Page 1 of 2

lager gerjun og fl.

Posted: 1. Dec 2011 20:49
by freyr_man69
sælir ég er að gerja lager núna og var að spá með þetta get ég tekið gerja lager í 3 vikur svo látið hann á flöskur með sykur til að kolsýra hann get ég kolsyrt hann fyrst svo lagerað í flöskum ?
eða get ég látið hann a flöskur með sykur lagerað hann og svo þegar það er búið kolsyrt hann með að hækka hitastigið?

svo auka sem er búinn að spá :)

get ég kolsyrt bjór á kút og látið hann svo á flöskur og haldið kolsyruni svo það verði ekkert ger i botninum eða endist það kanski bara i styttri tima eða?

og svo vitiði hvar er hægt að redda svona kolsýru kút hringdi í aga i dag og þeir sögðu að það væri bara leigt út kúta 14þus fyrir árð eða fyrir dag ?

væri vel þegið að fá svar kv. freyr

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 1. Dec 2011 22:37
by Feðgar
Við kolsýrum allt af kút.

Kúturinn kostar einhvað í kringum 7 þús. kall hjá ölgerðinni og kók ef mig minnir rétt, sirka helmingurinn af því er skilagjaldið og helmingurinn er áfyllingin.

Þrýstijafnarinn kostar 9 þús. hjá vökvatengi í keflavík en er allt upp í 13 þús sumstaðar.

Startkostnaðurinn er kannski einhver en hver áfylling dugar í margar laganir.

Við notum kolsýruna líka til að reka súrefnið úr flöskunum áður en við töppun á, og þegar við færum á milli íláta o.fl. o.fl. Svo það er flr. fengið með því að eiga svo kút.

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 1. Dec 2011 23:04
by bjarkith
Er hægt að kaupa corny kúta hjá ölgerðinni?

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 1. Dec 2011 23:07
by Feðgar
ekki svo ég viti en það er nóg af þeim í umferð

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 1. Dec 2011 23:15
by bjarkith
"Kúturinn kostar einhvað í kringum 7 þús. kall hjá ölgerðinni og kók ef mig minnir rétt, sirka helmingurinn af því er skilagjaldið og helmingurinn er áfyllingin." átti við þessa setningu, eruð þið þá að kaupa þá af börum fyrir skilagjaldið eða eitthvað álíka?

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 1. Dec 2011 23:33
by Feðgar
Nei, hjá kók.

En það getur verið að þú þurfir að hafa einhvern rekstur til að fá kút, aðrir verða að svara því.

Við áttum kút úr fyrra kerfi.

Það má vera að það muni því, ég hafði ekki hugsað út í það.

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 1. Dec 2011 23:39
by Eyvindur
Ölgerðin fargaði öllum sínum kútum fyrir nokkrum árum. Ég hef reynt og gengið erfiðlega að fá kúta í gegnum Vífilfell. Reyndar er nokkuð síðan, vel má vera að það gangi betur í dag.

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 00:24
by bjarkith
Svekkelsi, ég er með ball lock kerfi (pepsí ölgerðin) svo það hefði verið fínt að getað reddað sér kútum í ódýrari kanntinum í gegnum þá.

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 09:56
by hrafnkell
Ég hef reynt reglulega að hafa samband við kók, þeir vilja ekki selja kúta...

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 10:18
by sigurdur
freyr_man69 wrote:sælir ég er að gerja lager núna og var að spá með þetta get ég tekið gerja lager í 3 vikur svo látið hann á flöskur með sykur til að kolsýra hann get ég kolsyrt hann fyrst svo lagerað í flöskum ?
eða get ég látið hann a flöskur með sykur lagerað hann og svo þegar það er búið kolsyrt hann með að hækka hitastigið?

svo auka sem er búinn að spá :)

get ég kolsyrt bjór á kút og látið hann svo á flöskur og haldið kolsyruni svo það verði ekkert ger i botninum eða endist það kanski bara i styttri tima eða?

og svo vitiði hvar er hægt að redda svona kolsýru kút hringdi í aga i dag og þeir sögðu að það væri bara leigt út kúta 14þus fyrir árð eða fyrir dag ?

væri vel þegið að fá svar kv. freyr
Ég sé ekki að neinn hafi svarað nokkru öðru en kútaspurningum (og svo farið þaðan langt út úr þræðinum ..)

