingu og þegar þú fékkst kvörnina frá mér?

Re: Simcoe IPA

Posted: 5. Jul 2009 15:16
by Eyvindur
Já, og þurfti að mala tvisvar... Grunar að það þurfi eitthvað að stilla hana.

Ég held að þetta hafi samt ekki verið það eina. Ég held að ég hafi kannski misreiknað mig og sett of mikið skolvatn út í í seinni skoluninni, sem hefði þá lækkað nýtnina eitthvað. Það er kannski betri kenning en mölunin, en þetta gæti líka hafa spilað saman.