Page 1 of 1

Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 27. Nov 2011 16:13
by sigurdur
Í öðrum þræði var sýndur áhugi á nýrri félagslögn, ekki ósvipaðri og var haldin síðast.

Hér er umræðan um seinustu félagslögn.

Það hafa komið áhugaverðar hugmyndir um hvaða stefnu ætti að fara í með félagslögn, þ.m.t. Iron Brewer.

Mig langar að kanna áhugann hjá fólki á félagslögn með þessarri könnun.

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða athugasemdir um félagslögnina, þá endilega svarið þræðinum.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 27. Nov 2011 19:56
by bergrisi
Spennandi dæmi og um að gera að hafa góðan fyrirvara. Flott að stefna á smökkun í mars/apríl. Fínt að brugga í janúar. Nenni varla að brugga í des í allri þeirri brjálæði sem er í gangi þá.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 27. Nov 2011 19:58
by Eyvindur
Þarf ekki að ræða þetta á næsta fundi? Styttist í hann, BTW - hvar skyldi hann nú verða?

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 27. Nov 2011 20:12
by Feðgar
Við hefðum virkilegan áhuga á því að taka þátt.

En það sagt þá vildum við líka að innihald/hráefni og skilmálar yrðu vel ræddir og menn kæmu sér saman um það hvernig þetta yrði framkvæmt.

Persónulega þá höfum við ekki áhuga á einhverjum úber spes bjór, einhver sver belgískur eða álíka ekki að heilla okkur, en eins og ég sagði þá mæli ég bara með að menn verði sammála, og innihaldslýsing og aðrar afmarkanir séu þesslegar að þær móti svolítið stefnuna sem menn færu.

Það er ekkert gaman að því að hafa félagslögn ef hún er svo svo opin að menn komi með bjóra úr öllum áttum.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 30. Nov 2011 20:14
by Feðgar
Jæja 12 búnir að svara með félagslögn.

Þurfa þeir sem vita almennilega hvernig svona lagað er framkvæmt ekki bara að byrja að leggja línurnar?

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 30. Nov 2011 20:20
by bjarkith
Er þetta ekki bara frekar straight forward, kjósa einhverja uppskrift, og velja svo smakk dag?

Legg til að það verði einhver einföld uppskrift eins og einhver pale ale valinn svo sem flestir geti tekið þátt, lagerar og belgískir krefjast of sérstakra aðstæðna eða innihalds til að það sé á færi allra.

Væri gaman að gera ipa, þar sem að mig minnir að seinasta félagslögn hafi verið apa eða bara pale ale.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 30. Nov 2011 20:36
by Eyvindur
Hvað með að ákveða einhverjar tvær stærðir, til dæmis, en gefa afganginn frjálsan? Til dæmis þannig að við ákveðum ABV og IBU, eða ákveðum grain bill og ger en gefum humla lausa, eða eitthvað slíkt? Þannig getum við séð svigrúmið sem felst í þessu öllu saman.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 30. Nov 2011 20:57
by hrafnkell
Ég hefði gaman af því að setja einhverjar smá "reglur"...

Til dæmis, verður að nota amk þennan humal og þessa korntegund. Magn, tímasetningar og aðrar tegundir eru frjálsar. Þá ættu allir að geta gert bjór að sínu skapi, en maður fær hugmynd um hvað er hægt að gera mikið með sama hráefninu.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 30. Nov 2011 21:02
by bjarkith
Væri gaman að gera félagslögn þar sem við athugum hvað gerið leikur stóran þátt, gæti verið skemmtilegt verkefni.

Semsagt, erum með grain bill og humla bill en gefum gerið alveg frjálst.

Held það gæti verið skemmtilegt verkefni og menn geta leitað sér að exotískum gerum til að prófa (t.d. hægt að notfæra sér gerbankann)

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 30. Nov 2011 21:25
by sigurdur
Hvað með að halda base malti, humlum og geri eins, en leyfa val upp á ~1kg af malti (getur verið base malt eða speciality).

