Page 1 of 1

Gaman að vera mættur í stuðið.

Posted: 30. Jun 2009 19:04
by Zorglubb
Sælir,

Ég er aðeins búinn að vera að leika mér í því að brugga léttvín. Þetta lítur út fyrir að vera virkilega skemmtilegur félagsskapur, þannig að ég hlakka bara til að taka þátt í umræðunum.

kveðjur,
Z.

Re: Gaman að vera mættur í stuðið.

Posted: 1. Jul 2009 20:06
by nIceguy
Velkominn!

Re: Gaman að vera mættur í stuðið.

Posted: 3. Jul 2009 04:28
by Andri
Velkominn! Þetta er góður hópur og mikið af fróðleik hérna.

Ég var að ljúka við það að láta Riesling vínið mitt og afa í secondary :p djöfull er það að verða tært og fínt

Re: Gaman að vera mættur í stuðið.

Posted: 8. Jul 2009 01:48
by sigurjon
ifil bbúlgroZ!

Megi allir þínir bjórar verða bragðgóðir og gosmiklir.

Re: Gaman að vera mættur í stuðið.

Posted: 17. Aug 2009 01:17
by halldor
Andri wrote:Velkominn! Þetta er góður hópur og mikið af fróðleik hérna.

Ég var að ljúka við það að láta Riesling vínið mitt og afa í secondary :p djöfull er það að verða tært og fínt
Af hverju settirðu afa þinn í secondary?

Re: Gaman að vera mættur í stuðið.

Posted: 17. Aug 2009 01:41
by Andri
hahahahaha!!!

Re: Gaman að vera mættur í stuðið.

Posted: 17. Aug 2009 09:55
by Eyvindur
Þarf kallinn að þroskast eitthvað?

Re: Gaman að vera mættur í stuðið.

Posted: 17. Aug 2009 18:21
by Andri
Hann er full þroskaður fyrir minn smekk, smá vottur af brenndri eik