Page 3 of 6

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 26. Dec 2011 16:27
by Maggi
Var að lekaprófa. Gekk mjög vel, ekki dropi. Prófaði að rífa í lokann í allar áttir til að framkalla leka. Svo virðist sem að stálþéttihringurinn (e. bonded seal) virki vel.

Ég hef einnig prófað sömu uppsetningu í plasttunnu og það virkar einnig vel.

Næst á dagskrá
- bora fyrir hitaelementi
- beygja rör í spíral
- bora fyrir HERMS spíral
- beygja 10 mm rör fyrir inntaks- og úttaksloka

Þá ætti HLT að vera tilbúin

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 5. Jan 2012 22:51
by valurkris
Sæll, þetta er flott hjá þér :D

Hvar pantaðir þú pwm stýringuna og ertu búin að prófa hana?

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 5. Jan 2012 23:12
by Maggi
Takk fyrir það Valur,

Stýringin er frá Ebay (Kína)
http://www.ebay.com/itm/ws/eBayISAPI.dl ... OC:US:1123

Ég er búin að prófa hana. Hún virkar en ég myndi nú ekki mæla með henni vegna ýmissa vankanta.
1) Útgangurinn er merktur vitlaust. Pólarnir eru víxlaðir
2) Stilliviðnámið er öfugt, þeas. hærri spenna ef maður snýr því rangsælis.

Ég hef nú smá reynslu af því að panta vörur frá Kína og því mældi ég útganginn áður en ég tengdi dæluna. Dælan hefði að öllum líkindum skemmst við að fá spennu inn á jörð. Ég geri ráð fyrir að hægt sé víxla stilliviðnáminu svo það snúist í rétta átt.

Svona er þetta nú bara stundum þegar maður velur það ódýrasta frá Kína á ebay. Maður veit aldrei hvað leynist í pakkanum :)

Annars er ógrynni af þessum PWM á ebay og því hægt að velja úr.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 1. Feb 2012 20:43
by Maggi
Fyrir einhverju síðan kom ég hitaldinu fyrir í HLT (Hot Liquor Tun). Ég keypti svokallaðann "puncher" þar sem ég átti ekki nógu stóran þrepabor. Vantaði 32 mm þrepabor en á bara upp í 30 mm. Ég fékk þrepaborinn á 125 dkk eða um 2500 kall. Gerist varla ódýrara.

Puncher frá RS components
Image

Puncher séð að utan
Image

Puncher séð að innan
Image

Eftir á að hyggja hefði ég átt að snúa puncher-inum í hina áttina til að fá betri áferð að utanverðu. Að utanverðu er o-hringur sem legst að pottinum og því betra að áferðin sé betri þar. Reyndar var ég alls ekki ánægður með hvernig puncherinn "sleit" stálið. Ég held að þessi puncher sé bara ekki nógu góður fyrir ryðfrítt stál enda verðið kannski eftir því. Ég náði þó að laga þetta með gráðusköfu og fínni þjöl.

Gatið eftir puncherinn
Image

Hitaldið fest með eins tommu ró að innanverðu.
Image

Hitaldið að utanverðu. Lekaprófið var jákvætt, þeas, lak ekki.
Image

Hitaelementið, o-hringur og skinna.
Image

Ég bjó til skinnunina í rennibekk þar sem ég fann enga sem passaði. Ég á reyndar eftir að prófa eins tommu "bonded seal" í stað o-hringsins og skinnunnar. Meira um það síðar.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 30. Mar 2012 21:17
by Maggi
Jæja, ég hef lítið sem ekkert unnið i bruggbúnaðinum í langan tíma vegna anna. Ætla að reyna að gera eitthvað um páskana.

Hér er ryðfrí röralengja sem ég ætla að nota sem HERMS spíral.

Image

Image

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 30. Mar 2012 22:22
by sigurdur
Sniðug lengja... en verður ekki alveg ómögulegt að þrífa spíralinn?

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 30. Mar 2012 22:56
by Maggi
Góður punktur.
Ég hef svo sem pælt í því. Það verður eiginlega bara að koma í ljós.
Hugmyndin hjá mér er bara að dæla heitu vatni með eða án hreinsiefna í gegnum spíralinn. Hugsanlega fyrst með hreinsiefnum og svo án hreinsiefna.

