Page 1 of 1

Frekar nýr

Posted: 31. Aug 2011 13:28
by hjolli
Sælt veri fólkið, Hjörleifur heiti ég og er að byrja í bjórbrugginu, en á námsárum (á síðari hluta síðustu aldar) laggði maður í rautt, hvítt og rósavín (einu sinni hvert), síðar (í upphafi 21. aldarinnar) voru keypt Coopers kittin og prófaði ég þar lager, ale og stout (einu sinni hvert). Niðurstaða þessara tilrauna var sú að það var hægt að drekka þetta, en ekki mikið meira en það.

Nú á semsagt að byrja á all grain (enn verið að smala saman græjum, en stefnt á fyrsta bruggdag ca í byrjun október).

Eina reynslan af all grain bruggun fékkst nú á Hólasumblinu, en þar hjálpuðum við Brodda aðeins (mala korn og smakka bjór)

Re: Frekar nýr

Posted: 31. Aug 2011 14:21
by gunnarolis
Velkominn Hjölli.

Gangi þér vel með bruggið. Spurðu endilega ef þig vantar upplýsingar.

Kv Gunnar.

Re: Frekar nýr

Posted: 31. Aug 2011 14:38
by bergrisi
Velkominn. Mín saga er svipuð. Búinn að prufa léttvínið fyrir löngu og bjór kitt. Ekkert slær All grain við. Miklu, miklu skemmtilegra og miklu betri bjór. Þú snýrð aldrei aftur í hitt. Welcome to the dark side.

Re: Frekar nýr

Posted: 31. Aug 2011 16:47
by sigurdur
Velkominn Hjölli.

Þér á eftir að bregða með hversu mikill munur er á þessu og kit'n'kilo (coopers) dótinu. :)

Gangi þér vel :beer:

Re: Frekar nýr

Posted: 31. Aug 2011 22:28
by hjolli
Já ég er svona kominn með smjörþefinn af all grain bruggun eftir Hólasumblið (bjórhátíðin sem var síðustu helgi á Hólum í Hjaltadal) en hef verið að horfa á allskonar vídeó og lesa bækur í sumar um þetta. Skrapp líka til Belgíu í fyrra og heimsótti þar Cantillon og fjöldann allan af pubbum :skal:

Re: Frekar nýr

Posted: 1. Sep 2011 18:48
by halldor
hjolli wrote:Já ég er svona kominn með smjörþefinn af all grain bruggun eftir Hólasumblið (bjórhátíðin sem var síðustu helgi á Hólum í Hjaltadal) en hef verið að horfa á allskonar vídeó og lesa bækur í sumar um þetta. Skrapp líka til Belgíu í fyrra og heimsótti þar Cantillon og fjöldann allan af pubbum :skal:
Ég er einmitt að fara að heimsækja Cantillon í næstu viku :)

Re: Frekar nýr

Posted: 1. Sep 2011 20:31
by hjolli
Frábært, Cantillon er mjög skemmtilegt fjölskyldufyrirtæki.

Ef þú hefur ekki komið inn í Mort Subite, þá ættirðu að gera það. Verðið er í hærra lagi þarna, enda túristastaður, en ég hafði engu að síður gaman af því að borða og drekka þarna.

Það er einn bjór sem fæst þarna sem er ekki á bjórlistanum þeirra, en það er Mort Subite Oude Gueuze. Ég fann hann í bókinni "Around Burssels in 80 Beers", en bjórinn hefur stofuhita og því frekar spes. Líka gaman að sjá hversu fáir þjónar geta þjónað miklum fjölda, eitthvað sem Íslendingar hafa enn ekki lært.

Annar staður sem vert er að sjá er við handan við götuna hjá Manneken Pis (styttunni af stráknum að pissa) og heitir Poechenellekelder (Brúðukjallarinn) og þrátt fyrir að vera við hliðiná túristasvæði þá er þetta staður sem lókallinn fer á líka. Þarna er bjórúrvalið mjög gott og selja þar m.a. frá Cantillon, en það sem er sérlega skemmtilegt við þennan stað er hvernig staðurinn er innréttaður og missa margir af þessu sem ferðast á sumrin því þeir fara ekki inn.

Góða skemmtun í Belgíu

Re: Frekar nýr

Posted: 2. Sep 2011 00:53
by bergrisi
Vá nú er ég orðinn þyrstur.
Belgía komið á listann yfir lönd sem þarf að heimsækja fljótlega.
Fyrst Oktoberfest í Muncen og svo Belgía.

Re: Frekar nýr

Posted: 2. Sep 2011 13:59
by halldor
Mort Subite og Poechenellekelder eru komnir á listann hjá okkur :)
Við vinirnir tókum 13 daga ferð um Belgíu í fyrra en vorum voða lítið í Brussel, nema þá á Belgian Beer Weekend (sem er einmitt núna um helgina) og á Delirium Café. Restin af tímanum fór svo í litlu spennandi brugghúsin í sveitinni.
Þar sem þetta er bara smá skrepp hjá okkur í þetta skiptið, munum við halda okkur alfarið við Brussel og nágrenni, þannig að einu brugghúsin sem við heimsækjum eru lambic brugghús. Það er hins vegar séns á að við getum pantað 2 kassa af Westvleteren 12, en munkarnir eru enn að ákveða sig hvort þeir muni hafa söludag á mánudag og pikkupp dag seinna í næstu viku. Þá munum við leigja okkur bíl og skreppa í klaustrið til að sækja bjórinn okkar og kíkja á einhver flemish red og flemish brown ale brugghús í leiðinni. Þannig að þema ferðarinnar virðist vera súrir bjórar :fagun:

Re: Frekar nýr

Posted: 2. Sep 2011 23:56
by bergrisi
Ekkert smá spennandi. Verð að plata félagana til Belgíu að skoða litlu brugghúsin. Ferð okkar á Oktoberfest eftir mánuð bliknar í samanburði. Held að þar verði meira um magn en spennandi bjóra þar.

Re: Frekar nýr

Posted: 4. Sep 2011 12:25
by halldor
Össs... ég væri alveg til í að kíkja á Oktoberfest :)