Gagnlegar vefsíður

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Gagnlegar vefsíður

Post by Eyvindur »

Legg til að þið setjið hér inn gagnlegar vefsíður þegar þið dettið inn á þær. Maður er alltaf að uppgötva nýjar og góðar síður öðru hverju, og um að gera að deila þeim með hópnum. Hér þurfum við að hafa afmarkaðar reglur.

Reglur um tengla:
1. Hér á ekki að ræða neitt. Setjið bara inn slóðina og smá lýsingu á síðunni. Ef einhver vill ræða þessar síður eitthvað frekar skulum við gera það í öðrum þræði, en láta þennan standa sem gott tenglasafn og ekkert annað.
2. Setjið inn slóðina sjálfa, og tengil utan um slóðina (þá með því að velja slóðina eftir að þið skrifið hana inn og smella á URL takkann fyrir ofan skilaboðagluggann). Látið slóðina standa í skilaboðunum, þannig að hægt sé að sjá hana áður en smellt er á tengilinn, afrita og hvaðeina, en gætið þess líka að hafa tengil. Oft er maður að vafra í tækjum þar sem ekki er hægt að afrita og líma (ég vafra til að mynda oft í iPod touch, og þar verður að vera tengill til að smella á). Að sama skapi er gott að geta afritað slóðina.
3. Setjið inn stutta lýsingu á síðunni. Annars veit maður ekki um hvað málið snýst.
4. Farið yfir það sem þegar er komið inn, svo þetta fyllist ekki af mörgum vísunum á sömu síðuna. Þetta á að vera gagnlegur vettvangur fyrir fólk í upplýsingaleit.

http://www.basicwinemaking.com/ - Skemmtilegt myndbanda-hlaðvarp (podcast) með sömu mönnum og standa á bak við bjórgerðarhlaðvarpið Basic Brewing. Fínasta skemmtanagildi, og maður getur lært hitt og þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: Gagnlegar vefsíður

Post by ElliV »

Þetta er góð síða fyrir þá sem eru í víngerð
Mikið magn af uppl. og uppskriftum

http://winemaking.jackkeller.net/" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gagnlegar vefsíður

Post by Oli »

Ágætis síða með leiðbeiningum um Sake bruggun.
http://www.taylor-madeak.org/index.php" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply