Page 1 of 1

Loksins búinn að láta verða af því .....

Posted: 10. Sep 2011 15:42
by HJallifrid
Heil og Sæl

Ég heiti Hjálmar og er ættaður að vestan.

Ég er búinn að vera smakka , drekka bjór síðan hann var seldur í ríkinu.
Núna í gær lét ég verða af því að prufa í það minnsta það allra einfaldasta , keypti s.s bjórkit frá europris.Og er ég búinn að hella þessu saman og bublið byrjað.
Veit svosem ekkert hvernig þetta endar , góður bjór slæmur bjór skiptir ekki öllu.Ég er allavegana í það minnsta búinn / byrjaður á minni framleiðslu og þykir mér bara nokkuð vænt um þetta litla verkefni ;)

Ég starfa hjá samheitalyfjafyrirtækinu Actavis og þar er önnur framleiðsla í gangi... ekki bjór.. :lol:

Allavegna það er gaman og gott að vera kominn á stað með lítið verkefni og er ég þegar byrjaður á því næsta ,, þar að segja svona farinn að kynna mér aðeins hvernig og hvað þarf til að gera þetta svona "alvöru "

Þakka ég stjórnendum síðunar að hafa komið þessu " samfélagi" svona vel á veg..

kv
Hjálmar

Re: Loksins búinn að láta verða af því .....

Posted: 10. Sep 2011 15:54
by bergrisi
Velkominn. Byrjaður sjálfur í vor og það verður ekki aftur snúið. Ekki hræðast all-grain. Bæði skemmtilegra og betri bjór. Mæli með Beersmith forritinu en það er búið að hjálpa mér mikið og svo þessi frábæra síða sem er uppfull af fróðleik.

Re: Loksins búinn að láta verða af því .....

Posted: 10. Sep 2011 17:32
by sigurdur
Velkominn á spjallið Hjálmar og til hamingju með fyrstu lögnina.