Page 1 of 1
Óskalistinn
Posted: 28. Nov 2011 16:48
by Eyvindur
Bara svona til gamans langaði mig að heyra hvað þið setjið á jólagjafaóskalistann ykkar - þá gerjunartengt, augljóslega.
Ég held að efst á bruggóskalistanum mínum væri maltmilla.
Hvað með ykkur?
Re: Óskalistinn
Posted: 28. Nov 2011 17:34
by kalli
Tja, ég veit ég fæ þessa
http://www.amazon.com/gp/product/019536 ... _os_prodct" onclick="window.open(this.href);return false;

Kannski fylgir eitthvað fleira skemmtilegt
Re: Óskalistinn
Posted: 28. Nov 2011 17:57
by bjarkith
Ég væri til í millu eða nýtt almennilegt elemennt í suðupottinn, en stórlega efa að ég fái annaðhvort, ætli ég gefi mér ekki bara sjálfum element í síðbúna jólagjöf einhvern tíman eftir jól.
Re: Óskalistinn
Posted: 28. Nov 2011 19:36
by Eyvindur
Já, þetta þarf ekki að vera alvöru óskalisti. Meira svona draumalisti. Allavega veit ég að ég fæ enga millu þetta árið.

Re: Óskalistinn
Posted: 28. Nov 2011 20:58
by sigurdur
kegerator með 10 kútum

Re: Óskalistinn
Posted: 28. Nov 2011 22:25
by Maggi
Re: Óskalistinn
Posted: 29. Nov 2011 10:09
by hrafnkell
Ég er búinn að vera svo helvíti duglegur að koma mér í fjárhagserfiðleika með að kaupa næstum allt sem mér dettur í hug í brugginu, að ég man ekki eftir neinu sérstöku sem mig "vantar" eða langar sérstaklega í
Ég var að fá póst frá amazon í seinstu viku með
yeast: a practical guide to fermentation og
brewing classic styles. Mæli með þeim bókum ef bruggurum vantar eitthvað á óskalistann

Ég er búinn að spæna yeast í mig, á aðeins nokkrar blaðsíður eftir. Viðurkenni þó að ég fór hratt yfir biology kaflann

Re: Óskalistinn
Posted: 29. Nov 2011 10:41
by Eyvindur
Ég er að stauta mig í gegnum Yeast - fór einmitt ekki hratt yfir Biology kaflann. En í þessa viku sem ég var að lesa hann sofnaði ég mjög vært og hratt öll kvöld.
Annars stórkostleg bók.
Re: Óskalistinn
Posted: 29. Nov 2011 20:41
by atax1c
Fyrst við erum að tala um drauma, þá væri ég mest til í Braumeister
