Page 1 of 1

Flottir fýrar í Fréttatímanum.

Posted: 29. Jan 2012 20:10
by bergrisi
Var að fletta Fréttatímanum og sá þá okkar fremstu fræðinga smakka þorrabjórinn.

Sammála þeim um að Surtur er í sérflokki.
Persónulega var ég hrifinn af Þorrakalda en Þorra Gull fannst mér voða óspennandi. Er ekki búinn að smakka Viking né Gæðing Þorra.

Nú er enginn hefð fyrir því hvernig Þorra bjór á að vera en einhvern veginn finnst mér að þorrabjór eigi að vera Stout eða alla vega mjög dökkur bjór. Lagerlegur bjór finnst mér ekki vera Þorra bjór.

En það eru nú bara mínar pælingar. Hvað finnst ykkur.

Re: Flottir fýrar í Fréttatímanum.

Posted: 30. Jan 2012 09:39
by anton
Ég myndi segja að það sé ekki endilega bara dökkur mikið maltaður bjór.
Þetta gæti einmitt líka verið svolítið vel humlað öl. Þannig að miði maður við að borða þetta með súrum mat og slíkt, að humlarnir nái að rífa sig í gegnum það. Nú og náttúrulega svolítið í sterkari kanntinum, rífa svolítið í.

Ég held að ég sé að horfa á IPA eða álíka sem mitt val með þorramat. En humlarnir sem eru fyrir valinu (sem angan amk) eiga að vera svolítið krassandi - svona aðeins meira í ætt við þorran en blóm. Nú veit ég ekki hvað.

Svo mætti kannski segja að þorrabjórinn ætti að vera eins og maturinn, svolítið súr, eða mjög súr. En ég held að það yrði ekki vinsæll bjór fyrir markað ;)

Re: Flottir fýrar í Fréttatímanum.

Posted: 30. Jan 2012 11:19
by sigurdur
anton wrote:Svo mætti kannski segja að þorrabjórinn ætti að vera eins og maturinn, svolítið súr, eða mjög súr. En ég held að það yrði ekki vinsæll bjór fyrir markað ;)
Mitt mat er það að þorrabjórinn ætti að vera mögulega örlítið sætur og maltríkur með kraftmiklu humlabragði, til að mæta matnum (Yin-Yang). American Amber Ale tel ég að yrði frábær bjór fyrir þorrann. :)