Page 1 of 1
Jólabjór Ölvisholts 2010
Posted: 3. Sep 2011 22:22
by sigurdur
Útlit: Djúp djúp rauður, mjög dökkur. Ljósbrúnn haus stoppar ekki mjög lengi við, en liggur létt yfir yfirborði.
Lykt: Banani, örlítið ristað malt, örlítið kristalmalt.
Bragð: Ristaður og reyktur .Örlítill banani. Langt ristað eftirbragð og ristuð beiskja. Örlítil sæta. Ágæt fylling.
Í munni: Silkimjúkur með ristuðum og reyktum fíling. Kolsýran myndar silkimjúka áferð og kitlar tunguna örlítið. Mjög skemmtileg upplifun.
Heild: Mjög fínn mildur stout, en bananinn á ekki heima þarna. Ofboðslega góður.
Mæli ég með bjórnum? Fyrst að hann er löngu uppseldur, þá mæli ég með að þið prófið hann ef þið hafið geymt hann frá jólum 2010.
Re: Jólabjór Ölvisholts 2010
Posted: 23. Sep 2011 18:25
by asgeir
Ég á einmitt einn slíkan í kælinum frá því um síðustu jól. Hlakka til að rifja upp hvernig hann var á bragðið...
Re: Jólabjór Ölvisholts 2010
Posted: 9. Nov 2011 04:03
by dax
Er ekki örugglega að koma jólabjór 2011 frá Ölvisholti? Svolítið spenntur!!
Re: Jólabjór Ölvisholts 2010
Posted: 9. Nov 2011 10:12
by hrafnkell
dax wrote:Er ekki örugglega að koma jólabjór 2011 frá Ölvisholti? Svolítið spenntur!!
Það verður þá líklega sami og seinustu 2 árin... Bruggmeistarinn hættur og þeir eru að keyra á uppskriftunum hans held ég bara.
Re: Jólabjór Ölvisholts 2010
Posted: 11. Nov 2011 03:29
by dax
hrafnkell wrote:
Það verður þá líklega sami og seinustu 2 árin... Bruggmeistarinn hættur og þeir eru að keyra á uppskriftunum hans held ég bara.
Það er nú allt annað en amalegt!

hlakka ennþá meira til!

Re: Jólabjór Ölvisholts 2010
Posted: 21. Nov 2011 22:47
by atlios
Ég er að sötra einn núna úr 2011 árganginum. Ætla ekki að þykjast kunna eitthvað að dæma bjóra og koma með lýsingu, en finnst þetta vera feikilega góður. En ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með eitt! Það var rið á tappanum innaná...
Hef aldrei lent í því áður og ekki viss um hvort þetta sé bara smámunasemi í mér. En langaði að heyra hvað ykkur finnst um þetta og hvort þið hafið yfir höfuð lent í þessu?
Re: Jólabjór Ölvisholts 2010
Posted: 21. Nov 2011 23:29
by sigurdur
atlios wrote:Ég er að sötra einn núna úr 2011 árganginum. Ætla ekki að þykjast kunna eitthvað að dæma bjóra og koma með lýsingu, en finnst þetta vera feikilega góður. En ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með eitt! Það var rið á tappanum innaná...
Hef aldrei lent í því áður og ekki viss um hvort þetta sé bara smámunasemi í mér. En langaði að heyra hvað ykkur finnst um þetta og hvort þið hafið yfir höfuð lent í þessu?
Ég hef lent í þessu hjá mér, en þá bara við endann á tappanum en ekki bjórmegin í tappanum (þar ætti að vera plasthúð).
Það kemur nú samt ekki þessum bjór við og slík umræða ætti heima frekar á almenna spjallinu.
Re: Jólabjór Ölvisholts 2010
Posted: 23. Dec 2011 22:53
by Feðgar
Var að klára einn 2011 og kunni vel að meta, kryddaður og nokkuð magnaður.
Hef samt eitt út á hann að setja, hann var búinn alltof fljótt
