Page 1 of 1

Nýr á spjallinu.

Posted: 31. Aug 2011 09:24
by AndriTK
Loksins er ég búinn að skrá mig á þetta spjall. Búinn að fylgjast með því í dágóðan tíma. Best að byrja á því að kynna sig.

Andri heiti ég og byrjaði á í febrúar að búa til vín frá ámunni. Búinn að gera í samvinnu með pabba 4 lagnir, 2 rauðvín (amarone og valpolicella) og 2 hvítvína (french chardonney og gewurstraminer) frá ámunni. Þetta heppnaðist bara ljómandi vel og vakti áhuga á því að búa til bjór.

Fékk bróðir minn með í það batterí og við byrjuðum á því að kaupa svona beer kit og prófa það, en það var algjör viðbjóður og sit ég eftir með 2 kassa af gerdjús dauðast sem ég verð eiginlega bara að hella í vaskinn bráðum enda ódrykkjandi að mínu mati. Við gáfust þó ekki upp á bjórnum heldur keyptum startpakka hjá hrafnkeli á brew.is og höfum gert IPA og APA uppskriftirnar hans, og heppnaðist það alveg frábærlega. Nú er hinsvegar kominn tími til að gera frumtilraun til að gera góðan double ipa og erum við búnir að kaupa hráefni og erum að vinna í að fínisera uppskriftina með hjálp beersmith.

Svo verð ég nú líka að minnast á að ég vinn hjá Járn og Gler sem er innflytjandi af Mikkeller bjórunum í ríkinu og í gær komu 4 súper góðir og spennandi bjórar í ríkið frá þeim - Þeir áttu að koma fyrsta sept en ég sá þá allavega í skútuvoginum í gær. Þeir heita: USAlive! , Koppi IPA, Monk's elixir og Gypsy Juice. Mæli með að þið smakkið :)

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 31. Aug 2011 09:25
by hrafnkell
AndriTK wrote:Loksins er ég búinn að skrá mig á þetta spjall. Búinn að fylgjast með því í dágóðan tíma. Best að byrja á því að kynna sig.

Andri heiti ég og byrjaði á í febrúar að búa til vín frá ámunni. Búinn að gera í samvinnu með pabba 4 lagnir, 2 rauðvín (amarone og valpolicella) og 2 hvítvína (french chardonney og gewurstraminer) frá ámunni. Þetta heppnaðist bara ljómandi vel og vakti áhuga á því að búa til bjór.

Fékk bróðir minn með í það batterí og við byrjuðum á því að kaupa svona beer kit og prófa það, en það var algjör viðbjóður og sit ég eftir með 2 kassa af gerdjús dauðast sem ég verð eiginlega bara að hella í vaskinn bráðum enda ódrykkjandi að mínu mati. Við gáfust þó ekki upp á bjórnum heldur keyptum startpakka hjá hrafnkeli á brew.is og höfum gert IPA og APA uppskriftirnar hans, og heppnaðist það alveg frábærlega. Nú er hinsvegar kominn tími til að gera frumtilraun til að gera góðan double ipa og erum við búnir að kaupa hráefni og erum að vinna í að fínisera uppskriftina með hjálp beersmith.

Svo verð ég nú líka að minnast á að ég vinn hjá Járn og Gler sem er innflytjandi af Mikkeller bjórunum í ríkinu og í gær komu 4 súper góðir og spennandi bjórar í ríkið frá þeim - Þeir áttu að koma fyrsta sept en ég sá þá allavega í skútuvoginum í gær. Þeir heita: USAlive! , Koppi IPA, Monk's elixir og Gypsy Juice. Mæli með að þið smakkið :)
Velkominn. Ég verð að muna eftir að gera mér ferð í ríkið á eftir og splæsa í þessa bjóra. Hljóma mjög spennandi!

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 31. Aug 2011 14:20
by gunnarolis
Sæll Andri og velkominn.

Vonandi nærðu að brugga góðan Double IPA, nóg af góðum uppskriftum á netinu.

