Page 1 of 1

Tillögur af uppskrift

Posted: 28. Oct 2011 08:20
by AndriTK
Einhver sem nennir að hjálpa mér smá? Er að fara fá mér 19lítra kút og er því að fara brugga einhvern góðan partí bjór um helgina. Á dáldið af korni en vantar að koma því saman í uppskrift. Ætlaði bara að prófa að pósta því sem ég á hér og sjá hvort menn séu viljugir til að koma með tillögur af einhverjum góðum APA - IPA fyrir mig.

3,8 kg Pale ale malt
1,8 kg care Hell
387 gr cara munic 2
193 gr Munic 1
387 gr cara pils
680 gr cara aroma

Svo á ég slatta af humlum í frysti - var bara að spá í uppskrift sem ég notaði sem flest af þessu.

Re: Tillögur af uppskrift

Posted: 28. Oct 2011 09:13
by hrafnkell
Prófaðu að henda þessu inn í beersmith og leiktu þér aðeins með magnið...

Annars væri líklega ágætis byrjun að gera eitthvað í þessa áttina:
3.8kg pale
200gr carahell
200gr carapils
200gr caramunich ii
193gr munich i


Ég tek það fram að ég setti þetta ekki upp í neitt bruggforrit þannig að það borgar sig að henda þessu upp í beersmith eða einhverju slíku og stilla litinn og gravity af.

Re: Tillögur af uppskrift

Posted: 29. Oct 2011 13:12
by AndriTK
takk fyrir þetta. skellti þessu í beersmith og þetta lítur bara nokkuð vel út. Þetta er í meskingu hjá mér núna.

ákvað að humla þetta dáldið hressilega með cascade, columbus og citra - áætlað 5.3% og tæp 75 ibu