Þú átt að geta gerjað lager, sett hann á flöskur, kolsýrt hann og lagerað hann eftir það. Skv. því sem ég hef heyrt frá spekingum þá er betra að láta bjórinn aldrast / lagerast saman, en það ætti að virka álíka vel á flöskum.

Til að redda þér kolsýrukút, þá getur þú annað hvort keypt hann að utan (gegn um e-bay eða álíka), keypt þér kolsýruslökkvitæki og látið breyta því eða athugað hvort Hrafnkell eigi svoleiðis til.

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 10:50
by Eyvindur
Já, svo ég leggi mitt á vogarskálarnar með fleira...

Ég keypti mitt kolsýruhylki hjá Slökkvitækjaþjónustunni. Kostaði 12.000 ef ég man rétt - en það var fyrir einu og hálfu ári síðan eða svo.

Fræðilega séð ættirðu að geta lagerað í flöskunum. Helstu ókostirnir eru, eins og Sigurður bendir á, að menn telja betra að þroska allan skammtinn saman (ég hugsa að það sé fljótlegra), og svo tekur skammturinn augljóslega meira pláss í kælinum eða hvar sem þú ætlar að lagera hann þegar hann er í flöskum en á kút eða fötu. Ég set líka spurningamerki við að leyfa bjórnum að hitna til að kolsýra hann áður en hann er lageraður, en það þarf svosem ekkert að vera neitt atriði - ég hreinlega þekki það ekki nógu vel.

Í öllu falli myndi ég frekar mæla með því að lagera bara áður en bjórinn er kolsýrður. Hvernig sem á það er litið þarftu að bíða jafn lengi með að drekka hann. Ef þú setur á kút ertu auðvitað með góða aðstöðu til að lagera á honum, þannig að það er annað, en ég myndi ekki tappa á flöskur fyrr en eftir lageringu sjálfur.

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 10:58
by freyr_man69
takk fyrir svörin. ja er búinn að senda post og ölgerðin selja ekki og vifilfell selja ekki svona littli eða sögðu ekki eiga held það sé bara best að pannta a netinu profa kanski í þarna Slökkvitækjaþjónustunni þyfti að breyta þá ?
og þessi regulator i keflavík er hann ekki bara svona venjulegur regulator eins og maður sér hjá bruggara kann ekkert svaka á þetta '

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 11:01
by freyr_man69
já svo meðan ég man hvernig læt ég breyta þvi fer ég einhvert eða pannta einhvern hlut á netinu ?

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 11:14
by hrafnkell
Slökkvitækjaþjónustan ætti að geta selt þér tilbúinn kút, með réttum tengjum. Sömu kútar og jeppakallar nota. Taktu regulatorinn með þér til að fá örugglega réttan skrúfgang. Getur líka athugað með regulator hjá gastec.

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 11:40
by Eyvindur
Passaðu bara að kanna öll verð vandlega áður en þú ferð af stað í nokkuð. Ég fékk ódýra kúta og fékk þrýstijafnara lánaðan, en samt varð kostnaðurinn mun meiri en ég gerði ráð fyrir. Ég mæli með því að hafa vaðið fyrir neðan sig og hringja á alla staði, kanna öll netverð og mögulegan aukakostnað vandlega, og vera viss um að þú gerir þér grein fyrir heildarkostnaðinum. Það er ekkert gaman að vera kominn með helminginn af því sem þú þarft og búinn að setja þig á hausinn. Þetta er það sem ég ráðlegg öllum sem eru í kútapælingum.