Mig langar mikið að vita af hverju fyrirtækið heitir járn og gler :)

Kv Gunnar.

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 31. Aug 2011 14:39
by bergrisi
Velkominn. Hér er hafsjór af fróðleik sem nýtist vel.

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 31. Aug 2011 14:40
by AndriTK
Takk fyrir það.

Já það er nú spurning. Þetta fyrirtæki var stofnað 1941 og selur mikið af járni og gleri. Seljum fyrst og fremst byggingarvörur, gler, rammaefni og svo Weber grillin. Bjórinn er bara viðbót við það og eitthvað nýtt og skemmtilegt :)

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 31. Aug 2011 23:28
by gunnarolis
Glæsilegt.

Ég fór og keypti alla 4 nýju bjórana frá Mikkeller áðan.

Þeir eru allir mjög hátt rate-aðir á ratebeer og á fínu verði (miðað við hvað mikkeller kosta t.d í DK).

Endilega haldið áfram að flytja inn góða bjóra! Amager bryghus og Beer Here í Danmörku eru líka fín ef ykkur vantar fleiri danska :)

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 31. Aug 2011 23:44
by sigurdur
Velkominn á spjallið.

Gaman að þú getir frætt okkur um hvenær við eigum von á nýjum spennandi bjórum í ríkið :)

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 1. Sep 2011 08:56
by AndriTK
gunnarolis wrote:Glæsilegt.

Ég fór og keypti alla 4 nýju bjórana frá Mikkeller áðan.

Þeir eru allir mjög hátt rate-aðir á ratebeer og á fínu verði (miðað við hvað mikkeller kosta t.d í DK).

Endilega haldið áfram að flytja inn góða bjóra! Amager bryghus og Beer Here í Danmörku eru líka fín ef ykkur vantar fleiri danska :)
Bæði spennandi kostir - reyndar ekkert smakkað frá Amager bryghus en keypti hoptilicus frá beer here í ölbutikken í köben um daginn, svaka bjór.

Munum gera okkar besta til að fá spennandi bjóra inn, eina sem er farið að gera hlutina erfiðari er þetta helvítis gjald sem átvr er búið að leggja á hverja umsókn um reynslusölu. Einnig dáldið pirrandi hvað þeir eru stífir með miðamálin. Erum t.d. með Mikkeller Cream ale á lager sem komst ekki í ríkið útaf miðanum http://www.ratebeer.com/beer/mikkeller- ... le/114527/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 1. Sep 2011 10:03
by gunnarolis
Hvað er gjaldið á reynslusölu?

Amager Hr.Frederiksen er t.d alveg geggjaður.

http://www.ratebeer.com/beer/amager-hr- ... sen/71568/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 1. Sep 2011 10:15
by AndriTK
gunnarolis wrote:Hvað er gjaldið á reynslusölu?

Amager Hr.Frederiksen er t.d alveg geggjaður.

http://www.ratebeer.com/beer/amager-hr- ... sen/71568/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Þessi lítur ekki illa út. Það er fast gjald núna sem er um 26 þúsund fyrir umsókn, sama hvort bjórinn kemst inn eða ekki.

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 1. Sep 2011 18:46
by halldor
Velkominn Andri :)
Ég held að það sé nokkuð víst að þú þurfir að halda kynningu á Mikkeller bjórum á einhverjum af næstu mánudagsfundum.

Re: Nýr á spjallinu.

Posted: 1. Sep 2011 20:46
by AndriTK
halldor wrote:Velkominn Andri :)
Ég held að það sé nokkuð víst að þú þurfir að halda kynningu á Mikkeller bjórum á einhverjum af næstu mánudagsfundum.
Já það væri nú ekki leiðinlegt. hvað eru margir? Eina vandamálið er að þetta eru dýrir bjórar með nánast enga álagningu of takmarkaðan markhóp þannig fjármagnið til kynningar er ekki beint mikið :S