Page 1 of 1

Límiðar á flöskur

Posted: 13. Sep 2011 13:11
by bergrisi
Þar sem það er svo gaman að sjá appelsínugula kassa hérna og ekkert er of ómerkilegt (nema kannski þetta innlegg) þá ætla ég að henda þessu inn.

Ég var að vandræðast með að merkja tappana og var að nota mism. liti til að skilgreina á milli en fann svo litla límmiða í Office 1.

Á þessa límiða set ég nafnið á bjórnum, hvaða útgáfa þetta er, styrkleika og hvenær ég set hann á flösku. Maður getur haft fleiri línur en þá er það minna letur. Það eru 72 miðar á örk og 16 arkir í pakkanum. Þannig að þetta er fljótleg, ódýr og þægileg leið til að merka.

Re: Límiðar á flöskur

Posted: 13. Sep 2011 17:34
by helgibelgi
þetta er snilld! Stingurðu þessu bara beint í prentarann og prentar á þetta eins og venjulegan pappír eða? er þetta ekkert vesen?

Re: Límiðar á flöskur

Posted: 13. Sep 2011 17:45
by bergrisi
Ég vel formið í labels minnir mig í word. Þar er þetta til. Svo er bara copy paste. Maður gat líka náð í template á heimasíðu fyrirtækisins.

Þetta er lítið mál. Klúðraði að vísu fyrsta blaðinu en svo hefur þetta verið í góðu lagi. Var búinn að finna hringlaga límmiða útí heimi en það var svo dýrt. Ég held að maður finni ekki ódýrari lausn. Gafst líka uppá að líma á flöskurnar. Leiðinlegt að þrífa þær. Best að hafa þetta á tappanum.

Re: Límiðar á flöskur

Posted: 20. Feb 2012 21:45
by Steinarr
Sælir!,
Ég vil nú bara þakka fyrir þennan flotta þráð.... en ég kíkti einmitt í office1 í dag og fann límmiða í þetta og þetta hér er afraksturinn. :skal:

Re: Límiðar á flöskur

Posted: 20. Feb 2012 22:07
by bergrisi
Var einmitt að líma miða á tvo bjóra sem ég setti á flöskur í gær og gerði Brúðkaupsölið einnig.

Vonandi keyptir þú ekki upp lagerinn því ég er að verða búinn með mína.

Re: Límiðar á flöskur

Posted: 22. Feb 2012 18:43
by sigurdur
Algjör gargandi snilld.
Takk fyrir þetta.