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 12:13
by freyr_man69
uff verð á þessi doti kútur 2kg 20þús í Slökkvitækjaþjónustunni og þrystijafnari í gastec 16þus og í keflavík 13þus og eithva :)

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 12:30
by sigurdur
Þú færð þokkalega ódýran þrýstijafnara hérna:
http://www.ebay.com/itm/Co2-Aquarium-Re ... 680wt_1163" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Þú færð aðeins ódýrari kút hér (5lb ~ 2kg+), en trúlega með NPT gengjum.
http://www.ebay.com/itm/New-5lb-Aluminu ... 603wt_1163" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 12:55
by freyr_man69
já fann flottann kút með þrystijafnara á 90 dollara svo eithvað 63 þollarar sendingar kostnað en vitiði hvað mundi taka af í toll a svona hlut ?

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 13:09
by sigurdur
Skv. tollaskrá þá er 0% tollur á svona álkútum.
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/TA ... T=76130000" onclick="window.open(this.href);return false;

Það er 25.5% VSK

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 13:12
by sigurdur
Skv þeim kút sem ég fann, þá kostar hann 62,5 USD með 60,6 USD sendingarkostnaði.
M.v. að USD sé á 120 kr og 25,5% VSK þá kostar kúturinn hingað kominn tæp 19 þúsund (fyrir utan afgreiðslugjöld).

Ég myndi annað hvort kaupa mér kút hérlendis, eða finna kolsýru slökkvitæki heima hjá þér til að láta breyta.

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 2. Dec 2011 13:15
by sigurdur
Nú .. þú getur líka athugað hvaða sendingargjald yrði á þessum kútum til íslands
http://www.ebay.com/itm/10lb-CO2-Fire-E ... 500wt_1180" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 3. Dec 2011 20:34
by freyr_man69
sonna búinn að kaupa mer kut og regulator :
http://www.ebay.com/itm/5-LB-CO2-Cylind ... f3046#shId" onclick="window.open(this.href);return false;

bara mjög fínn held ég :)
en vitiði hvar maður fyllir á þessa kúta er það ekki bara í slökkviliðstækjaþjónustu bý í keflavík fínt ef einhver veit um eithvað hér

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 3. Dec 2011 22:13
by Feðgar
Jú slökkvitækjaþjónustan virkar fínt

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 31. Dec 2011 11:02
by freyr_man69
sælir var að spá ég er kominn með kútinn og það helv flott :) en var að spá er búinn að leita á netinu og inna fágun er ekkert búinn að finna neitt almennilegt hvernig ég á að kolsýra hann finn bara hvernig force carb og eithva er var að spá ef ég er með bjórinn við 5 gráður tengji kútinn hvernig á ég að gera var búinn að lesa umm að láta co2 inn og svo láta leka út eithva 3 - 4 sinnum en ætlaði að spyrja hvað ætti ég að tengja hann við mikinn þrysting? og hafa tengdan lengi viku eða eithva og Þegar það er búið get ég geymt bjórinn inni skáp eftir það svo látið aftur sma loft til að fa bjórinn út eða þarf ég að hafa hann tengdann?
semsagt bara útskýringu hvernig á að kolsýra kút og hversu legi tekur það þangað til hann er flottur með svona 2.4 til 2.6 í gos.
kv.freyr

Re: lager gerjun og fl.

Posted: 31. Dec 2011 13:12
by Feðgar
Hitastig og þrýstingur ráða því hve mikla kolsýru bjórinn tekur.

Þessi tafla sýnir hvaða þrýsting þú notar miðað við hitastigið sem þú geymir bjórinn við.
http://www.kegerators.com/carbonation-table.php" onclick="window.open(this.href);return false;

Hérna getur þú breytt f° í c° http://www.onlineconversion.com/temperature.htm" onclick="window.open(this.href);return false;

Þú tengir bjórkútinn við kolsýruflöskuna og lætur hann vera tengdann í 3-4 vikur

Eftir það verður bjórinn kolsýrður svo lengi sem kúturinn heldur þrýsting þó svo að hann sé ekki tengdur.

Til að ná bjórnum úr kútnum án þess að fá bara froðu þá þarftur að lækka þrýstinginn og/eða kæla hann mjög vel. Gættu þess bara að auka þrýstinginn aftur þegar þú ert búinn að fá þér svo að bjórinn missi ekki kolsýringu.