Page 1 of 1
Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 28. Oct 2011 01:15
by Steinarr
Sælir félagar,
Eftir að hafa sullað Coopers sírópi í fötu og smakkað afraksturinn, sem var reyndar bara fínn miðað við fyrstu tilraun þá hef ég og félagi minn ákveðið að smíða brugggræjur fyrir BIAB vegna þess að það er án efa mun skemmtilegra að brugga með korni og humlum heldur en með sírópi, og auðvitað verður bjórinn betri, skv. því sem ég hef lesið hér
En já græjurnar sem við erum með eru blá 60L tunna frá saltkaupum og 4stk 2200W hraðsuðukatlaelement... við erum búnir að prufa elementin og þau svínvirkuðu en við gátum keyrt 2 og 2 á sitthvorri 16A lögninni þannig að þessi 2200W eru greinilega ekki alveg heilög hehe:)
Það kom mér reyndar á óvart hvað tunnan mýktist þegar suðan var komin upp...
En ástæðan fyrir þræðinum er sú ég vildi ráðfæra mig við ykkur

Pælingin er að taka Auber 2352 stýringu og láta hana keyra amk 2 af þessum 4 elementum í gegnum eitt 40A SSR, pælingin var þá að hafa hin 2 bara á rofa og setja þau bara handvirkt inn þegar við erum að ná upp hita/suðu... svo er reyndar spurning hvort það sé ekki bara gáfulegra að vera með 2stk 40A SSR... ástæðan fyrir því að ég vill ekki eitt 80A SSR er að ég vill geta keyrt elementin á sitthvorum tveimur 16A lögnum.
Planið er einmitt að láta elementin halda réttu hitastigi í meskingu..
hvað hitanema fyrir stýringuna þá rak ég augun í þennan Pt100 nema og lýst ágætlega á:
http://www.auberins.com/index.php?main_ ... 0c9ed9f903" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Hafa menn verið að fá þessa nema einhversstaðar hérna heima ? Eða mæla menn með einhverjum öðrum hitanema frekar en öðrum?
Svo er lokapælingin í bili að vera með dælu... en bara svo að ég sé ekki að misskilja neitt, eru menn ekki að setja dæluna til þess að sía virtinn í gegnum kornið? Vegna þess að ég las einhversstaðar að þetta þjónaði engum tilgangi í BIAB, ef svo er er það þá vegna þess að pokinn síar þetta jafnvel? En hvaða dælur eru menn að nota í svona stórar tunnur þar sem hugmyndin er að gera 40-50L lagnir í senn ?
Svo skelli ég fljótlega inn myndum af þessu... ekki það að þetta sé eitthvað nýtt sem við erum að gera, það er bara alltaf gaman að sjá það sem menn eru að smíða
Kv. Steinar R
Á flöskum: Coopers Real Ale
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 28. Oct 2011 09:17
by hrafnkell
Ég er að gera svipað og þú ert að pæla, en þá er ég með falskan botn sem pokinn liggur ofan á og ég dæli yfir það. Það er líklega möst að vera með falskan botn, annars fer virtinn bara framhjá korninu ef hann getur (minnsta viðnámið).
Annars á ég svona hitanema, hitastýringu og ssr fyrir ykkur ef þið nennið ekki að bíða eftir sendingu frá auber

Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 28. Oct 2011 09:31
by sigurdur
Sæll Steinarr.
Ég á mjög erfitt með að sjá hverjar spurningarnar þínar eru.
Getur þú nokkuð listað þær í einn póst?
Takk.
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 28. Oct 2011 11:11
by kristfin
ég er með svipað kerfi og þú ert að hugsa um.
hér eru upplýsingar og video af því í action
http://www.biabrewer.info/viewtopic.php?f=24&t=530" onclick="window.open(this.href);return false;
ég er með 5.5kw element, iwaki md20 dælu til að fá hringrás fyrir meskingu, whirlpool og kælingu, poka, falskan botn til að halda pokanum frá elementunum og tryggja að vatnið farið í gegnum kornið.
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 28. Oct 2011 12:34
by Steinarr
sigurdur wrote:Sæll Steinarr.
Ég á mjög erfitt með að sjá hverjar spurningarnar þínar eru.
Getur þú nokkuð listað þær í einn póst?
Takk.
Já ég hefði getað komið þessu betur frá mér
1. Ef þið væruð að smíða svona græjur, myndu þið spara ykkur eitt 40A SSR með því að láta hitastýringu stýra tveimur elementum í gegnum eitt 40A SSR og slá hinu handvirkt inn með rofa þegar maður er að hækka hitastigið og ná upp meskihita og svo suðu en slökkva á því til dæmis í meskingu og láta stýringuna halda réttu hitastigi með hinum tveimur elementunum? Eða mynduð þið bara vera með tvö 40A SSR og láta stýringuna stýra þeim báðum?
2. Ég fann þennan hitanema sem mér lýst mjög vel á:
http://www.auberins.com/index.php?main_ ... d5be1f5c8a" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
spurningin var hvort menn væru að finna þessa nema hérna heima á íslandi og þá hvar ?
3. Er það ekki rétt skilið hjá mér að tilgangur þess að vera með dælu sé að sía virtinn í gegnum kornið í meskingu?
4. Hvað eru menn að nota stórar dælur talið í lítrum á mínútu miðað við 40-50L lagnir ?
Ég vona að ég sé búinn að afrugla það sem ég skrifaði hér að ofan:)
Kv. SteinarR
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 28. Oct 2011 15:27
by kristfin
1. Ef þið væruð að smíða svona græjur, myndu þið spara ykkur eitt 40A SSR með því að láta hitastýringu stýra tveimur elementum í gegnum eitt 40A SSR og slá hinu handvirkt inn með rofa þegar maður er að hækka hitastigið og ná upp meskihita og svo suðu en slökkva á því til dæmis í meskingu og láta stýringuna halda réttu hitastigi með hinum tveimur elementunum? Eða mynduð þið bara vera með tvö 40A SSR og láta stýringuna stýra þeim báðum?
ég mundi nota eitt. ef það virkar ekki bæta öðru við.
2. Ég fann þennan hitanema sem mér lýst mjög vel á:
http://www.auberins.com/index.php?main_ ... d5be1f5c8a" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
spurningin var hvort menn væru að finna þessa nema hérna heima á íslandi og þá hvar ?
þekki þetta ekki. en var hrafnkell hjá brew.is ekki með svona til sölu.
3. Er það ekki rétt skilið hjá mér að tilgangur þess að vera með dælu sé að sía virtinn í gegnum kornið í meskingu?
ekki aðal atriðið. ég læt vera hringrás fyrst og fremst til að halda réttu hitastigi. en fyrst að það er hringrás þá er ráð að þetta fari í gegnum kornið.
þegar suðu er lokið nota ég dæluna til að búa til hringiðu til að safna gramsinu í miðjuna. ég enda síðan á því að dæla í gegnum "counterflow" kæli.
4. Hvað eru menn að nota stórar dælur talið í lítrum á mínútu miðað við 40-50L lagnir ?
ég er að nota dælu, iwaki md20, sem dælir ca 20 lítrum á mínútu. vildi hafa hana mikklu öflugri.
ef þig langar þá máttu kíkja í heimsókn og ég get sýnt þér hvernig þetta virkar í aksjón
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 28. Oct 2011 17:33
by bergrisi
Endilega setjið inn myndir. Kristfin myndin sést ekki á síðunni sem þú bendir á. Mig dauðlangar að sjá kerfið hjá þér.
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 28. Oct 2011 23:26
by kristfin
skil ekki alveg bergrisi. sérðu ekki utube vidóin?
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 28. Oct 2011 23:44
by bergrisi
Ég þarf víst að skrá mig á síðuna. Finn ég þetta einhverstaðar beint á Youtube?
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 29. Oct 2011 11:46
by kristfin
http://www.youtube.com/watch?v=xBND4M2Roxc" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.youtube.com/watch?v=lPkoqvHZYxE" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 30. Oct 2011 16:16
by bergrisi
Takk.
Skemmtileg uppsetning.
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 31. Dec 2011 16:48
by Steinarr
Það er alltaf gaman að sjá hvað aðrir eru að smíða þannig að ég ætla að sýna ykkur hvað ég var að bralla í gærkvöldi... Ekki slæm leið til þess að enda annars gott ár! Búnaðurinn í þessu er Auber 2352 hitastýring og 2x 40A relay ásamt kæliplötum frá auberins...

- Töflukassinn orðinn götóttur og flottur :)

- SSR ásamt kæliplötu

- Allt komið í kassann í bili, Stýringin, SSR+kæliplötur, tenglar og nipplar fyrir strauminn inn

- Jæja búinn að víra upp kassann

- Það kviknaði á þessu... nú er bara að skella þessu við 60L tunnuna og prufa
Til viðbótar við þetta erum við búnir að setja 4stk hraðsuðu katlaelement í 60L tunnu frá saltkaup. Hitaneminn sem er í tunnunni er 3ja víra PT100... en næsta skref er bara að plögga þessu öllu saman að sjá hvernig þetta virkar og auðvitað skella í lögn

Frábær leið til að byrja nýtt ár!
Kv. Steinarr
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 31. Dec 2011 17:08
by Squinchy
flottur!, þetta er örugglega eins kassi og ég hafði hugsað mér að nota, hvar nældir þú þér í þennan kassa og manstu verðið á honum ?
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 31. Dec 2011 18:46
by sigurdur
Þetta er mjög flott.
Nær kæliplatan að kæla relayið þokkalega?
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 1. Jan 2012 16:41
by Steinarr
Squinchy wrote:flottur!, þetta er örugglega eins kassi og ég hafði hugsað mér að nota, hvar nældir þú þér í þennan kassa og manstu verðið á honum ?
Ég fékk hann hjá félaga mínum fyrir slikk en ég var búinn að finna hann í ískraft held að hann sé á 8þús eða eitthvað nálægt því...
sigurdur wrote:Þetta er mjög flott.
Nær kæliplatan að kæla relayið þokkalega?
Ég á eftir að gera prófun á því... hef ekki tengt neitt álag við SSR en það verður gert í vikunni...
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 4. Jan 2012 00:15
by Squinchy
Ætlar þú ekki að hafa rofa á ssr stýri straumnum ?, ertu með málin á þessum kassa sem þú notar ?
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 4. Jan 2012 08:13
by Steinarr
Squinchy wrote:Ætlar þú ekki að hafa rofa á ssr stýri straumnum ?, ertu með málin á þessum kassa sem þú notar ?
Jú ætlaði alltaf að setja rofa en ég get líka allt eins tekið annan útganginn úr sambandi...
kassinn er á stærð við A4 blað og ca 15cm á dýpt... er ekki með akkúrat málin hjá mér...
Annars prófuðum við félagarnir dótið í gær og kæliplöturnar fyrir SSR rétt volgnuðu en suðan var nokkuð fljót að koma upp ( tók reyndar ekki tímann á því)....
En ein pæling, er betra að vera með kröftuga suðu heldur en svona rólega?
Re: Pælingar varðandi væntanlega smíð
Posted: 4. Jan 2012 09:30
by hrafnkell
Þú vilt vera með frekar kröftuga suðu. (en ekki of

)