Ef það virkar þá er þetta ansi skemmtileg og ódýr lausn. Rörið er ryðfrítt og kostar 3 evrur metrinn. Einfallt að beygja, er í raun eins og stíf slanga. Gæti einnig hentað vel sem kælispírall (mótstreymis). Myndar auðveldlega iðustraum og efnisþykkt er aðeins 0.18 mm!

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 31. Mar 2012 18:18
by Maggi
Vann aðeins í HERMS spíralinum í dag.

Hér er ég að rúlla upp spíralinum inn í 30 L plasttunnu. Notaði bara dragbönd til að halda löguninni.

Image

Hér er svo spírallinn í 70 L pottinum

Image

Ég þarf að útbúa höldur til að halda uppi spíralinum í stað flottu pappakassanna. Málið er að rörið í spíralinum er það sveigjanlegt að það helst ekki uppi þótt að það verði fest með fittings við inn- og úttak. Ég vil líka helst ekki láta það liggja á hitaldinu, Hugsanlega allt í lagi en ætla að forðast það.

Er með nokkrar pælingar í hausnum fyrir höldur en engin hönnun ákveðin ennþá.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 31. Mar 2012 19:02
by Maggi
Ég prófaði einnig að nota Swagelok fittings í stað þess sem kemur með eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Messing fittings fylgja með en ég vil helst halda mig við ryðfrítt.

Hér er mynd af Swagelok fittings, 12 mm

Image

Ég lekaprófaði og enginn leki var sjáanlegur. Svo virðist sem kónninn hafi smellpassað. Ég þarf því ekki að sérsmíða ryðfrí tengi.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 31. Mar 2012 19:30
by sigurdur
Mjög töff.
Gaman að sjá hvernig verkefnið fleytir áfram! :-)

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 3. Apr 2012 22:14
by Maggi
Takk Sigurður!

Smá framfarir í dag. Fékk pakka frá Þýskalandi með tveimur 50 L ryðfríum pottum :)

Image

Hef ákveðið að hætta með plasttunnurnar og halda mig við ryðfrítt eingöngu.

Ég bjó einnig til falskan botn. Á eftir að bora götin í rörin. Ég mun væntanlega skipta þessu út síðar fyrir ryðfrían falskan botn en þar sem þetta er svo auðveld smíði ákvað ég að prófa þetta fyrst.

Image

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 4. Apr 2012 08:30
by hrafnkell
Er þetta hitaþolið PVC? Ég notaði einhvertíman grátt pvc í meskingu hjá mér og það upplitaðist allt eftir fyrstu lögn, eins og það hefðu kannski einhver efni lekið í bjórinn. Mér leist ekkert sérstaklega vel á það. Ég fann svosem ekkert á bragðinu, en ég var bara með eitt T sem ég missti ofan í meskitunnuna :)

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 4. Apr 2012 10:19
by Maggi
Já. Þetta eru svokölluð cPVC rör sem eru notuð sem neysluvatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn. Þolir 100 °C við 0 bar.

Loft og raftæki selur þetta á Íslandi
http://www.loft.is/Vorur/Vara/Systemo-n ... tt-og-kalt

Tækniupplýsingar
http://www.loft.is/media/PDF/HTA_taeknibaeklingur.pdf
Ég fann svosem ekkert á bragðinu, en ég var bara með eitt T sem ég missti ofan í meskitunnuna :)
:)

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 5. Apr 2012 12:53
by sigurdur
Maggi wrote:Já. Þetta eru svokölluð cPVC rör sem eru notuð sem neysluvatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn. Þolir 100 °C við 0 bar.

