Júdas.
Posted: 3. Nov 2011 14:36
Undanfarið hef ég verið að brugga Bee Cave APA og notað uppskriftina frá Brew.is og leikið mér aðeins með humlagerðir og magn. Setti í einn á þriðjudaginn sem er að gerjast fallega núna. Annar fer á flöskur í kvöld.
Setti einnig af stað einn dósabjór!!! Já þið lásuð rétt. Fara úr all-grain og yfir í dósir.
Ég ákvað að gera eina tilraun og gera dósabjór með tveim dósum eins og byrjendum sem hingað rata er oft ráðlagt. Ég ákvað að prófa að gera þetta eftir leiðbeiningum en láta bjórinn gerjast jafn lengi og minn all-grain bjór og stefni svo að geyma hann svo á flöskum í allavega rúmlega fjórar vikur. Held að byrjendur bíði ekki nógu lengi en allavega var ég í vandræðum með það þegar ég gerði dósabjór áður en ég byrjaði á all-grain. Núna á ég nóg af bjór á flöskum og því liggur ekkert á að taka fyrstu smökkun. Keypti Pilsner dósir í Europris.
En geri mér grein fyrir því að ég er algjörlega að svíkja málstaðinn og á von á því að vera útskúfaður héðan af spjallinu fyrir svona svikstarfsemi.
Annars stefni ég á að gera minn fyrsta pilsner bjór en vantar einhverja uppskrift. Með hverju mælið þið?
Setti einnig af stað einn dósabjór!!! Já þið lásuð rétt. Fara úr all-grain og yfir í dósir.
Ég ákvað að gera eina tilraun og gera dósabjór með tveim dósum eins og byrjendum sem hingað rata er oft ráðlagt. Ég ákvað að prófa að gera þetta eftir leiðbeiningum en láta bjórinn gerjast jafn lengi og minn all-grain bjór og stefni svo að geyma hann svo á flöskum í allavega rúmlega fjórar vikur. Held að byrjendur bíði ekki nógu lengi en allavega var ég í vandræðum með það þegar ég gerði dósabjór áður en ég byrjaði á all-grain. Núna á ég nóg af bjór á flöskum og því liggur ekkert á að taka fyrstu smökkun. Keypti Pilsner dósir í Europris.
En geri mér grein fyrir því að ég er algjörlega að svíkja málstaðinn og á von á því að vera útskúfaður héðan af spjallinu fyrir svona svikstarfsemi.
Annars stefni ég á að gera minn fyrsta pilsner bjór en vantar einhverja uppskrift. Með hverju mælið þið?