Page 1 of 1

Léttöl

Posted: 4. Nov 2011 19:35
by Feðgar
Erum að sjóða mais fyrir 56 lítra lögun

7 kg. Pale (63.8%)
3 kg. Mais (27.2%)
0.5 kg. Hveiti (4.5%)
0.5 kg. CaraRed (4.5%)

Beiskja með Amarillo eða Columbus og svo 1 oz. Saaz í 22 min upp að 26 IBU

Stefnan er að gera léttan bjór handa hverjum sem er, ekkert fancy, bara plain.

OG 1.055
SRM 4
IBU 26
US-05 ger úr 1.5 l. starter

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 01:04
by atax1c
Hvernig undirbýrðu maisinn ?

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 02:11
by Feðgar
Notum maismjöl og sjóðuð það í 30 min í meskjunartunnunni.

Setjum það út í kalt vatn svo það fari ekki í kekki, hitum svo með tvem elementum og heitu kranavatni í gegnum innbyggða kælispíralinn til að ná fljótt upp hita

Það stendur til að gera stout á næstunni, spurning um að vera duglegir og taka slatta af myndum og pósta hérna, en þá ætlum við einmitt að sjóða bygg með sama hætti.

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 08:25
by Eyvindur
Ef þú notar byggflögur í stoutinn sleppurðu við að gelatínísera það fyrir meskinguna, þar sem það hefur þegar gerst þegar byggið var flatt út. Þú getur bara hent flögunum beint út í meskinguna, eins og höfrum.

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 12:38
by Feðgar
Jú ef við værum að nota "flaked barley"

Við eigum bara ekki þannig flottheit og ætlum að nota byggflögur úr heilsuhorni fjarðarkaups, þær þarf að sjóða ;)

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 12:46
by Idle
Feðgar wrote:Jú ef við værum að nota "flaked barley"

Við eigum bara ekki þannig flottheit og ætlum að nota byggflögur úr heilsuhorni fjarðarkaups, þær þarf að sjóða ;)
Þær flögur hef ég notað með góðum árangri, og aldrei soðið, heldur skellt beint út í meskikerið með öðru korni.

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 13:41
by Eyvindur
Nei, það þarf ekki að sjóða þær. Ég hef notað alls konar svona flögur (hafra-, hveiti-, spelt-, bygg-) og aldrei soðið neitt. Alltaf verið vandræðalaust.

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 15:02
by Feðgar
jahá, þið segið nokk.

Og hvernig hefur nýtnin verið, alveg fengið þokkalega út úr bygginu þó það hafi ekki verið soðið

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 15:37
by Idle
Mjög góða. Eitt sinn gleymdi ég því í uppskriftinni, en mundi eftir því þegar meskingu var að ljúka. Nýtni fór fram úr öllu valdi í það sinn.

Ég hef notað jafnt hveiti- og byggflögur með þessum hætti, og það hefur aldrei komið að sök. Verðlaunabjórinn minn (stout) er til marks um það. ;)

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 16:23
by Eyvindur
Já, ég hef sömu sögu að segja. Nýtingin hefur aldrei minnkað allavega. Ég hef ekki pælt í þessu nógu vel til að skoða hvort hún hafi eitthvað aukist.

Re: Léttöl

Posted: 5. Nov 2011 18:27
by Oli
Talandi um stout, ég sá einhversstaðar að sumir henda hluta af bygg og hafraflögum út í suðupottinn (í poka) síðustu 10 mínúturnar, fá þannig sterkju og prótein í virtinn til að auka boddý og mouthfeel. Hef ekki prófað það sjálfur...