Page 1 of 1

Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 6. Nov 2011 17:26
by halldor
Nóvemberfundur Fágunar verður að þessu sinni haldinn á KEX Hostel, Skúlagötu 26, mánudaginn 7. nóvember kl. 20.30.
Okkur er frjálst að taka með smakk úr eigin smiðju og eru menn sérstaklega hvattir til að taka með sér jólabjórana sína ef einhverjir eru klárir með svoleiðis.
Kiddi, framkvæmdarstjóri KEX, mun svo segja okkur stuttlega frá því sem er framundan í bjórmálum hjá þeim KEX-liðum.

Þetta er opinn fundur og menn því hvattir til að láta sjá sig hvort sem þeir eru fullgildir meðlimir eður ei :)

Kveðja,
Stjórnin :fagun:

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 6. Nov 2011 17:43
by hrafnkell
Ég stefni á að mæta.

(btw hefði ekki mátt vera aðeins meiri fyrirvari á þessu? :))

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 6. Nov 2011 19:06
by bergrisi
Nú er bölvað að búa í Keflavík.

Verð að finna útúr þessu.

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 6. Nov 2011 22:44
by gunnarolis
Fyrirvarinn hefði mátt vera aðeins meiri, það er rétt. En við reynum að hafa alltaf fund 1. mánudag hvers mánaðar og þú átt að vera löngu búinn að tryggja barnapíu út árið alla fyrstu mánudaga mánaðar :skal:

En svona að gamni slepptu þá var þetta líka vegna nýrrar staðsetningar. Það hefur gengið illa að komast inn á vínbarinn, og vertinn svarar ekki símtölum þannig að við þurftum að finna nýjan stað, það náðist ekki fyrr.

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 6. Nov 2011 22:45
by gunnarolis
Og já til að bæta við þetta, þá fáum við að mæta með smakk á KEX og vonandi er þetta "the start of a beautiful friendship" á milli fágunar og KEX.

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 6. Nov 2011 23:10
by sigurdur
Æðislegt .. en því miður held ég að ég komist ekki :(

Ég mæli með smalabökunni á KEX.

Skemmtið ykkur samt vel :)

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 6. Nov 2011 23:12
by Eyvindur
Ég ætla að reyna eins og andskotinn að komast...

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 7. Nov 2011 14:38
by halldor
hrafnkell wrote:Ég stefni á að mæta.

(btw hefði ekki mátt vera aðeins meiri fyrirvari á þessu? :))
Vissulega vissulega...
Mánudagsfundirnir eru ávallt á sínum stað (eða öllu heldur tíma), við höfum reynt að tilkynna um staðsetningu 4-5 dögum á undan, en því miður gekk það ekki í þetta skiptið.

Ég mæti galvaskur og vonast til að sjá sem flesta með smakk :)

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 7. Nov 2011 14:40
by halldor
bergrisi wrote:Nú er bölvað að búa í Keflavík.

Verð að finna útúr þessu.
Ég legg til að Keflavíkur crewið velji designated driver fyrir hvern mánudagsfund. Sá óheppni fær kannski smáréttaplatta á KEX í skaðabætur frá hinum :)

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 7. Nov 2011 15:48
by Feðgar
Hefðum við feðgarnir geta mætt þá hefðum við getað tekið tvo með okkur.

Verður bara næst, skemmtið ykkur vel :beer:

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 7. Nov 2011 16:26
by Eyvindur
Við nánari skoðun kemst ég ekki. Næst!

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 7. Nov 2011 17:25
by atax1c
Þetta hefði verið fyrsti fundurinn sem ég færi á en það er alltof brjálað veður úti fyrir mig :fagun:

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 7. Nov 2011 17:59
by viddi
Mæti með Tóta félaga minn (og kannski smá bjór)

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 7. Nov 2011 18:56
by Classic
Mæti jafnvel þótt prufurnar mínar séu enn hálfgrænar. Ætli maður verði ekki samt að beila um hálfellefu til að ná síðasta vagni, glætan að maður nenni að labba heim í Vesturbæinn í þessu veðri (en það hvarlar samt ekki einu sinni að manni að mæta á bílnum á svona samkomu). :skal:

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 7. Nov 2011 23:08
by Classic
Fámennt en góðmennt. Mjög sáttur við gælunafnið sem ég fékk, „Helvítis KR-ingurinn“. Vona að ég komist aftur í næsta mánuði, verða að vísu sömu bjórar hjá mér, en komnir á besta aldur :)

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 8. Nov 2011 10:03
by hrafnkell
Fínasti fundur, og ég vil nota tækifærið til að skora á alla sem hafa ekki mætt á fund að mæta næst. Frábær félagsskapur og frábærar veigar!

Re: Nóvemberfundur Fágunar - 7. nóvember á KEX

Posted: 8. Nov 2011 14:39
by sigurdur
Hvaða "bjórfréttir" eru af KEX annars? (það var á dagskrá)