Page 1 of 1

Humlarækt 2011

Posted: 14. Nov 2011 22:06
by ulfar
Hverjir voru að rækta humla og hvernig gekk?

Sjálfur var ég með eina tveggja ára plöntu en hún náði rétt 1,5 m og var ekki mjög hress.

Re: Humlarækt 2011

Posted: 14. Nov 2011 22:48
by kalli
Ein náði ca. 3 metrum, svo voru þrjár sem voru miklu lægri.

Ég held þetta sé bara þannig að humlarnir skrimti hér og ekki meir.

Re: Humlarækt 2011

Posted: 15. Nov 2011 00:57
by kristfin
mínar 2 komust í svona 2 metra en þá var það líka búið.
eftir á að hyggja hefði ég átt að nota einhvern áburð, til að reyna auka jarðgæðin. geri það næst

Re: Humlarækt 2011

Posted: 15. Nov 2011 10:18
by bjarkith
Mín náði rúmum 2 metrum en skilaði engum, humlum, fór reyndar niður í sumar og fékk sjokk þannig að mér fannst þetta ágætis árangur.

Re: Humlarækt 2011

Posted: 16. Nov 2011 10:34
by tolvunord
Væri nú til í að prófa þetta, hvaðan eru menn að fá plönturnar?

Re: Humlarækt 2011

Posted: 16. Nov 2011 10:49
by Eyvindur
Ég keypti humal í Garðheimum vorið 2009. Það sumar náði hún um 4 metra hæð, en bar engan ávöxt. Svo tókst mér að kæfa hana óvart, þannig að hún hélt á vit feðra sinna.

Re: Humlarækt 2011

Posted: 16. Nov 2011 11:48
by hrafnkell
Ég henti minni í vor, hélt að hún væri dauð en hún var það líklega ekki. Bara sein í gang útaf köldum vormánuðum. Mig langar að fá mér humlaplöntu aftur.

Re: Humlarækt 2011

Posted: 16. Nov 2011 15:18
by viddi
5 plöntur - 3 sortir. Engin uppskera enda fyrsta ár. Spruttu þokkalega (kannski tæpa 3 metra mest) í góðri umsjá tengdó. Þarf meiri áburð á næsta ári og trúlega stærri potta. Er að bögglast með hvort ég eigi að taka þær inn í vetur eða ekki. Óhitað gróðurhús, bílskúr eða bara láta standa úti. Einhverjir sem geta ráðlagt?

Re: Humlarækt 2011

Posted: 16. Nov 2011 15:23
by Feðgar
Ég (sonur) hef það eftir systir minni að það þurfi að hýsa humla inni fyrsta veturinn.

Hún er með gróðurhús og einhvað af plöntum sem eru afleggjarar af humlum sem hafa vaxið hérna á íslandi (borgarfyrði) í meira en hálfa öld.

Það yrði gaman að fá einhvað af þeim ef þær komast á legg, þær voru hálf laslegar þegar ég skoðaði þær í sumar.

Re: Humlarækt 2011

Posted: 16. Nov 2011 17:58
by viddi
Fór í sveitina mína í Eyjafirði í sumar og kom þar auga á humla sem ég hafði ekki séð áður. Skilst á frænku minni á Akureyri að þar hafi humlar vaxið töluvert lengi og verið notaðir sem klifurjurt á húsum víða á svæðinu. Nokkuð af humlum á plöntunni en hún vissi ekki hvaða undirtegund þetta væri.