Page 1 of 1
kæla eða ekki kæla
Posted: 20. Dec 2011 10:13
by Hekk
hver er munurinn á því að kæla virtinn hratt eftir suðu eða að láta hann standa yfir nótt til að kólna.
Hefur einhver upplifað það að kæling yfir nótt hafi áhrif á bragð? Útlit er mér nokk sama um svona fyrst um sinn.
Einnig langaði mig til að spyrja hvort þið sjáið eitthvað á móti því að ferðast með kólnandi virt í gerjunarfötu í bíl á milli bæjarhluta (suðugræjan er annarsstaðar)?
Re: kæla eða ekki kæla
Posted: 20. Dec 2011 11:09
by Oli
Hekk wrote:hver er munurinn á því að kæla virtinn hratt eftir suðu eða að láta hann standa yfir nótt til að kólna.
Hefur einhver upplifað það að kæling yfir nótt hafi áhrif á bragð? Útlit er mér nokk sama um svona fyrst um sinn.
Einnig langaði mig til að spyrja hvort þið sjáið eitthvað á móti því að ferðast með kólnandi virt í gerjunarfötu í bíl á milli bæjarhluta (suðugræjan er annarsstaðar)?
Tekið af home brewing wiki:
"
http://www.homebrewtalk.com/wiki/index. ... advantages:
Some research into the no-chill method will bring up some criticism of the method. Arguments against include
- Beer haziness
- Problems with long term beer stability
- Loss of hop aroma
- Increased bitterness
- Leeching plastic
- DMS production
- And, in the extreme, the risk of botulism (a deadly anaerobic bacteria)"
Svo er mikið rætt um svokallað "hot side aeration" ef virtinn er yfir ákveðnu hitastigi þegar hann hristist til td. í bílferð yfir bæinn.
En um að gera að prófa þetta bara, ef bjórinn verður góður er þetta ekki vandamál.
Re: kæla eða ekki kæla
Posted: 20. Dec 2011 12:53
by Eyvindur
Ég hef prófað þetta einu sinni og varð ekki var við nein slæm áhrif, nema mögulega hvað varðar humlana, en ég hef ekki samanburð.
Hot side aeration er stórlega ofmetin hætta. Rannsóknir (veit ekki hversu vísindalegar, en allavega tilraunir) hafa sýnt að kröftug gerjun hreinsar slíkt upp, og það þarf gríðarlega mikið að gerast til að það valdi óbragði. Hins vegar myndi ég ekki keyra með heitan virt, því ef lokið losnar eða eitthvað geturðu stórslasað þig.
Re: kæla eða ekki kæla
Posted: 20. Dec 2011 12:54
by Idle
Hef tvisvar reynt þessa aðferð, þ. e. að sleppa kælingunni að suðu lokinni. Í fyrra skiptið þurfti ég að rjúka í skyndi úr bænum, og skildi bara við virtinn í pottinum á eldavélinni. Í seinna skiptið hellti ég varlega úr pottinum strax eftir suðu í gerjunarfötu, og henti út á svalir til að kólna yfir nótt. Í hvorugt skiptið virtist það ekki koma að nokkurri sök.
Ég mæli þó frekar með að kæla, þó ekki nema fyrir þær sakir sem Óli taldi upp hér að ofan. Myndi þá frekar leyfa þessu að kólna á staðnum og sækja svo fötuna degi síðar.
Re: kæla eða ekki kæla
Posted: 20. Dec 2011 13:46
by Hekk
Kærar þakkir fyrir svörin.
Re: kæla eða ekki kæla
Posted: 20. Dec 2011 15:55
by sigurdur
Það má bæta við HSA hlutann, að ákveðið brugghús í BNA (Anheuser-Busch) stýrir kerfinu sínu þannig að það komi HSA í virtinn þeirra.
Ég man ekki af hverju, en ég man að Charlie Bamforth (vísindamaður) greindi frá þessu í einhverjum BrewStrong þætti.
Re: kæla eða ekki kæla
Posted: 21. Dec 2011 13:08
by tolvunord
Á ekki kæligræjur og hef verið í BIAB í rúmt ár... þónokkrar lagnir sem hafa bara staðið í suðutunnunni í tæpan sólarhring og svo hellt í gerjunarfötuna - aldrei neitt komið upp á (7-9-13)

Re: kæla eða ekki kæla
Posted: 21. Dec 2011 15:13
by hrafnkell
Ég hef oft sleppt því að kæla, og mælt með því við marga byrjendur sem tíma/vilja/geta ekki komið sér upp kæligræjum. Það á að vera í lagi ef maður gætir að hreinlætinu og sættir sig við skekkjur í humlaútreikningum.
Re: kæla eða ekki kæla
Posted: 21. Dec 2011 22:26
by ulfar
Minnir að ég hafi einhverntíman lesið frásögn af því þegar bjór var fluttur í hestvögnum frá brugghúsum í gerjunarhella. Bjórinn kom þá nokkuð súrefnisríkur á gerjunarstað eftir hristinginn á leiðinni. Spurning um að taka þetta alla leið og redda sér hestvagni og klárum.
Re: kæla eða ekki kæla
Posted: 21. Dec 2011 23:53
by bergrisi
Ég ætla að skoða að setja kút fyrir virtinn á mótorhjólið og taka góða rúnt um Reykjanesið næst þegar ég þarf að kæla.