Page 1 of 1

Egils Malt

Posted: 8. Nov 2011 16:58
by Hekk
Það er tilraun að fara af stað.........

planið er að taka 10+ lítra af egils malti og einfaldlega bæta út í það geri og sjá hvað gerist.

Hefur einhver hérna prufað þetta?

Sjáið þið eitthvað sem mælir gegn þessu?

seinna meir er planið að pimpa tilraunina aðeins meira

kv
J

Re: Egils Malt

Posted: 8. Nov 2011 17:19
by Örvar
Man eftir eitthverjum þræði hér þar sem einhver hafði gert þetta og mig minnir að þetta hafi verið drekkandi. (prófaðu leitina)
Ef þú vilt ganga lengra með þetta þá gætirðu prófað að sjóða þetta með humlaviðbótum

Re: Egils Malt

Posted: 8. Nov 2011 18:53
by sigurdur
Sjá þennan þráð: http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=216" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Egils Malt

Posted: 9. Nov 2011 14:53
by oliagust
Ég hefði reyndar áhuga á því að reyna að finna uppskriftina að maltinu sjálfu og svo brugga það kannski með aðeins hærri %.

Ég veit að í Egils Maltinu er Pilsner og Karamel malt, viðbættur sykur, lakkrís og E-150 litarefni. Væntanlega engir humlar, ekki alveg 100% á því samt.

Veit einhver hversu áfengt Maltið er í raun, nær það 2,5% ?

Re: Egils Malt

Posted: 9. Nov 2011 15:10
by sigurdur
Í Egils Malt eru humlar. Ég myndi giska á að það séu Magnum humlar.

E-150 litarefni er "karamellulitur", en ég tel það bara til þess að gera maltið mjög dökkt á litinn.

Ég held að það sé ekki nein veruleg gerjun í maltinu, bara nóg til að ná upp kolsýru í flöskunum/dósunum. Svo eru gerlarnir drepnir með hita.

Maltið nær ekki 2.5%, ég myndi giska á tölu nálægt 0%.

Það getur mjög margt átt við um Karamel malt.

Ef ég man rétt þá er eðlisþyngd maltsins um 1.040.

Re: Egils Malt

Posted: 9. Nov 2011 15:43
by oliagust
Þetta er það sem heitir á útlenskunni "Malzbier" eða "Malta": http://en.wikipedia.org/wiki/Malta_(soft_drink" onclick="window.open(this.href);return false;)

Vandinn er auðvitað sá að þetta er sætur drykkur þannig að ekki hægt að láta hann kolsýrast á flöskum... Menn verða væntanlega að hafa keg.

Re: Egils Malt

Posted: 9. Nov 2011 17:03
by sigurdur
Það er víst hægt að kolsýra drykkinn á flöskum, eina sem þyrfti að gera er að drepa gerið þegar kolsýran er næg. Best er að gera það með hita (hita í ~70°C í a.m.k. 15 mínútur).

Mér skildist að Egils kolsýri á flöskum og renni þeim svo í gegn um gerilsneyðingarvél (massívur hitari).

Re: Egils Malt

Posted: 9. Nov 2011 17:38
by Eyvindur
Væri þá ekki botnfall?

Það má líka benda á að mjög líklega er malt gert með lagergeri - en þar sem gerjunin er svo lítil myndast lítill gerkarakter, þannig að það skiptir litlu máli.

Re: Egils Malt

Posted: 10. Nov 2011 20:53
by Gvarimoto
Er einmitt að prófa kit+kilo ásamt 1L af malti, verður spennandi að sjá hvað kemur úr þessu :)

Re: Egils Malt

Posted: 14. Nov 2011 15:56
by sigurjon
Sælir félagar.

Mælið þið með lagergeri í svona eða e-a annarri týpu? Ég prófaði (og á á flöskum) að sturta saman malti og appelsíni og setti í það 15 grömm af bökunargeri. Það gerjaði og er ekki slæmt, en mig grunar að annars konar ger sé betra til þess arna. :skal:

Re: Egils Malt

Posted: 21. Nov 2011 18:52
by Andri
Æj, þetta var nú ekkert sérstakt. Skemmtileg tilraun, en ekki eitthvað sem maður vill drekka.
Á ennþá eitthvað eftir af þessu í ískápnum. Prufa kannski að opna eina á eftir :)

Re: Egils Malt

Posted: 24. Nov 2011 14:38
by Andri
Freyddi mikið þrátt fyrir eðlilega sykurviðbót í kolsýringu. Hélt kolsýrunni ekki vel, varð flatur á mjög skömmum tíma.
Það var mjög mikið af fljótandi geri þótt flaskan hefði staðið óhreyfð inni í ískáp frá því að hann varð full kolsýrður.
"Bjórinn" hélt dökka litnum en varð bragðlaus og daufur.

Hellti þrem lítrum af þessu sulli í klósettið.

Fúlt að þetta skyldi ekki heppnast betur, ekki mikið varið í það gerjað eitt og sér en maltið er hugsanlega góð viðbót í kit-bjór.

Re: Egils Malt

Posted: 12. Dec 2011 02:27
by sigurjon
Akkúrat. Mig grunar það og ætla að prófa eitthvað því um líkt.

Re: Egils Malt

Posted: 13. Dec 2011 22:27
by Gvarimoto
er að fara að flaska á morgun svona kit&kilo + 1L malt - smakka þetta og læt ykkur vita

Re: Egils Malt

Posted: 15. Jan 2012 22:03
by Gvarimoto
Jæja það drógst aðeins á langinn að flaska þetta, var að því núna og er að sötra eitt glas af þessu (úr fötunni bara) og verð að segja að þetta er alveg magnað, hér er infoið úr bjórdagbókinni;

Sett í fötu: 10.11.11
Tegund: Geordie Lager
Viðbót: 1kg Dextros + 1L Malt í dós
OG: 1.040
SG: 1.020
FG: 1.006
Yeast pitch: @22°c (22-24° stable fermenting)
Fermenting: 66 dagar
Flöskutími: Sett á flöskur 15.01.12
Taste Test:

Sauð maltið aðeins til að losna við allt gos og svona.
Þetta er ódýrt beer kit og hefur alltaf verið lala, bara svona til að fá bjór. En þessi viðbót gefur alveg body og að finnst, ekkert öskrandi samt en ég finn alveg mun. Svo notaði ég Fermentis US-05 ger, getur verið að það hafi bætt hann aðeins.

Læt ykkur svo vita þegar hann er full kolsýrður og kaldur;)