Page 1 of 5
Hvað er í glasi?
Posted: 29. Oct 2011 20:01
by sigurdur
Súkkulaðimyntustout hjá mér
En hjá ykkur?
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 29. Oct 2011 22:31
by Eyvindur
Var að hella Fullers London Porter í glas. Alltaf er hann nú jafn ljúfur.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 29. Oct 2011 23:26
by kristfin
hefði verið nær að spyrja í gær. þá var belgíst fölöl, american ipa og fleira gott.
í kvöld var það hinsvegar grænn karlsberg. skál
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 30. Oct 2011 10:49
by Feðgar
Það hefði verið gaman að svara þessu á föstudagskvöldið, þá fórum við frúin með flestar þær tegundir sem eru til hérna með okkur í sushi veislu hjá vinafólki og það var algjört HITT

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 9. Nov 2011 23:15
by Feðgar
0°c Thor Pilsner
Jebb ég sagði THOR
Ís-ískaldur, ég á það skilið því ég var svo duglegur í skúrnum
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 9. Nov 2011 23:53
by Eyvindur
Belgískur hveitibjór með cascade, úr smiðju mín og Úlfars (aðallega Úlfars - ég var meira handlangari en nokkuð annað).
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 12. Nov 2011 19:40
by kristfin
var að hella írsku rauðöli í glas, búið að vera 12 daga á kútnum. á eftir að verða flottara en er þrælgott í dag.
góður endir á góðum bruggdegi -- 30 lítrar af amerísku brúnöli komnir á kút og fara vonandi að bubbla innan skamms.
skál!
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 12. Nov 2011 20:54
by bergrisi
Er að drekka Tri-centennial af Brew.is. Reyndar breytti ég aðeins humla magninu.
Skál í boðinu.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 12. Nov 2011 21:10
by Eyvindur
Ég er að drekka Cascade rúg-ljósölið mitt, sem er orðið glettilega vel kolsýrt eftir litla 5 daga á flöskum. Það endaði ögn sætar en vonir stóðu til, en rúgurinn er svo magnaður að hann þurrkar eftirbragðið skemmtilega upp og bjórinn virkar stórvel þótt hann sé ekki eins og hann á að vera. Svo er konan líka hrifnari af honum svona en þegar humlarnir eru meira ríkjandi - aðeins betra jafnvægi fyrir minni humlahausa, sem er vel. Nokkuð gott.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 12. Nov 2011 21:54
by valurkris
er að gæða mér á la trappe quadrupel oak aged (
http://www.latrappe.nl/content.asp?m=M7&s=P109&l=EN" onclick="window.open(this.href);return false; ) í tilefni afmælis. mikið rosalega er hann góður.
Því miður ekkert heimabrugg í glasi þessa dagana, of mikið að gera.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 17. Nov 2011 22:34
by Feðgar
Borg Oktober Marzen
Svona lala
Fínn bjór, ekkert meira en það
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 18. Nov 2011 23:38
by Feðgar
HafraPorter frá Hrafnkeli
Himneskur alveg

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 18. Nov 2011 23:50
by Classic
Jólasmakk .. Einstök stendur upp úr af þeim sem ég náði í (missti af Stekkjastaur og Leppalúða svo það vantar stórar sleggjur í samanburðinn), Viking Bock nr.2. Ölvisholt veldur vonbrigðum. Of nískir á reykinn.
Rækilegt gæðatest á eigin framleiðslu framundan annað kvöld. Fimmta Stjarnan og Apaspil verða stúderuð í þaula með dyggri aðstoð "færibandsstarfsmanna" (strákanna sem koma og hjálpa mér með átöppunina) og "gæðastjóra" (félagans sem hefur smekk til að segja "en..." á eftir "djöfull er hann góður") Klassiker ölgerðar.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 19. Nov 2011 01:47
by anton
Er að testa Ölvis jóla.
Mér finnst hann góður. Bara í góðu jafnvægji fyrir minn smekk. Hann er ekki útúr reyktur - en gefur smá fíling - Finnst ég vera nýbúinn að borða einhvern jólamat... Purusteik eða bara jólahlaðborð.... Svo það hlítur að vera hátíð yfir því.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 19. Nov 2011 16:22
by halldor
Fullers Chiswick Bitter
Ekki beint minn stíll, en fínn sem bitter.
Væri alveg til í að prófa hann ferskari.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 19. Nov 2011 16:34
by bjarkith
Einstök Dobblebock, fínasti bjór, keypti alla jólaflóruna áðan og er rétt að byrja verður efluast ágætt kvöld.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 19. Nov 2011 18:31
by sigurdur
halldor wrote:Fullers Chiswick Bitter
Ekki beint minn stíll, en fínn sem bitter.
Væri alveg til í að prófa hann ferskari.
Ég smakkaði hann á Mawson Arms, og hann olli því miður vonbrigðum m.v. kolsýrðu útgáfuna.
Hann er að vísu á cask í Mawson Arms sem má skyggja á humlabragðið.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 19. Nov 2011 20:22
by Feðgar
Robust Porter
Shiii

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 19. Nov 2011 23:49
by gunnarolis
Var að rúlla niður einum Liefmans Goudenband, fór lóðbeint í Mikkeller USAlive. I loves the brett.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 3. Dec 2011 20:50
by kristfin
lét undan þrýstingi um daginn og bruggaði american standard pilsner, 70 pale ale og 30 hrísgrjón. hallertauer humlar hífa þetta upp í 15ibu.
skál
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 3. Dec 2011 23:41
by Maggi
Havre Stout frá Skovlyst.
Kristfin, snilldar glas!
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 14. Dec 2011 21:57
by Feðgar
Gæðingur Stout
Jújú góður, en slatti af málningarþynni í lygtinni, veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 24. Dec 2011 00:12
by bergrisi
Var að renna einum Anchor Christmas Ale niður
http://www.anchorbrewing.com/beer/christmas_ale" onclick="window.open(this.href);return false;. Einstaklega ljúfur eftir langan vinnudag. Fæ mér svo annan þegar krakkarnir róast annað kvöld. Þessi kemur með jólin til mín.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 24. Dec 2011 09:58
by AndriTK
var með einn rosalegan í glasi í gær. Heresy frá Weyerbacher (oak aged imp. stout) alveg gríðarlega magnaður. En í kvöld verður sett í glas bjór sem ég er búinn að eiga lengi og búinn að vera bíða eftir réttu stundinn

- Mikkeller Nelson Sauvignon
http://www.ratebeer.com/beer/mikkeller- ... on/115037/
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 3. Feb 2012 18:57
by sigurdur
Stekkjarstaur á 900 grillhús í Vestmannaeyjum. Next up Surtur.