Page 1 of 1

Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 20. Jan 2012 11:47
by gunnarolis
Sælir félagar og til hamingju með daginn.

Surtur 12% Imperial Stout Borgar brugghúss er mættur í ríkið.
Upplagið er takmarkað, náið ykkur í flöskur áður en það er um seinan.
2022 er boðið í Vertical tasting af surti heima hjá mér.

Image

:skal:

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 20. Jan 2012 12:03
by anton
Tvöföld gleði og bragð :)

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 20. Jan 2012 13:43
by hrafnkell
Ég keypti mér nú bara hálfan kassa.. Helvítis amatörstælar í mér.

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 20. Jan 2012 14:51
by andrimar
12 litlir negrastrákar komnir í hús!

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 20. Jan 2012 18:11
by bjarkith
Frétti að það hefði verið notað iðnaðarsalt í bjórinn svo ég mæli með að þið sleppið því að kaupa hann!!!




Ég lofa að kaupa hann ekki allan á meðan þeir leysa úr þessu salt máli!!!

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 20. Jan 2012 23:11
by Oli
Fékk kassa af Surti hingað vestur. Er að klára fyrsta smakk núna, rennur ljúflega niður miðað við 12%. Vel sætt eftirbragð, gáfu Stulli og co upp o.g. - f.g á honum í fágunarferðinni til þeirra?

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 21. Jan 2012 00:00
by hrafnkell
OG 30 plato (1120ish), fg er ég ekki viss á, líklega 1030 eða svo.

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 21. Jan 2012 01:24
by atax1c
Tryggði mér 6 bjóra, fékk mér einn áðan. Lýst vel á :beer:

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 21. Jan 2012 07:35
by Stulli
Örlítill fróðleikur um Surt ef menn hafa áhuga :beer:

http://stullibruggar.blog.is/blog/stull ... y/1218338/

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 9. Feb 2012 13:13
by oliagust
Nú er Surtur uppseldur og ég náði ekki að versla hann. Er ekki von á annarri átöppun?

Ég er miður mín að hafa ekki náð í eintak! :)

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 9. Feb 2012 14:49
by bjarkith
Sama hér, var í vinnunni og sendi konuna, hún fann ekki eina einustu flösku og var tilkynnt að hann væri uppseldur, þetta var bara daginn eftir að hann kom út.

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 9. Feb 2012 15:34
by hrafnkell
Hann seldist upp í næstum öllum vínbúðum daginn sem hann kom út. Kannski til eitthvað í vestmannaeyjum og fríhöfninni.

Næsta lögn verður sett í sölu næsta janúar :)

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 9. Feb 2012 19:20
by Feðgar
Þá held ég að það sé ráð hjá þeim að gera mun stærri laganir, sérbjórar eru greinilega að fara vel í landann

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 9. Feb 2012 20:44
by hrafnkell
Þeir fengu ekki leyfi fyrir því hjá peningaköllunum held ég, enda erfitt að sjá fyrir umfjöllunina sem bjórinn fékk. Ef bjórinn klárast ekki á þorranum þá þarf að farga honum. Það er ástæðan fyrir að árstíðarbjórar eru venjulega í takmörkuðu magni, það þorir enginn að gera of mikið, og erfitt að áætla hvað fer mikið af bjórnum.

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 9. Feb 2012 21:17
by atax1c
Afhverju þarf að farga honum ?

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 9. Feb 2012 21:50
by Maggi
Ég segi það sama, afhverju þarf að farga honum. Ég hef heyrt þetta með jólabjórinn en satt best að segja held ég að þetta sé bara vitleysa/misskilningur.

Ég get ekki séð afhverju ekki má selja árstíðarbjóra utan árstíða.

Getur einhver staðfest þetta?

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 10. Feb 2012 00:08
by Classic
Er þetta ekki að stranda á R-inu í ÁTVR? ;)

Image

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 10. Feb 2012 11:03
by hrafnkell
Surtur er þorrabjór, og þetta eru reglurnar með alla árstíðarbjóra.

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 10. Feb 2012 14:17
by gunnarolis
Ég held reyndar að við gætum verið komin í sértilfelli hérna.

Ástæðan fyrir að jólabjórnum var fargað (það hefur verið gert, það er staðfest) er sú að hann var stimplaður stimplaður í 6 eða 9 mánuði.
Leyfileg sala á jólabjór er frá 20. Nóvember sirka til 6. janúar. Þetta þýðir að ef að jólabjór kláraðist ekki (eða klárast ekki) fyrir 6. janúar þá er honum skilað til framleiðanda/innflytjanda. Það þýðir fyrir t.d Egils, að næst þegar að jólabjórsala hefst þá er bjórinn útrunninn. Það þýðir að það er ekki hægt að selja bjórinn lengur í ÁTVR og næstum ár í að hann mundi komast inn í vínbúðirnar aftur.

Hvað Surt varðar þá er hann dagstimplaður til 10 ára og gæti því sennilega farið aftur inn í ríkið á næsta þorratímabili, gefið að einhver afgangur væri af honum milli ára, ég sé amk ekkert því til fyrirstöðu.

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 10. Feb 2012 14:20
by gunnarolis
Til að svara magga þá sé ég heldur ekki af hverju mætti ekki selja Mötorhead rauðvín í vínbúðunum, Cider með mynd af Pin-up stelpu á og bjór sem heitir Heilagur Papi. Ég sé heldur ekki af hverju fólk frá ÁTVR ætti að fara í vínsmakkanir til útlanda þegar að það er ekki bragð af víni sem ræður því hvort það er selt í ríkinu eða ekki.

Til að summa þetta upp þá eru vegir ÁTVR órannsakannlegir.

Re: Surtur - Mættur í ríkið

Posted: 10. Feb 2012 17:55
by halldor
Ég fékk einn Surt í dag í Vínbúðinni Austurstræti. Þannig að það er enn von fyrir ykkur sem náðuð ekki eintaki.