Page 1 of 1

Gunnar Ingi

Posted: 18. Nov 2011 09:55
by Gunnar Ingi
Daginn..

Gunnar heiti ég og er áhugamaður um bjór og bjórdrykkju. Hef ekki stigið bruggunarskrefið ennþá en áhuginn á því hefur verið að aukast mikið undanfarið. Það lá því beint við að skrá sig hér inn, byrja að lesa sig til og henda svo í fyrstu tilraun.. :)

Ég er hluti af hópi sem hefur mikinn áhuga á mismunandi tegundum af bjór og þá sérstaklega þessari íslensku brugghúsabólu sem hefur verið að stækka undanfarin ár. Við höldum úti FB síðu um þetta áhugamál þar sem fleiri hafa bæst í hópinn.. Sjá hér.
Við höldum árlega jólabjórssmökkun þar sem við gefum einkunn og metum hver sé besti íslenski bjórinn ásamt því að fylgjast vel með því sem er að gerast á íslenska bjórmarkaðnum.

Sjálfur er ég haldinn söfnunaráráttu og hef verið að sanka að mér flöskum af þessum íslensku bjórum og safnið telur einhverjar 100 flöskur núna og sífellt fleiri að bætast við. Sumar hverjar ófáanlegar í dag sem rennir frekari stoðum undir söfnunaráráttuna.. :) Svo kíkti ég á bjórsafnið í Carlsberg verksmiðjunni í Kaupmannahöfn nú í haust og það var gott að sjá að maður er ekki sá geðveikasti þarna úti.. :)

Takk fyrir..

Re: Gunnar Ingi

Posted: 18. Nov 2011 10:07
by sigurdur
Velkominn á spjallið Gunnar.

Hérna er fullt af fróðleik eins og þú hefur væntanlega rekið þig á, en ekki hika við að spyrja spurninga ef þú ert að leita að einhverju spes.

Re: Gunnar Ingi

Posted: 6. Jan 2012 18:50
by halldor
Sæll Gunnar

Vertu innilega velkominn hingað á spjallið. Ertu ekki með einhverjar myndir af þessu bjórflöskusafni? Eða ertu kannski að fara að rukka inn fljótlega hehe. Það er alltaf gaman að fá alvöru bjórnörda hingað á spjallið. Ég byrjaði ekki fyrir alvöru að uppgötva fjölbreytnina fyrr en ég fór að brugga sjálfur og maður fór að skoða hvaða bjórstíla vantaði í Vínbúðirnar.

Láttu endilega sjá þig á einhverjum mánudagsfundi eða skelltu þér með í heimsóknina okkar í Borg Brugghús: http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=1927" onclick="window.open(this.href);return false; :skal: