Page 1 of 1

36 lítra álpottur í Europris

Posted: 30. Oct 2011 16:40
by bergrisi
Sá að Europris eru með 36 lítra álpotta á rúman 10 þús kall.

Hefur einhver reynslu af svona stórum álpottum?
Hvernig er að setja krana á svona pott?
Er þetta eitthvað til að hlaupa eftir?

Re: 36 lítra álpottur í Europris

Posted: 30. Oct 2011 16:45
by kristfin
hef ekki séð þessa potta, en það á ekki aðvera neitt mál að setja krana á álpott. notar bara gegnumtaksnipla og pakkningar.

sumir hafa sett fyrir sig að álið oxast og það geti skilað sér í bjórinn, en mér vitanlega hefur aldrei verið sýnt fram á að það sé vandamál

Re: 36 lítra álpottur í Europris

Posted: 30. Oct 2011 16:50
by Eyvindur
Þetta með oxunina er þjóðsaga. Það eina sem þarf að passa er að præma pottinn með því að sjóða vatn í smá tíma áður en nokkuð annað er soðið í honum. Eftir það eru álpottar víst stórgóðir, og ekkert til að forðast.

Re: 36 lítra álpottur í Europris

Posted: 30. Oct 2011 19:16
by hrafnkell
Ágætis verð líka, og passleg stærð fyrir single biab batches.