Page 1 of 1

Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 3. Oct 2011 23:01
by Texture
Á föstudaginn er stefnt á að leggja í einn Imperial IPA sem á að bera nafnið ,,Ruddi"
Þetta er eitthvað sem okkur líst vel á og það verður gaman að fá fyrsta smakkið! :fagun:

Þetta hljómar í þessa áttina:

Style: Imperial IPA
Type: All Grain

__________________________

Batch Size: 25L
Boil Size: 30L
OG: 1.074
Color: 8.0 SRM
IBU: 60.0
Boil Time: 60min

__________________________

87% American Two-Row Pale Malt 7.8 kg
7% Munich Malt 600g
4% Caramel Malt 400g
2% Cara-Pils 200g

Columbus 25g - 1hr
Centennial 40g - 15 min
Simcoe 50g - 2 min
Columbus 15g - 1 min
Amarillo 40g - Dry Hop
_________________________

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 5. Oct 2011 20:55
by Örvar
Ætli það sé í lagi að nota bara 1pakka af US05 geri í þennan?
MrMalty mælir með 1,5 pökkum miðað við 100% viability
Mynduð þið taka sénsinn eða vera frekar öruggir og skella 2pökkum útí?

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 5. Oct 2011 21:14
by sigurdur
2 pakkar

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 5. Oct 2011 21:29
by Örvar
Takk sigurður. 2 pakkar verða það ;)

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 5. Oct 2011 21:34
by hrafnkell
Klárlega 2 pakkar. Ég miða venjulega við 2 pakka í allt sem er yfir 1.060-1.065. Ég nenni reyndar aldrei að bleyta upp í gerinu, en ég mæli samt með því. (Do as I say, not as I do :))

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 5. Oct 2011 22:05
by Örvar
Takk fyrir ábendinguna Hrafnkell :)
Ætla að reyna að miða við þetta líka hér eftir en ég hef líka aldrei nennt að bleyta upp í gerinu

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 12. Oct 2011 15:29
by Texture
einhver sem hefur sett dry hop eftirá.. ætla að setja humlana útí eftir 2vikna gerjun...?
hvernig er það að virka?

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 12. Oct 2011 15:47
by hrafnkell
Maður dryhoppar venjulega uþb 5 dögum áður en maður setur í flöskur, eftir að mesta gerjun er búin. Hvað meinarðu annars með eftirá?

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 13. Oct 2011 09:41
by Texture
Las einhverstaðar að humlabragðið detti niður eftir tíma, og ef maður dryhoppar svona sirka 2 vikur eftir gerjun tapar maður ekki bragðinu..
veit ekki hvað er til í því en það væri gaman að prufa og ég var bara að spá hvort einhver hérna hafi gert þetta og hvernig það kæmi út. ;)

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 14. Oct 2011 10:41
by Eyvindur
Ég hætti einhvern tíma að þurrhumla (að mestu) og hef mestmegnis notað pressukönnuhumlun. Ég hef ekki borið þetta saman við þurrhumlun, en þetta virkar vel og anganin endist lengi. Þá semsagt tek ég humlana, set í pressukönnu og set ca. 80°C heitt vatn (ekki mjög nákvæmt - sýð vatn í hraðsuðukatli og læt það standa í nokkrar mínútur) út í. Þetta fær að standa í smá stund, svo pressa ég og helli humlateinu svo yfir priming sykurinn áður en ég blanda öllu saman og set bjórinn á flöskur. Þetta er töluvert snyrtilegra en þurrhumlun, og mér finnst afraksturinn mjög góður. En eins og ég segi hef ég ekki gert könnun á því hvernig munurinn er á þessu og þurrhumlun.

Re: Ruddi IPA (Tilraun)

Posted: 14. Oct 2011 16:50
by Texture
Já ok.. takk fyrir þetta. ætla kíkja á þetta.
Takk.