Page 1 of 1
enn einn biab pokinn
Posted: 30. Oct 2011 17:10
by kristfin
pokarnir sem ég hef búið til úr "organsa" efninu úr rúmfatalagernum hafa verið að rifna, eða efnið gengur til og það myndast gat.
fann þessar fínu gardínur í ikea áðan. fjólubláar og flottar. heita sarita
það sem meira er, efri kannturinn er fínn til að þræða band í gegnum. fyrstu prófanir benda til þess að þetta sé miklu mun sterkara efni.
ég ákvað að sauma pokann öðru vísi en áður, með því að hafa hann sem hólk sem mjókkar niður og sauma botn fyrir. þá er neðsti parturinn svona 4 cm mjórra en potturinn. mikill munur að nota svona snið.

Re: enn einn biab pokinn
Posted: 30. Oct 2011 18:31
by sigurdur
Þetta er mjög flott .. ertu búinn að prófa að sjóða vatn með þessum poka?
Lekur liturinn?
Re: enn einn biab pokinn
Posted: 30. Oct 2011 20:02
by gunnarolis
Alveg finnst mér magnað að heyra fullorðna karlmenn tala um snið

Re: enn einn biab pokinn
Posted: 30. Oct 2011 20:20
by kristfin
snið svið.
prófaði að sjóða þetta aðeins. litaði soldið. ætla að rúlla þessu í gegnum þvottavélina á 60° sjá hvort það sé ekki nóg.
sá einhverstaðar að það væri ekki gott að klóra polyester, það skemmdi efnið og liturinn færi ekkert.
Re: enn einn biab pokinn
Posted: 1. Nov 2011 17:24
by tolvunord
Pokinn minn rifnaði einmitt síðustu helgi... ákvað að prófa að panta hérna
http://custombiab.blogspot.com/" onclick="window.open(this.href);return false; virkar mjög sturdy
Re: enn einn biab pokinn
Posted: 1. Nov 2011 19:50
by kristfin
ég panntaði akkúrat frá þeim fyrir 2 vikum.
fékk pokann í gær. rosalega flottur og fínn. en fyrir 35cm pott ekki 40 cm eins og minn.
er búinn að kvarta en ekki fengið neitt svar.
Re: enn einn biab pokinn
Posted: 1. Nov 2011 22:07
by hrafnkell
kristfin wrote:ég panntaði akkúrat frá þeim fyrir 2 vikum.
fékk pokann í gær. rosalega flottur og fínn. en fyrir 35cm pott ekki 40 cm eins og minn.
er búinn að kvarta en ekki fengið neitt svar.
Eru í fríi til x. nóvember skv síðunni.. Svara líklega ekki alveg strax
Ég var að hugsa um að vera með poka frá þeim á brew.is, frekar en þetta sem ég hef verið að sauma. Líklega töluvert endingarbetri pokar þaðan.
Re: enn einn biab pokinn
Posted: 1. Nov 2011 22:38
by kristfin
hún er í fríi til 8. nóv. ætlar að senda mér poka.
þessir pokar eru úr miklu betra efni en það sem ég hef notað úr rfl. held þetta sé sambærilegt við gardínuna sem ég keypti um daginn
síðan er saumaskapurinn og frágangurinn allur annar. topp stuff. ef hann væri bara stærri
Re: enn einn biab pokinn
Posted: 1. Nov 2011 23:05
by Hofer Brauer
great bags
mer vantar lika svona ! last longer and fair in price as well.
Zum Wohl

Re: enn einn biab pokinn
Posted: 14. Dec 2011 18:27
by Steinarr
kristfin wrote:snið svið.
prófaði að sjóða þetta aðeins. litaði soldið. ætla að rúlla þessu í gegnum þvottavélina á 60° sjá hvort það sé ekki nóg.
sá einhverstaðar að það væri ekki gott að klóra polyester, það skemmdi efnið og liturinn færi ekkert.
Nú er soldið liðið síðan þessi umræða var í gangi, hefuru prófað að brugga með þessum poka sem þú saumaðir ?... mig fer neflilega að fara að vanta poka og ég ætlaði að skutla einhverju efni í konuna og sjá hvað hún getur saumað saman fyrir mig