Page 1 of 2

Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 10:28
by halldor
Hann Rúnar (bergrisi) hefur boðist til að halda mánudagsfund októbermánaðar heima hjá sér í Keflavík. Í bruggskúrnum sínum er hann með billiardborð og píluspjald (ásamt bruggbúnaði býst ég við :) )
Ef þetta leggst vel í menn og þáttaka er næg mun Fágun athuga með að leigja rútu og fá þá fullgildir félagsmenn að sjálfsögðu sérstakt félagaverð.
Rúnar segist geta tekið við í kringum 20 manns í man cave-ið sitt og það væri frábært að ná þeim fjölda til að fá betri díl á rútu.
Gert er ráð fyrir að leggja af stað frá Reykjavík um kl. 19.30 þann 3. október og vera komnir í bæinn rétt upp úr miðnætti.

Látið endilega vita hér í þræðinum hvort þið hafið áhuga á að mæta.
Ath. skráning hér í þráðinn er ekki bindandi.

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 10:52
by hrafnkell
Ég hefði áhuga á að mæta.

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 11:30
by andrimar
Set þetta á planið :D

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 12:06
by bjarkith
Hef áhuga

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 12:34
by helgibelgi
Hef áhuga :fagun:

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 12:45
by bergrisi
Vonandi næst góð þátttaka. Verður fínt að fá ykkur í heimsókn og ég ætti að vera með nokkra mism. bjóra tilbúna. Eru að lagerast núna. Ef fjöldi áhugasamra er yfir 20 þá er það bara fínt. Við erum ekkert að takmarka þetta. Hertökum bara stofuna og þess vegna pottinn líka ef mæting verður gríðarleg.

Hlakka til að fá ykkur suður.

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 14:58
by Feðgar
Við feðgarnir munum án efa mæta.

En þar sem við erum búsettir í keflavík þá þarf ekki að útvega okkur far, tveir jafnskjótir duga okkur fínt ;)

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 16:28
by viddi
Ég hefði áhuga á að fara með.

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 20:07
by Benni
ég hefði mikinn áhuga á að kýkja með, alltaf gaman að læra eitthvað nýtt

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 13. Sep 2011 23:43
by gunnarolis
Ég mæti að sjálfsögðu. Með skýluna.

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 14. Sep 2011 20:46
by gugguson
Við Hjölli mætum galvaskir.

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 15. Sep 2011 22:46
by freyr_man69
væri til að kikja er lika i Keflavík en hvað er gert á þessa fundi ? :)

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 17. Sep 2011 00:03
by snowflake
Allir velkominir? Ef svo er þá væri ég hugsanlega til í að kíkja, er í kef þannig ég þyrfti ekki að fá far með rútu. :)

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 17. Sep 2011 09:35
by bergrisi
Allir velkomnir. Verður bara gaman að ræða málin.

Kveðja
Rúnar

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 18. Sep 2011 19:29
by ulfar
Er mjög spenaður fyrir þessu

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 20. Sep 2011 20:40
by halldor
Þá hafa eftirfarandi aðilar sýnt rútuferð á Keflavíkurfund áhuga:
hrafnkell
andrimar
bjarkith
helgibelgi
viddi
Benni
gunnarolis
gugguson
Hjölli
ulfar
Samtals 10 manns

Ég er búinn að hafa samband við tvö rútufyrirtæki og biðja um tilboð í þessa ferð. Ég mun væntanlega fá svar á morgun og mun þá pósta hér hvað þetta kæmi til með að kosta.
PS. Ég bað um tilboð í 10-20 manna rútu(r) þannig að við erum alls ekkert að takmarka fjöldann við 10 manns.

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 20. Sep 2011 20:42
by halldor
Ég kemst því miður ekki með þar sem ég verð staddur í flugvél á leið til Flórída :( :)

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 21. Sep 2011 12:07
by Maggagret
Ég læt mig ekki vanta!

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 21. Sep 2011 19:33
by karlp
Ég er til!

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 21. Sep 2011 19:47
by halldor
Ég er enn ekki búinn að fá verð frá þessum aðilum sem ég hafði samband við. Ég rek á eftir því ef ekkert er komið um hádegisbil á morgun (fimmtudag).

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 21. Sep 2011 20:29
by bergrisi
Mig hlakkar mikið til að fá ykkur í heimsókn. Viss um að þetta verður mjjög skemmtilegt og fræðandi fyrir mig svona byrjanda í bjórgerðinni.

Til að tíminn líði fljótar þá ætla ég að skella mér á bjórráðstefnu til þýskalands í fjóra daga. Ráðstefna sem er betur þekkt sem Oktoberfest. Mun samt kíkja hingað inn á hverjum degi á uppáhalds síðuna mína. Vonandi hef ég vit á því að skrifa ekki inná síðuna en ef ég geri það þá takið því með fyrirvara því ég verð með óhóflegt magn af bjór innvoltis.

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 22. Sep 2011 07:56
by Feðgar
Vertu duglegur að taka myndir, verður svo með ferðalýsingu á fundinum ;)

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 26. Sep 2011 17:45
by halldor
Jæja þá er komið verð í rútuna.

Félagsmenn: 1.000 kr.
Allir aðrir: 2.000 kr.

Fjöldi takmarkast við 19 manns sökum stærðar/smæðar rútunnar.

Lagt verður af stað kl. 19.30 frá BSÍ, mánudaginn 3. október. Lagt verður af stað í bæinn aftur (til BSÍ) kl. 23.45.

Greiða skal inn á reikning 0323-26-63041, kennitala 6304102230, fyrir lok föstudagsins 30. september og senda kvittun með notandanafni á pontun.fagun@gmail.com

PS. Ef menn vilja nýta tækifærið og skrá sig í félagið, bendi ég á skráningarþráðinn

PPS. Formlegur þráður fyrir þennan mánudagsfund hefur verið stofnaður hér

Kveðja,
Stjórnin

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 7. Oct 2011 12:56
by Andri
Jæja, er að logga inn í fyrsta skipti í einhverja mánuði.
Hvernig var hjá ykkur? Ég þarf að kíkja á næsta fund :)

Re: Októberfundur Fágunar í Keflavík?

Posted: 27. Nov 2011 00:59
by bergrisi
Var loksins að tæma myndavélina og fann þessar myndir frá oktoberfundinum.