Page 1 of 1

Er dottinn úr ykkur botninn?

Posted: 26. Oct 2011 19:55
by Feðgar
Sælir félagar.

Er ekkert að gerjast í sportinu hjá ykkur? Síðan bara þögul.

Eða eru þið bara búnir að vera svo duglegir að þið hafið ekkert mátt vera að því að blaðra hérna.

Það er búið að vera lítið að gera hjá okkur feðgunum, en sennilega verður einhvað tilbúið til að koma með á næsta mánudagsfund, vonandi hjá ykkur líka.

Er komið einhvað plan með næsta fund?
Eru þið með einhvað spennandi í pípunum?
Og ætlið þið að koma með einhvað smakk :D

Kv. :beer:

Re: Er dottinn úr ykkur botninn?

Posted: 26. Oct 2011 22:15
by sigurdur
Það er lítið búið að vera hjá mér annað en vinnan og fjölskyldan.

Re: Er dottinn úr ykkur botninn?

Posted: 26. Oct 2011 22:21
by bjarkith
Já skólinn hér, hef ekki bruggað í alltof langan tíma.

Re: Er dottinn úr ykkur botninn?

Posted: 26. Oct 2011 23:56
by kristfin
ég bruggaði 6 bjóra í apríl og mai. tók síðan sumarfrí og er kominn með 4 bjóra síðan í ágúst.

írskt rauðöl og blond að gerjast. væntanlega á morgun verður til sanfrancisco lager og amerískt brúnöl þar á eftir.

það er með þetta eins og svo margt annað -- kemur í bylgjum

Re: Er dottinn úr ykkur botninn?

Posted: 27. Oct 2011 00:45
by bergrisi
Það er rétt að það er búið að vera rólegt hérna. Ég bruggaði ein APA um daginn og mun gera annan um helgina. Ég setti gelatin í secondary gerjun í fyrsta sinn og er spenntur að sjá hvernig það kemur út. Er mikið að velta fyrir mér að gera Boheimian Pilsner næst. Einhver uppskrift sem ég sá í Brewsmith. Er að skoða lagergerjunina þessa dagana. Núna fyrst hitastýringin er farin að virka í skúrnum þá ætti ekkert að stoppa mig. Ætla að bæta við annari hitastýringu á ísskápinn þá verður þetta snilld.

Gleðilega gerjun.

Re: Er dottinn úr ykkur botninn?

Posted: 27. Oct 2011 11:18
by hrafnkell
Ég bruggaði í fyrradag, Late addition APA...

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 56,33 l
Post Boil Volume: 46,11 l
Batch Size (fermenter): 38,01 l   
Bottling Volume: 35,21 l
Estimated OG: 1,054 SG
Estimated Color: 6,8 SRM
Estimated IBU: 29,6 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 81,6 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
7,30 kg               Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)          Grain         1        78,5 %        
1,70 kg               Vienna Malt (Weyermann) (3,0 SRM)        Grain         2        18,3 %        
0,30 kg               Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM)     Grain         3        3,2 %         
1,0 pkg               Safale American  (DCL/Fermentis #US-05)  Yeast         10       -             
19,52 g               Centennial [10,00 %] - Boil 20,0 min     Hop           5        7,2 IBUs      
20,50 g               Amarillo Gold [8,50 %] - Boil 20,0 min   Hop           4        6,4 IBUs      
39,04 g               Amarillo Gold [8,50 %] - Boil 10,0 min   Hop           6        7,3 IBUs      
39,04 g               Centennial [10,00 %] - Boil 10,0 min     Hop           7        8,6 IBUs      
40,01 g               Amarillo Gold [8,50 %] - Boil 0,0 min    Hop           8        0,0 IBUs      
40,01 g               Centennial [10,00 %] - Boil 0,0 min      Hop           9        0,0 IBUs    
Ég negldi tölurnar ekki alveg en þetta verður líkleg alveg drekkanlegt. Stefni á að brugga næst barleywine, jafnvel um helgina.

Re: Er dottinn úr ykkur botninn?

Posted: 28. Oct 2011 15:01
by Feðgar
Jæja það er gott að menn séu enn að leika sér einhvað.

Og greinilegt að sumir eru duglegir en aðrir, kristfin ;)

Við feðgarnir erum að fara í maraþon átöppun á næstunni, vorum svo duglegir að leggja í um tíma.

Er einhvað byrjað að pæla í næsta fundi ?