Page 1 of 1
Trappist...
Posted: 25. Jun 2009 14:10
by hallur
Við Sigurjón skelltum í eina Trappist lögun í gærkveldi. Allt gert eftir kúnstarinnar reglum. Á tímabili langaði okkur óskaplega í rúgbrauð... en það bráði af okkur. Það er kannski við hæfi að Sigurjón lýsi þessu nánar... SJONNI, HVAR ERTU?
Re: Trappist...
Posted: 25. Jun 2009 17:29
by sigurjon
Jú, mikið rétt.
Við Hallur lögðum í Noble Trappist í gær og fórum mjög nákvæmlega eftir leiðbeiningum. M.a. fór hitastig í bygghitun ekki yfir 70°C og allt var gert á mínútunni. Tunnan var sett inn í skáp í gærkvöldi og gerið var sett í í morgun kl. 07:08.
Flotvogarmæling í morgun leiddi í ljós 1050 sem er innan þeirra marka sem tiltekin eru í leiðbeiningum (1049 - 1053).
Meira síðar...
Sjón
Re: Trappist...
Posted: 26. Jun 2009 01:26
by Eyvindur
Nammi... Hljómar vel.
Re: Trappist...
Posted: 27. Jun 2009 01:46
by sigurjon
Nú, seint á föstudagskvöldi, bobblar á um 36 sekúndna fresti í nánast fullum vatnslás. Ilmur og angan fyllir herbergið þar sem Trappistinn í frumgerjun og IPA-inn í gerjunarlokum bobbla saman í kór...

Re: Trappist...
Posted: 28. Jun 2009 02:23
by hallur
Hey, Sjonni, settu hljóðstraum á netið svo við getum fylgst með því.... hahaha
Re: Trappist...
Posted: 2. Jul 2009 01:36
by sigurjon
Uppfært: Virtin var færð yfir á glerkút í kvöld og lítur mjög vel út!

Re: Trappist...
Posted: 8. Jul 2009 12:37
by sigurjon
Uppfært:
Samkvæmt flotvoginni, er þyngdarhlutfallið komið í 1007, sem er talsvert undir því sem uppskriftin segir til um! Gerillinn hefur því orðið alveg trompaður með þennan virt!
Í kvöld verður honum tappað á flöskur og settur í þroskaþjálfun...

Re: Trappist...
Posted: 18. Jul 2009 22:14
by sigurjon
Mér leist í raun ekkert of vel á þennan þegar ég hóf að smakka á. Hins vegar hefur hann batnað ótrúlega hratt og mikið. Hann er í dag vel drekkandi og nokkuð góður. Fremur glær á að líta. Verður þó sennilega betri með tímanum...