Page 1 of 1

Gernýting

Posted: 24. Sep 2011 16:55
by atax1c
Sælir.

Nú var ég að endurnýta ger í fyrsta skiptið. Ég er ekki kominn á þann punkt að nenna að vera með gersafn og búa til startara og svoleiðis.

Það sem ég geri er að taka sirca 2 bolla af kökunni og setja í næsta bjór. Ég býst ekki við að það sé sniðugt að gera þetta í margar kynslóðir, en hversu oft væri óhætt að gera þetta ?

Ég er hæstánægður ef ég get gert þetta einu sinni, þá er ég strax að spara slatta, en gæti ég gert þetta aftur ?

Afhverju er ekki mælt með að gera þetta oft ef maður er ekkert að þvo gerið og þannig ?

Re: Gernýting

Posted: 24. Sep 2011 18:53
by Squinchy
Minnir að stulli hafi verið að tala um að ölgerðin hendir gerinu eftir 9 kynslóðir, gæti samt verði eitthvað skammhlaup í minninu hjá mér :P, en það er þá væntalega skolað

Re: Gernýting

Posted: 24. Sep 2011 19:36
by sigurdur
Það er sjaldan mælt með að maður endurnýti ger eftir 5 "kynslóðir" - með yfirburða góðu hreinlæti.
Aðalástæðan fyrir því er að gerið getur farið að stökkbreytast þegar búið er að nota það svo oft.

Mestar líkur eru þó að maður sé ekki með nægt hreinlæti og bæti við sýkingu við endurnotkun á geri, en það þarf ekki endilega vera að sýkingin sé slæm (samanber bjórar hjá Kalla).

Re: Gernýting

Posted: 25. Sep 2011 16:51
by atax1c
Hversu oft mynduði nota sama gerið ? Ætli það sé í lagi að nota kökuna af nýja bjórnum aftur ? Þ.e. bjórnum sem ég gerjaði með gerinu af fyrsta bjórnum :)

Re: Gernýting

Posted: 25. Sep 2011 18:33
by helgibelgi
atax1c wrote:Hversu oft mynduði nota sama gerið ? Ætli það sé í lagi að nota kökuna af nýja bjórnum aftur ? Þ.e. bjórnum sem ég gerjaði með gerinu af fyrsta bjórnum :)

Sæll

Ég prófaði annars vegar að taka ger af botninum og setja í krukku sem ég skellti svo bara beint í bjórinn samdægurs og það virkaði bara vel, sá bjór er ennþá að gerjast (búinn að vera viku í gerjun) og hins vegar að hella virtinum beint á gerjunarköku frá öðrum bjór (bætti reyndar öðru þurrgeri ofan á) og það virðist líka hafa heppnast :P

Re: Gernýting

Posted: 26. Sep 2011 01:29
by atax1c
Takk fyrir svarið. :fagun:

Það er víst ekki gott að setja virtinn á heila gerköku af öðrum bjór, þá er maður að 'overpitch-a' geri.