Page 1 of 2

Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 26. Sep 2011 17:12
by halldor
Októberfundur Fágunar verður að þessu sinni haldinn í Keflavík hjá honum Rúnari (bergrisi). Í bruggskúrnum sínum er Rúnar með billiardborð og píluspjald (ásamt bruggbúnaði býst ég við :) )
Einnig ætlar hann að hafa eitthvað skemmtilegt úrval af bjór til að leyfa okkur að smakka. Menn eru hvattir til að taka með sér eitthvað til að gefa með sér, þó það sé að sjálfsögðu ekkert skilyrði.

Til að auðvelda mönnum að komast í sveitina hefur Fágun pantað rútu fyrir mannskapinn og að sjálfsögðu munu félagsmenn njóta sérkjara.

Verð fyrir rútu:
Félagsmenn: 1.000 kr.
Allir aðrir: 2.000 kr.

Fjöldi takmarkast við 19 manns sökum stærðar/smæðar rútunnar.
Lagt verður af stað kl. 19.30 frá BSÍ, mánudaginn 3. október. Lagt verður af stað í bæinn aftur (til BSÍ) kl. 23.45.

Greiða skal inn á reikning 0323-26-63041, kennitala 6304102230, fyrir lok föstudagsins 30. september og senda kvittun með notandanafni á pontun.fagun@gmail.com

Eina leiðin til að fá staðfest sæti er að borga, þannig að því fyrr því betra :)

PS. Ef menn vilja nýta tækifærið og skrá sig í félagið, bendi ég á skráningarþráðinn

- - - - - - - - - -

Nýja upplýsingar

1. Rútan leggur af stað frá BSÍ 19:30 en stoppar í Hamraborg (+5 min), Bitabæ (+10 min) og N1 Lækjargötu (+15 min)
2. Til að auðvelda skráningu nægir að senda tölvupóst á pontun.fagun@gmail.com eða senda skilaboð til ulfar á síðunni og mæta með pening í rútuna.

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 26. Sep 2011 17:28
by andrimar
Meinarðu ekki "Októberfundur"? :D

...og já, ég mæti :)

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 26. Sep 2011 17:46
by halldor
andrimar wrote:Meinarðu ekki "Októberfundur"? :D

...og já, ég mæti :)
Auðvitað átti þetta að vera október :) Takk fyrir ábendinguna, búinn að breyta.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 26. Sep 2011 23:24
by viddi
Glæsilegt. Bíð spenntur. Er að velta fyrir mér hvort ekki sé hægt að pikka meðlimi Hafnarfjarðararms Fágunar upp á leiðinni úteftir. Eru ekki fleiri að koma úr Hafnarfirði en ég?

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 26. Sep 2011 23:33
by Benni
ég er líka úr firðinum svo það væri snilld ef það væri hægt að taka stopp þar

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 27. Sep 2011 16:20
by halldor
viddi wrote:Glæsilegt. Bíð spenntur. Er að velta fyrir mér hvort ekki sé hægt að pikka meðlimi Hafnarfjarðararms Fágunar upp á leiðinni úteftir. Eru ekki fleiri að koma úr Hafnarfirði en ég?
Hvar í HFJ er þægilegt fyrir litla rútu að stoppa?

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 27. Sep 2011 16:49
by Benni
Esso (N1) við lækjargötu eða á móts við Iðnskólann held ég að séu svona þægilegustu staðirnir svo að rútan þurfi ekki að taka á sig mikinn krók

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 27. Sep 2011 17:20
by viddi
Eða við Fjörukrána þar sem flugrútan stoppar á leiðinni í Keflavík.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 27. Sep 2011 21:13
by bergrisi
Orðinn spenntur fyrir fundinum. Hlakkar til að fá ykkur í heimsókn.

Lenti í gær eftir Oktoberfest og er að jafna mig.

Prófaði í kvöld bjórana sem ég hef verið að brugga og eru þeir að eldast vel.
Reyndar kemur Bee-cave bjórinn af brew.is best út. Uppskriftirnar sem ég gerði sjálfur eru ekki eins góðar. En maður er byrjandi og æfingin skapar meistarann.

