Page 1 of 1

Pliny klón

Posted: 17. Jan 2012 14:22
by hrafnkell
Er að hitja meskivatn fyrir þennan

Code: Select all

Recipe: Pliny the Elder (BCS 189)
Brewer: Hrafnkell
Asst Brewer: 
Style: Imperial IPA
TYPE: All Grain
Taste: (30,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 48,00 l
Post Boil Volume: 37,77 l
Batch Size (fermenter): 30,00 l   
Bottling Volume: 27,20 l
Estimated OG: 1,081 SG
Estimated Color: 12,0 EBC
Estimated IBU: 217,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 87,5 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
9,00 kg               Pale Malt (6 Row) US (3,9 EBC)           Grain         1        81,6 %        
0,36 kg               Caramel/Crystal Malt - 40L (78,8 EBC)    Grain         2        3,3 %         
0,36 kg               Wheat Malt, Ger (3,9 EBC)                Grain         3        3,3 %         
0,30 kg               Cara-Pils/Dextrine (3,9 EBC)             Grain         4        2,7 %         
1,00 kg               Corn Sugar (Dextrose) (0,0 EBC)          Sugar         5        9,1 %         
86,3 g                Chinook [13,00 %] - Boil 90,0 min        Hop           6        75,4 IBUs     
86,3 g                Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Boil 90, Hop           7        81,2 IBUs     
42,4 g                Simcoe [13,00 %] - Boil 45,0 min         Hop           8        31,8 IBUs     
42,4 g                Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Boil 30, Hop           9        28,6 IBUs     
1,00 Items            Whirlfloc Tablet (Boil 10,0 mins)        Fining        10       -             
101,1 g               Centennial [10,00 %] - Boil 0,0 min      Hop           11       0,0 IBUs      
44,2 g                Simcoe [13,00 %] - Boil 0,0 min          Hop           12       0,0 IBUs      
3,2 pkg               Safale American  (DCL/Fermentis #US-05)  Yeast         13       -             
145,3 g               Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Dry Hop  Hop           14       0,0 IBUs      
78,9 g                Centennial [10,00 %] - Dry Hop 0,0 Days  Hop           15       0,0 IBUs      
78,9 g                Simcoe [13,00 %] - Dry Hop 0,0 Days      Hop           16       0,0 IBUs     
Mesking with 64.5 gráður. Reyna að láta hann klára í 1010-1013.

Re: Pliny klón

Posted: 17. Jan 2012 14:49
by sigurdur
Þetta verður áhugaverður bjór hjá þér held ég.. :)

Re: Pliny klón

Posted: 17. Jan 2012 19:51
by hrafnkell
Og 1082 og mjog tasty maelisyni :)

Re: Pliny klón

Posted: 18. Jan 2012 08:37
by kristfin
sauðstu sykurinn með eða ætlaður að bæta honum við síðar?

Re: Pliny klón

Posted: 18. Jan 2012 08:44
by hrafnkell
Ég sauð hann í nokkrar mín. Hvarflaði að mér að bæta honum við síðar en ákvað svo að drífa hann bara í.

Re: Pliny klón

Posted: 1. Feb 2012 10:27
by hrafnkell
Ég mældi bjórinn fyrir nokkrum dögum og hann var kominn í 1009-1010 skv refracto. Þykir það ansi lágt, ætti að vera spennandi að smakka þennan. Spurning hvort ég hendi honum ekki á kút fljótlega og dryhoppi í kútnum. Þá er jafnvel möguleiki að ég geti komið með smakk á mánudagsfund.

Re: Pliny klón

Posted: 1. Feb 2012 10:50
by bergrisi
217 IBU er það ekki rosalega hátt? Þarf maður ekki hnífapör á svona bjór?

Virkilega spennandi, verst að ég kemst ekki á fundinn.

Re: Pliny klón

Posted: 1. Feb 2012 23:23
by hrafnkell
Þessi fór á kút áðan, með 200gr af humlum í þurrhumlun. Virkilega bragðgott mælisýni, og verður líklega ekki verra þegar þurrhumlunin dettur inn. FG var 1013, sem gerir uþb 9,7%. Stærsti bjór sem ég hef gert og ég get ekki beðið eftir að smakka hann kaldan, kolsýrðan og þurrhumlaðan! :)

Re: Pliny klón

Posted: 2. Feb 2012 07:17
by atax1c
Úff hljómar mjög girnilega :beer:

Re: Pliny klón

Posted: 2. Feb 2012 16:53
by atax1c
hrafnkell wrote:Ég mældi bjórinn fyrir nokkrum dögum og hann var kominn í 1009-1010 skv refracto. Þykir það ansi lágt, ætti að vera spennandi að smakka þennan. Spurning hvort ég hendi honum ekki á kút fljótlega og dryhoppi í kútnum. Þá er jafnvel möguleiki að ég geti komið með smakk á mánudagsfund.

Seturðu humlana beint í kútinn eða notarðu einhvern poka eða eitthvað fyrir þá ?

Re: Pliny klón

Posted: 2. Feb 2012 16:55
by hrafnkell
Notaði poka. Vonandi opnast hann ekki :D

Re: Pliny klón

Posted: 14. Feb 2012 11:23
by hrafnkell
Þessi er orðinn verulega hressandi. Ég setti hann á kút fyrir tæpum 3 vikum og er búinn að vera að laumast í hann undanfarna viku. Hann er reyndar alveg óþolandi gruggugur (hop haze, líklega). En mjög bragðgóður og stórhættulegur, maður finnur fljótt fyrir honum :).

Þrátt fyrir mikið magn humla þá þykir mér hann bara vel balancaður, og alls ekki of bitur eða eitthvað þannig.

Re: Pliny klón

Posted: 14. Feb 2012 17:44
by sigurdur
Sniðugt .. kemur þú með bolabr*ndinn í smakk næsta fund? :)

Re: Pliny klón

Posted: 14. Feb 2012 17:56
by hrafnkell
sigurdur wrote:Sniðugt .. kemur þú með bolabr*ndinn í smakk næsta fund? :)

Ætli ég neyðist ekki til þess? :)