Page 1 of 1

Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 31. Aug 2011 17:19
by halldor
Septemberfundur Fágunar verður haldinn heima hjá mér, þann 5. [edit] september [\edit] klukkan 20:30

Staðsetning:
Langholtsvegur 2, 104 Reykjavík (inngangur snýr að Sæbraut)
Símanúmer 824-2453

Dagskrá fundarins verður:
Næstu viðburðir Fágunar
Almenn umræða
Smakk (menn koma með sem vilja)
Önnur mál

Endilega staðfestið komu ykkar á fundinn hér í þræðinum. Ef fjöldi fer mikið yfir 10 manns væri eflaust betra að finna hentugri staðsetningu fyrir fundinn.

Gaman væri ef menn kæmu með smakk sem geta.
Á síðasta fundi bauð húsráðandi upp á osta og annað gúmmelaði við mikinn fögnuð. Það er spurning hvort menn vilji taka með sér eitthvað til að narta í með bjórnum.

Kv. Stjórnin

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 31. Aug 2011 17:54
by helgibelgi
5. ágúst þýðir væntanlega 5. september? :P

Er alveg spenntur fyrir þessu :)

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 31. Aug 2011 18:53
by halldor
helgibelgi wrote:5. ágúst þýðir væntanlega 5. september? :P

Er alveg spenntur fyrir þessu :)
Laukrétt ;)
Búinn að breyta í sept

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 31. Aug 2011 23:31
by gunnarolis
Ég kíki, reyni að taka eitthvað með mér fyrir bragðlaukana, hvort sem það verður fljótandi eða fast.

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 1. Sep 2011 09:40
by hrafnkell
Ég mæti líka. Kippi etv með mér porter.

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 1. Sep 2011 15:18
by Elli
Það væri hreinlega glæpsamlegt að láta sig vanta á smakk-snakk samkomu hjá Halldóri!

Count me in!

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 1. Sep 2011 15:23
by bjarkith
Ég hef áhuga á að mæta, ætla sjá hvað ég á til af kræsingum til að mæta með.

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 1. Sep 2011 21:37
by arnarb
Stefni á að mæta. Læt vita ef ég kemst ekki.

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 1. Sep 2011 21:50
by sigurdur
Ég ætla að reyna að mæta ef ég get.

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 1. Sep 2011 22:12
by karlp
ég er til. óliklega með eitthvað smakk þvi miður.

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 2. Sep 2011 15:55
by halldor
Djöfull líst mér á þetta... eru ekki einhverjir fleiri sem ætla að koma?
Ég er að spá í að bjóða aftur upp á grafna gæsabringu.
Svo verður auðvitað eitthvað góðgæti í bjórísskápnum mínum.

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 4. Sep 2011 21:50
by bjarkith
Þar sem ég á engar vegar eins og er sem er tilbúnar til drykkju, þá stefni ég að því að mæta með reyktan laxbirting sem ég veiddi í sumar.

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 5. Sep 2011 08:39
by halldor
Glæsilegt, hljómar vel.
En bara svo það sé á hreinu þá er alls engin skylda að koma með eitthvað :)

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 5. Sep 2011 08:54
by bjarkith
Það er skemmtilegra

Re: Septemberfundur Fágunar - Opinn fundur

Posted: 5. Sep 2011 09:56
by viddi
Ætla að reyna að mæta, jafnvel með bruggfélaga. Kippi með porter ef ég kemst.