Page 1 of 1

Nota það sem maður á

Posted: 19. Oct 2011 09:25
by ornthordarson
Veit einhver um vefsíðu þar sem ég get slegið inn hráefnin sem ég á og fengið til baka uppskriftir sem passa við efnislistann?
Ég myndi t.d. slá in 2-3 korn tegundir, 2-3 humlategundir og eitthvað af geri og fengi út a) uppskriftir sem innihalda bara þessi hráefni og b) innihalda eitthvað af þessum hráefnum en kannski þarf smá viðbót.
Eitthvað í ætti við t.d. http://www.recipematcher.com/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; eða http://www.supercook.com/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Ef þetta er ekki til þá gæti ég vel hugsað mér að útbúa svona vefsíðu.

Re: Nota það sem maður á

Posted: 19. Oct 2011 09:39
by sigurdur
Ég hef ekki rekist á svona vefsíðu.

Re: Nota það sem maður á

Posted: 19. Oct 2011 09:50
by Oli
Sælir
líklega besti möguleikinn fyrir þig að póst þessu hér og fá álit manna sem hafa reynslu af því að setja saman uppskriftir.

Re: Nota það sem maður á

Posted: 19. Oct 2011 10:21
by Idle
Þetta er hægt í BeerSmith. ;)

Re: Nota það sem maður á

Posted: 19. Oct 2011 12:08
by gunnarolis
Mother.of.god... Hvar geri ég þetta í beersmith? Notar hún uppskriftir sem eru í beersmith grunninum eða tengist hún alnetinu í leit sinni að uppskriftum?

Re: Nota það sem maður á

Posted: 19. Oct 2011 12:08
by gunnarolis
En mjög góð hugmynd Örn, þetta væri góð vefsíða.

Re: Nota það sem maður á

Posted: 19. Oct 2011 12:52
by Feðgar
Þessi hugbúnaður er til, í það minnsta einhvað í áttina að þessu sem þú talar um.

Webtender.com er t.d. með svona reiknivél þar sem maður setur inn hvaða áfengi maður á og fær út kokteil uppskriftir

Sá einhverntíman svipað á lífstíls/heilsuræktar síðu. Þar setti maður inn ýmsan mat og fæðubótarefni og fékk uppskriftir og tillögur af matarplani. Get bara ómögulega munað hvaða síða það var, enda nokkur ár síðan.

Re: Nota það sem maður á

Posted: 19. Oct 2011 18:19
by Idle
gunnarolis wrote:Mother.of.god... Hvar geri ég þetta í beersmith? Notar hún uppskriftir sem eru í beersmith grunninum eða tengist hún alnetinu í leit sinni að uppskriftum?
Humm... Ég finn þetta ekki í BeerSmith 2! Í fyrri útgáfunni var hægt að leita að uppskriftum (í BeerSmith grunninum á tölvunni, ekki á netinu). Þú gast þá tínt til hluti úr "inventory", og BeerSmith fann uppskriftir eftir því. Þeir eyðilögðu þetta í útgáfu 2, skammirnar! :(