Page 1 of 1

Sýrustig - Kalsíum og Magnesíum

Posted: 2. Sep 2011 13:08
by helgibelgi
Sælir

Nú er ég búinn að vera að pæla mikið í sýrustigi í meskingu og langar að prófa að mæla og stilla sýrustigið í næstu lögn.

Hvað eruð þið að nota til að bæta út í og hvar fæst það?


Takk fyrir

Re: Sýrustig - Kalsíum og Magnesíum

Posted: 2. Sep 2011 13:22
by hrafnkell
Ég tók slatta af gypsum, calcium chloride og burton salts með í midwest sendingunni.. Kemur líklega í næstu viku. Verð aflögufær á það þá :)

Re: Sýrustig - Kalsíum og Magnesíum

Posted: 2. Sep 2011 13:28
by helgibelgi
sweet, verður þetta til sölu á brew.is þá eða?

Re: Sýrustig - Kalsíum og Magnesíum

Posted: 2. Sep 2011 13:49
by hrafnkell
helgibelgi wrote:sweet, verður þetta til sölu á brew.is þá eða?
Veit ekki hvort ég setji það á síðuna en verð amk með það ef fólk spyr :)

Re: Sýrustig - Kalsíum og Magnesíum

Posted: 2. Sep 2011 13:56
by Örvar
Ef maður er bara að spá í sýrustiginu, ætti þá ekki að vera fínt að nota bara svona pH 5.2 buffer ?

Re: Sýrustig - Kalsíum og Magnesíum

Posted: 2. Sep 2011 14:00
by helgibelgi
Örvar wrote:Ef maður er bara að spá í sýrustiginu, ætti þá ekki að vera fínt að nota bara svona pH 5.2 buffer ?
ég á eftir að rannsaka það betur, en jú það ætti að virka, en svo fer eftir hversu hart/mjúkt vatnið er hvort það virki án þess að scale'a það niður eða upp.

Ég fíla betur að nota calcium og magnesium miðað við það sem ég hef lesið, efnafræðin virkar amk mun einfaldari og meikar sens fyrir mér :)

Re: Sýrustig - Kalsíum og Magnesíum

Posted: 2. Sep 2011 14:51
by kristfin
almennt hefur erlendis ekki verið góð reynsla af því að nota buffer.

vatnið okkar er hinsvegar alveg þokkalegt til að nota í apa og milliljósa bjóra.

leitið að svona umræðum hér á spjallinu. það er búið að ræða þetta mikið.

ég get síðan látið ykkur hafa ezwater skjal sem ég nota til að stilla vatnið