Page 1 of 1

Scottish heavy 70/-

Posted: 24. Jan 2012 20:22
by viddi
Lagði í skoskan 22. jan. Grunnur uppskriftar sóttur í Brewing Classic Styles. Innihald:

Pale Malt 3,2 kg.
Caramunich I 140 gr.
Roasted barley 130 gr.

Meskjað við 68° í klst.
PBG 1.036
25 L
Soðið í klst með 21 gr. EK Goldings. Tók um 1 1/2 L og sauð niður í ca. 400 ml til að fá svolítinn karamellukeim.
OG 1.039
20 L
Hefði viljað kröftugri suðu og ögn hærri OG (Beersmith tilgreinir 1.041 og 19 L).

Kælt og hrist og 1 smackpack af WY1728 skellt samanvið og sett í 18°

Ekkert farið að gerast í dag 24. jan svo ég mældi og komið í 1.031 svo eitthvað er að gerast. Sýnist á netinu að þetta ger sé vanalega fljótt í gang og skili þykkum krausenhring. Hækkaði hitann í 21° og krosslegg fingur.

Re: Scottish heavy 70/-

Posted: 27. Jan 2012 08:35
by viddi
Þessi var búinn að rúlla sér í rólegheitum niður í 1.015 í gærkveldi (26. jan) svo ég anda léttar. Öll umfjöllun um gerið á netinu bendir til þess að það gerji með látum en það er alls ekki raunin hjá mér. Sýnið lofar mjög góðu.

Re: Scottish heavy 70/-

Posted: 27. Jan 2012 08:46
by kristfin
hvað gerjar þetta ger mikið. ef þú byrjaðir í 1039 hvar reiknaru með því að enda.

er soldið spenntur fyrir að brugga svona bjór. en þeir eru svo margir bjórarnir sem eftir er að brugga :)

Re: Scottish heavy 70/-

Posted: 27. Jan 2012 17:13
by viddi
Gerið er skráð 69-73% svo ég vona að ég nái honum í 1.010-1.011. Ætla að leyfa fötunni að vera í friði í hálfan mánuð og vona það besta.

Re: Scottish heavy 70/-

Posted: 28. Feb 2012 23:07
by viddi
Kom að því að ég fékk sýkingu í bjór. Búin að vera lykt af þessum sem hefur truflað mig, minnti á lím en bragðið tók af vafa. Edikkeimur svo þessi er sjálfsagt ónýtur. Hafði ekkert betra að gera í kvöld svo ég fleygði honum á flöskur. FG 1.015. Reyni að gleyma honum í drjúgan tíma og tek svo séns á að prófa.