Sjáumst á mánudaginn.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 28. Sep 2011 22:19
by ulfar
Já þetta verður snilldar fundur. Allir sem eiga verða að taka eitthvað gott með sér.

Varðandi Hafnarfjörð þá er best að rútan stoppi á N1 v. lækjagötu.

kv. Úlfar

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 28. Sep 2011 22:44
by hrafnkell
Ég ætla að mæta.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 30. Sep 2011 09:38
by gunnarolis
Ég er að fara að mæta!!

Besti þúsundkall sem ég hef greitt á ævinni.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 2. Oct 2011 13:13
by ulfar
Nýja upplýsingar

1. Rútan leggur af stað frá BSÍ 19:30 en stoppar í Hamraborg (+5 min), Bitabæ (+10 min) og N1 Lækjargötu (+15 min)
2. Til að auðvelda skráningu nægir að senda tölvupóst á pontun.fagun@gmail.com eða senda skilaboð til ulfar á síðunni og mæta með pening í rútuna.

kv. Úlfar

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 2. Oct 2011 14:21
by helgibelgi
var að leggja inn fyrir rútunni núna, er ég of seinn?

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 2. Oct 2011 14:52
by ulfar
Nei, þú ert í góðum málum.

kv. Úlfar

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 2. Oct 2011 20:58
by halldor
ulfar wrote:Nýja upplýsingar

1. Rútan leggur af stað frá BSÍ 19:30 en stoppar í Hamraborg (+5 min), Bitabæ (+10 min) og N1 Lækjargötu (+15 min)
2. Til að auðvelda skráningu nægir að senda tölvupóst á pontun.fagun@gmail.com eða senda skilaboð til ulfar á síðunni og mæta með pening í rútuna.

kv. Úlfar
Búinn að update-a fyrsta póst.
Góða skemmtun allir, þetta verður án efa frábær fundur.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 3. Oct 2011 07:59
by Feðgar
Hvað er þá von á mörgum?

Við erum tveir og það eru einhverjir flr. héðan að sunnan sem ekki taka rútuna.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 3. Oct 2011 08:45
by bergrisi
Búinn að ryksuga billiardborðið, brýna pílurnar og setja bjórinn í kæli. Meira held ég að þurfi ekki.

Vonandi mæta sem flestir félagsmenn. Það er nóg pláss.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 3. Oct 2011 11:36
by ulfar
Ég mæti með áhrif þess að nota munich 20 í stað 10 og kynni fyrir mönnum.

Annars á ég von á 10 úr RVK, þrátt fyrir að rútan geti borið fleiri.

kv. Úlfar

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 3. Oct 2011 15:55
by bergrisi
Fyrir þá sem koma beint á fundinn þá reikna ég með að húsið sé opið frá 20:00. Fínt fyrir þá sem eru í Keflavík að vera mættir uppúr því. Sé að rútan ætti að vera hérna um hálf níu miðað við brottför úr Reykjavík.

Sjáumst á eftir.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 4. Oct 2011 06:42
by Feðgar
Takk kærlega fyrir okkur :beer:

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 4. Oct 2011 11:06
by ulfar
Já þetta var mjög skemmtilegur fundur, frábærar móttökur.

kv. Úlfar

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 4. Oct 2011 20:13
by gugguson
Takk sömuleiðis fyrir mig.

Ótrúlega gaman að sjá alvöru bílskúr og fá svona góðar móttökur.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 4. Oct 2011 20:40
by bergrisi
Ég vil þakka ykkur fyrir komuna.

Vonandi gerum við þetta að árlegum viðburði. Oktoberfest Fágunar í Keflavík.

Ég skemmti mér konunglega.

Takk fyrir mig.

Re: Októberfundur Fágunar - Opinn fundur (í Keflavík)

Posted: 4. Oct 2011 21:03
by bjarkith
Takk fyrir mig, þetta var skemmtilegt og klikkaður hellir sem þú ert með!