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 30. Nov 2011 22:49
by Eyvindur
Ég styð hugmynd Sigurðar - þá væri bara tiltekið magn af malti og humlum, en tímasetningar frjálsar. Þannig gæti fólk gert ótrúlega margt, en samt væri þetta nánast sama hráefnið.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 30. Nov 2011 22:54
by Eyvindur
Önnur hugmynd væri líka að gera SMaSH, þar sem OG væri ákveðið, en allt annað væri frjálst.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 1. Dec 2011 09:09
by kristfin
ég mundi festa hráefnið, nema mögulega ger, en hafa tímsetningar og meskingu frjálsa. það er miklu meira en nóg til að fá mismunandi bjóra, en á sama tíma hægt að bera saman.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 1. Dec 2011 09:23
by hrafnkell
kristfin wrote:ég mundi festa hráefnið, nema mögulega ger, en hafa tímsetningar og meskingu frjálsa. það er miklu meira en nóg til að fá mismunandi bjóra, en á sama tíma hægt að bera saman.
Sammála. Ef allt hráefni væri læst niður, en t.d. bara gerið gefið frjálst þá værum við að smakka voðalega mikið af mjög svipuðum bjórum. Fyndum líklega aðallega mun á brugggræjunum og ferlinu.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 1. Dec 2011 12:21
by Feðgar
Mér finnst að reglurnar þurfi að vera nokkuð stefnumarkandi. Þannig að við séum ekki að fá bjóra úr öllum áttum.
Við vitum að þó við mundum allir gera nákvæmlega sömu suppskrift þá yrði bjórinn aldrei eins, ekki það að ég sé að stinga upp á því að við mundum allir gera það sama, alls ekki.

Önnur hugmynd, hvað ef við mundum taka inn nýjan ger sérstaklega í verkefnið. Einhvað sem við höfum ekki notað áður. Mér dettur í hug wyeast 1450, ger sem er hægt að nota í nær allar bjórgerðir. En það getur auðvitað verið hvaða ger sem er. Hrafkell gæti án efa reddað 10-12 pökkum með hraðsendingu fyrir gott verð.
Þannig værum við allir að byrja með einhvað nýtt, bæði nýtt fyrir okkur og nýja vöru sem ekki er búin að breytast vegna endurnýtingar og gerþvottar og slíkt.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 1. Dec 2011 15:52
by kristfin
lykillinn er að þetta sé einfalt. um leið og það þarf að fara pannta eitthvað sérstakt er þetta orðið of flókið.

dæmi, allir búa til smash

OG: 1048-1054 (eða þar um bil, sem ætti að gefa okkur millisterkan bjór)
pale ale 100%
cascade humlar að vild, magn og tími frjáls (eða saas, eða ekg eða annað, allavega allir með sama)
öl ger eða lager ger að vild
mesking eftir behag.

Allir brugga í viku X
Allir setja bjórinn á 330ml brúnar flöskur, og þeir sem vilja náta dæma bjórana merkja með númeri sem eh sem ekki bruggar skaffar.
Í viku X+6 verður hittingur þar sem allir skaffa amk 2 flöskur á hvern þáttakanda.
í viku x+7 senda þáttakendur póst á þann sem skaffaði númerin með dóm um 5 bestu bjórana og röðun.
í viku x+8 verða úrslit kunngjörð.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 1. Dec 2011 16:14
by gunnarolis
Síðast þegar þetta var gert þá var sjúklega mikið af nánast eins bjórum. Ekki að það sé ekki ágætt, þetta var bara orðið frekar þreytt þegar maður smakkaði 12. bjórinn í röð, og mjög lítill varíans.

Þetta eru líka nánast sömu umræður og urðu á fundinum, menn komu sér illa saman um hvað ætti að festa og hvað ætti ekki að festa. Það þarf bara einhver, til dæmis sá sem stofnaði þráðinn, að ákveða reglurnar. Hinir ákveða síðan bara hvort þær reglur höfði til þeirra eða ekki. Ef mönnum finnast reglurnar ekki skemmtilegar þá bara taka þeir ekki þátt í þetta skiptið, því það verður ómögulegt að gera öllum til geðs.

En hóplögn er mjög skemmtileg hugmynd, ekki lesa neitt annað í þetta innlegg.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 1. Dec 2011 16:50
by Eyvindur
Það sem Gunnar sagði.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 1. Dec 2011 18:43
by Feðgar
Já auðvitað er það eina vitið.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 1. Dec 2011 20:13
by hrafnkell
eyvindurkarlsson wrote:Það sem Gunnar sagði.
Sammála.


Ég man eftir umræðunni seinast, að þetta var allt of mikið af eins bjórum. Það er bara spennandi í smástund, ekki 12 bjórar í röð.

Ég myndi vilja gefa þetta frjálst, en gera svipað og iron brewer þar sem 2 innihaldsefni eru föst.

