Page 1 of 1

rafha suðupottar

Posted: 4. Dec 2011 11:04
by Hekk
Sælir,

hefur einhver ykkar prufað að nota svona http://malmo.blog.is/album/hannyrdastuss/image/988937/" onclick="window.open(this.href);return false; gamaldags Rafha suðugræju við bruggun.

Var að pæla í BIAB en helsta vandamálið sem ég sé við það er að stjórna hitastiginu. Þegar ég slekk undir er botninn/elementin ennþá vel heit og spurning hvort þau halda ekki áfram að hita vatnið í nokkra stund á eftir. Þvi gæti reynst erfitt að hitta á rétt hitastig.

Spurning um að gera nokkrar tilraunir með mælt vatnsmagn og prufa að slökkva undir áður en ætluðum hita er náð t.d.

Hefur einhver reynslu af slíkum pælingum?

Re: rafha suðupottar

Posted: 4. Dec 2011 12:14
by Eyvindur
Ég er með svona pott, og hef einmitt brennt mig á því að það er mjög erfitt að hitta á hárrétt hitastig. Ég er að prófa mig áfram með að stilla hitastýringuna á lægra hitastig en ég þarf og læðast svo upp. Það er ekki komin næg reynsla á þetta til að ég hafi náð að finna út úr því. Potturinn er hins vegar gargandi snilld. Fyrir BIAB væri örugglega hægt að ná hitanum og slökkva, því hann heldur hita mjög vel.

Re: rafha suðupottar

Posted: 4. Dec 2011 15:06
by hrafnkell
PID kúrvur gera ráð fyrir svona "heldur áfram að hita eftir að slökkt er"-áhrifum, flestar PID stýringar eru með auto tune valmöguleika sem ætti að núlla þetta út, og slökkva áður en hitinn er kominn í það sem er verið að hita í.

Ég á nokkrar auber 2362 stýringar sem eru með þessu ef þig vantar ;)

Re: rafha suðupottar

Posted: 12. Dec 2011 00:57
by Squinchy
Á ekki að setja þær inn á brew.is ?

Re: rafha suðupottar

Posted: 12. Dec 2011 08:14
by Eyvindur
Nú er ég búinn að prófa þetta nokkrum sinnum, og hef komist að þeirri niðurstöðu að Rafha potturinn dugar ekki fyrir fínstillt hitastig. Elementin eru ekki bara lengi að kólna, heldur líka lengi að hitna, þannig að ég hef ekki getað fengið sveifluna niður fyrir 1,5 gráðu (0,5 upp, 1 niður). PID virkar kannski til að stoppa uppsveifluna, en niðursveiflan er öllu verri.

Re: rafha suðupottar

Posted: 12. Dec 2011 09:18
by Hekk
hvað byrjaðiru með heitt vatn í pottinum?

Það hefur kanski ekkert að segja með tíman sem elementin taka við að hitna.

Re: rafha suðupottar

Posted: 12. Dec 2011 09:29
by kalli
Það á að vera hægt að ná þessu miklu betur með Manual Tuning. Ef meiri upplýsingar vantar þá er góð lýsing hér: http://www.automationdirect.com/static/ ... er/ch8.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo er eðal bruggari sem fjallar um PID stýringar hér: http://www.vandelogt.nl/htm/regelen_pid_uk.htm" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars lenti ég í svipuðu máli með mína fötu og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri of vel einangruð. Þ.e. að þegar PID stýringin slekkur á elementinu, þá tekur óratíma fyrir hitastigið að lækka. Og eins að yfirskotið verði stærra af því að það er ekkert hitatap.

En allavega, ég myndi reyna Manual Tuning eftir að hafa kynnt mér teoríuna.

Re: rafha suðupottar

Posted: 12. Dec 2011 09:34
by kalli
Emile segir á einum stað:
One of the striking things in this graph are the sine-waves / ripples in the HLT temperature (yellow line). It is an indication that the PID controller has not been set properly! The second graph (below) shows another response, but then from a properly set PID controller. The HLT temperature is, in this case, the fat blue line.
The ripples in the previous graph are almost completely gone. The temperature is controlled to within 0.05 °Celsius. You can barely see 5 little peaks in the graph (at the right end of the graph). These are the moments that sparging water from the HLT is transferred to the MLT. But the PID controller reacts very well to this disturbance.

Svo hann náði sveiflunni niður í 0,05°.
Gröfin sem hann vísar í eru hér: http://www.vandelogt.nl/htm/hoe_werkt_het_uk.htm#par7" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: rafha suðupottar

Posted: 12. Dec 2011 10:35
by Eyvindur
Ég gæti eins reynt að lesa texta á grísku. ;)

Sveiflan er stærri í fyrsta skiptið, því þá er elementið búið að vera í gangi svo lengi að það er lengur að kólna. Þegar þetta er búið að jafna sig verður sveiflan minni. En eins og ég segi, ég ætla ekki að reyna að stilla þetta af. Bæti frekar við RIMS röri og nota það fyrir meskhitann og Rafha pottinn fyrir skolvatn og suðu.

Re: rafha suðupottar

Posted: 12. Dec 2011 12:02
by gunnarolis
Ég skil ekki alveg hvað er verið að fara með þessu.
PID Stýring er einmitt hugsuð í þeim tilgangi að ná að stýra hita þar sem yfirskot og sveiflur væru annars vandamál. Ef PID stýringin er ekki að virka rétt, þá er hún væntanlega bara illa stillt.
Ég trúi ekki fyrr en ég tek á því að manual hitastilling þar sem sveiflur eru hægar sé betri en rétt stillt PID stýring.

Re: rafha suðupottar

Posted: 12. Dec 2011 12:12
by kalli
gunnarolis wrote:Ég skil ekki alveg hvað er verið að fara með þessu.
PID Stýring er einmitt hugsuð í þeim tilgangi að ná að stýra hita þar sem yfirskot og sveiflur væru annars vandamál. Ef PID stýringin er ekki að virka rétt, þá er hún væntanlega bara illa stillt.
Það er einmitt það sem ég benti á og stendur hér: One of the striking things in this graph are the sine-waves / ripples in the HLT temperature (yellow line). It is an indication that the PID controller has not been set properly! The second graph (below) shows another response, but then from a properly set PID controller. The HLT temperature is, in this case, the fat blue line.
The ripples in the previous graph are almost completely gone. The temperature is controlled to within 0.05 °Celsius. You can barely see 5 little peaks in the graph (at the right end of the graph). These are the moments that sparging water from the HLT is transferred to the MLT. But the PID controller reacts very well to this disturbance.
gunnarolis wrote:Ég trúi ekki fyrr en ég tek á því að manual hitastilling þar sem sveiflur eru hægar sé betri en rétt stillt PID stýring.
Það var enginn að tala um manual hitastillingu. PID stýringar er hægt að stilla af með Auto Tuning eða Manual Tuning. Með Manual Tuning getur fengist betri árangur en þá þarf maður að setja sig virkilega vel inn í þessar breytur sem PID stýringin vinnur á.

Re: rafha suðupottar

Posted: 12. Dec 2011 15:04
by gunnarolis
Það er þar sem hundurinn liggur grafinn í þessu. Ég tók manual tuning á parametrum sem handvirka stjórnun á elementunum.

Auto tuning ætti sennilega að koma þér langt, en manual fínstilling gefur eins og þú segir örugglega betri raun. Þetta gæti samt orðið smá lestur til að læra á parametrana og trial and error.