Page 1 of 1

Einstök

Posted: 4. Nov 2011 23:44
by bergrisi
Jæja hvernig finnst ykkur nýji Einstök bjórinn?

Ég er búinn að smakka pale ale bjórinn frá þeim og fannst hann fínn. Drakk einn lítið kældann og annan beint úr ísskápnum og var sá kaldi ekki eins góður.

Sé á síðunni þeirra að það er von á 3 nýjum og ég bíð spenntur eftir að smakka þá.

http://www.einstokbeer.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Einstök

Posted: 20. Nov 2011 10:03
by AndriTK
finnst pale ale frá þeim ekki slæmur en samt pínu boring. Doublebock hinsveg kom mér á óvart, ljómandi góður bjór.

Re: Einstök

Posted: 20. Nov 2011 10:37
by hrafnkell
Eru ekki allir komnir í ríkið nema porterinn? Mér finnst þeir ágætir, varð samt fyrir svolitlum vonbrigðum með doppelbockinn (jólabjórinn).

Re: Einstök

Posted: 3. Jun 2012 14:56
by Gvarimoto
Smakkaði Pale ale frá þeim og verð að setja hann ofarlega á lista hjá mér, finnst hann mjög góður og versla hann oftast ef mér langar í skotheldan bjór :)

White Ale frá þeim er einnig mjööööög mjúkur og góður, en ég er ekki mikið fyrir appelsínubragðið þrátt fyrir að það sinni sínum tilgangi.
Eftir um 2 White Ale þá langar mér ekki í fleirri. Samt mjög góður.

Re: Einstök

Posted: 3. Jun 2012 15:12
by Idle
Þeir þrír sem ég hef bragðað (Pale Ale, White Ale og Dobbelbock) eru ágætir. Fyrsta flaskan er alltaf best, en svo fer á brattann að sækja eftir það. Engu að síður mjög góð framlög í íslenska bjórmenningu.