Loft og raftæki selur þetta á Íslandi
http://www.loft.is/Vorur/Vara/Systemo-n ... tt-og-kalt

Tækniupplýsingar
http://www.loft.is/media/PDF/HTA_taeknibaeklingur.pdf
Ég fann svosem ekkert á bragðinu, en ég var bara með eitt T sem ég missti ofan í meskitunnuna :)
:)
Maggi - þú ert snillingur fyrir að hafa fundið þetta á Íslandi! :-)

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 5. Apr 2012 22:20
by Maggi
Maggi - þú ert snillingur fyrir að hafa fundið þetta á Íslandi! :-)
Takk fyrir það. Reyndar sá ég þetta fyrst hjá atax1c í þessum þræði http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=955
Ég veit þó ekki hvernig þessi rör þola sýrustigið við meskingu. Það verður að koma í ljós.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 8. Apr 2012 12:39
by Maggi
Hef framkvæmt nokkrar tilraunir á hvernig best er að lekaþétta hitaldið. Hef áður notað skinnu og o-hring. Það hefur virkað nokkuð vel en held að betra væri hugsanlega að nota "bonded seal" sem ég hef notað í lokana.

Prófaði þetta í dag. Þétti fullkomnlega. Hér fyrir neðan er mynd. Þéttihringurinn (1") var keyptur í Barka á nokkra hundraðkalla.

Image

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 8. Apr 2012 17:32
by Squinchy
Já þetta er flott pakkning, alveg spurning um að næla sér í eina svona og skipta út

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 8. Apr 2012 19:48
by gugguson
Hvað setur þú síðan utanum vírana til að það megi fara vatn á þetta? Ég er sjálfur með lítið plastbox sem er hálf laust og ekki traustvekjandi.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 8. Apr 2012 22:32
by Maggi
Ég er einnig með plastbox sem ég ætla að skipta út. Hugmyndin er að nota ál eða stál box í staðinn. Hef ekki fundið það rétta hingað til.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 8. Apr 2012 22:47
by Maggi
Það verður gaman að bora þessi göt :)

Image

2 mm göt, 8 mm á milli gata, eitthað um 300 stk!

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 8. Apr 2012 22:49
by kalli
Ég nota lítil álbox frá Íhlutum. Það er auðvelt að gera stórt gat á þau, það er í þeim skrúfa fyrir jarðtengingu og þau eru vel vatnsheld.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 8. Apr 2012 23:09
by Maggi
Undanfarið hef ég verið að endurhanna stjórnstöðina. Hér er nýjasta útlitið

Image

Frá toppi:
- þrír PID reglar sem stjórna og sýna hitastig á suðupottinum, meskikarinu og vatnspottinum.
- Græni rofinn í miðjunni er fyrir hitaelementin tvö.
- Grænu vinstri og hægri rofarnir eru fyrir dælurnar tvær.
- Flæðinu á dælunum er svo stjórnað með bláu tökkunum tveimur (stilliviðnám)

Neðst á kassanum verður einföld stýriskema. Þegar hitaldið í vatnspottinum eða suðupottinum er í gangi kviknar á rauðri LED peru. Sama á við um dælurnar tvær.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 8. Apr 2012 23:21
by reynirdavids
Þetta er svakalegt kerfi hjá þér.
Er þetta ekki orðin helvíti dýrt hehe ?

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 8. Apr 2012 23:39
by Maggi
Takk Reynir.

Ég reyni alltaf að halda kostnaði í lágmarki vs. bling :) Ég er heppinn að því leyti að ég er búsettur í Danmörku og því hægt að fá margt mun ódýrara en heima á Íslandi. Ég er einnig duglegur að leita uppi tilboð og afslætti enda er ég ekkert að drífa mig í þessu. Hef núna verið í rúmt ár að koma þessu upp.

Sem dæmi:
Silicon slöngur á 600 krónur metrinn í stað 2000 - 3000 kall.
Ryðfría potta á 7-9 þús stk (50 til 70 L).
Engir aukatollar og skattar á vörum frá ebay.

Stundum er gott að búa í EU landi :)

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 9. Apr 2012 08:20
by gugguson
Áhugavert - getur þú sett inn myndir af þessum álboxum og hvernig þau festast við pottinn/elementið?
kalli wrote:Ég nota lítil álbox frá Íhlutum. Það er auðvelt að gera stórt gat á þau, það er í þeim skrúfa fyrir jarðtengingu og þau eru vel vatnsheld.