Til dæmis:
Þú verður að nota amk 50gr af x humlum (mig vantar nauðsynlega að losna við slatta af chinook! :))
Þú verður að nota amk 300gr af x sérmalti (caraaroma, melanoidin, whatever) (til að maður setji ekki bara 10gr og segji að það sé í bjórnum :))


Ég væri til í að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu, kannski hafa einhverja kosningu kvöldið þar sem bjórarnir eru smakkaðir og brew.is gefur sekk af malti fyrir "besta" bjórinn. Ef þú kemur með bjór þá máttu kjósa :)

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 1. Dec 2011 21:24
by Eyvindur
Annars var annars konar Iron Brewer keppni þar sem loturnar innihéldu allar mjög furðuleg hráefni. Þannig gætum við til dæmis fengið einhvern til að velja af handahófi eitthvað furðuhráefni (piparkökur, hangikjöt, brjóstsykur, eitthvað þvíumlíkt) sem allir verða að nota. Það væri til dæmis mjög gaman að sjá hvað allir myndu gera við döðlur eða eitthvað tiltekið krydd. Vitaskuld þyrfti að tiltaka lágmarksmagn svo ekki væri hægt að koma sér undan. Eins væri hægt að draga um furðuhráefni, þannig að tveir væru með hvert, og svo væri einvígi í hverjum furðuflokki - sigurvegarinn úr hverjum færi svo í næstu lotu, þar sem ný furðuhráefni væru dregin (þannig var keppnin sem ég heyrði einhvern tíma um). Svo koll af kolli þar til einhver stæði uppi sem sigurvegari. Ef við viljum keppni. Ef ekki, þá væri bara gaman að sjá hvað fólk gerir með óvenjuleg hráefni.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 2. Dec 2011 16:22
by Feðgar
Sama hver leiðin verður farin í þessu þá er það okkar skoðun að það verði að vera hittingur þar sem bjórarnir eru smakkaðir. Annars sjáum við ekki félagshlutann í þessu.

Að senda bjóra til hinna þáttakandana og fá bjóra frá þeim þykir okkur ekki heillandi.

Það er til nóg af öðru sporti þar sem menn sitja hver í sínu horni.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 2. Dec 2011 20:41
by kristfin
ég er búinn að skipta um skoðun og er sammála gunnari.

hittingur er fínn, en það er erfitt að smakka 20 bjóra almennileg á nokkrum tímum. en sjálfsagt að blanda þessu saman.

þegar ég las bókina hans randy mosher fannst mér þetta frábær hugmynd með jolabjórana. það væri hægt að taka eitthvað tvist á svoleiðis hugmynd. alger óþarfi að hafa einhverja keppni, bara eitthvað til að stuðla að félagskapnum og reyna læra eitthvað nýtt.

ég er þessa dagana með það prinsipp að brugga nýjan stíl í amk annari hverri bruggun þangað til að ég er búinn með þá alla.

við gætum til dæmis skipt "brewing classic styles" á milli okkar og sett okkur það markmið að brugga alla bjórana í henni á 2 árum. viðhalda lista og tína hægt og rólega af honum.

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 14. Dec 2011 22:17
by Feðgar
Jæja erum við engu nær í þessu?

Veit að fæstir hafa tíma til að brugga núna í desember en það er alltaf tími til að setjast aðeins fyrir framan tölvuna og tjá sig smá um komandi grugganir.

Mig datt í hug að setja einhvað niður, þó ekki nema til að fá aðra til að koma með sínar uppástungur, við gætum þá kosið um þær ef til þess kæmi.

Þar sem ég er ekki alveg viss um það hvernig iron brewer gengur fyrir sig þá má vel vera að þetta sé ekki í þá áttinu, en hver segir að við "verðum" að fara þá leiðina.

Það sem mig datt í hug var þetta, veit ekkert hvort að þetta sé nógu þröngt eða hvort þetta sé einusinni einhvað sem við gætum farið eftir, bara tillaga.

Pale Ale grunnmalt
Minnst 50% Columbus Humlar (by weight)
Minnst 2% brennt malt (roasted Barley, carafa eða....)


En þá fór ég að hugsa um þá sem ekki brugga All-Grain :?:
Er hægt að setja þetta þannig upp að allir geti tekið þá, extract og all-grain?

Allavegana...

Feðgar

Re: Áhugi fyrir annarri félagslögn

Posted: 16. Dec 2011 14:23
by Eyvindur
Extract útgáfa af þessu er eins, nema bara pale extract í grunninn.